3. Downtown – City Hall

Borgarrölt
City Hall, New York

City Hall

City Hall

Trinity Church, Wall Street, New York

Trinity Church, Wall Street

Í garðinum andspænis Woolworth er ráðhús borgarinnar, City Hall, raunar minnsta ráðhús í Bandaríkjunum, í eins konar frönskum endurreisnar- eða hallarstíl. Þegar það var reist, þótti það svo langt út úr bænum, að norðurhliðin var ekki klædd marmara, þar sem ekki var búizt við, að neinn sæi það úr þeirri átt.

Garðurinn fyrir framan er ekki stór en einkar friðsæll. Þar er brunnur eftir Delacorte. Við hann fara fram ýmsar opinberar athafnir borgarinnar, hér áður fyrr hengingar.

Trinity Church

Við höldum til baka suður Broadway. Þar sem gatan mætir Wall Street, er Trinity Church á hægri hönd í friðsælum, grasi grónum kirkjugarði og snýr stefni að mynni Wall Street. Þessi gotneska kirkja var reist 1846 úr rauðum sandsteini, en er nú orðin kolsvört og ætti skilið að fá þvott.

Trinity Church er eins og dvergur innan um skýjakljúfana, en dregur þó að sér athygli, ekki aðeins sem verndarengill Wall Street, heldur einnig vegna áberandi langrar spíru á kröftugum turni. Við göngum inn í mjótt Wall Street og horfum til baka í átt til kirkjunnar.

Næstu skref