3. Dorsoduro – Collezione Peggy Guggenheim

Borgarrölt

Collezione Peggy Guggenheim

Guggenheim: Marini, Feneyjar

Guggenheim: Marino Marini

Við göngum meðfram kirkjunni eftir Calle Abazia og Calle Bastion, yfir brú og áfram Calle San Cristoforo að Guggenheim safninu, alls um 300 metra leið. 

Merkilegt nútímalistasafn í garði og höll, sem aldrei varð nema jarðhæðin ein. Þar eru verk eftir Jackson Pollock, Pablo Picasso, Joan Miró, Constantin Brancusi, Max Ernst, Wassily Kandinsky, Piet Mondrian, Giorgio de Chirico, Kasimir Malevich og Marino Marini.

Peggy Guggenheim var mikill listvinur og framúrstefnukona, þegar hún safnaði verkum málaranna, sem síðar urðu einkennismálarar síðari hluta 20. aldar. Það er hressandi að skoða safn hennar, þegar maður er orðinn þreyttur á ald
agamalli list, sem hvarvetna verður á vegi manns í borginni.

Rio della Torreselle, Feneyjar

Rio della Torreselle

Ráðgert er að flytja hluta safnsins í gömlu tollbúðina, Dogana di Mare, við Salute kirkjuna. Þá verður unnt að sýna mun fleiri verk, sem nú eru í geymslum þess.

Rio della Torreselle

Við höldum áfram frá safninu nokkur skref út á Fondamenta Venier.

Rio della Torreselle er friðsæll skurður á gönguleiðinni milli Salute og Accademia.

Við skurðinn er veitingahúsið Ai Gondolieri. Í nágrenninu er hótelið og veitingahúsið Agli Alboretti.

Næstu skref