21 þingmaður að drukkna

Punktar

Örlög Íraks munu hvorki ráðast á vígvellinum né í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þau ráðast í bandarísku öldungadeildinni. Þar verður kosið um 33 sæti í næstu kosningum. Í 21 þeirra situr repúblikani. Þar eru þeir, sem hafa sagt skilið við Íraksstefnu forsetans: Hagel frá Nebraska, Coleman frá Minnesota, Collins frá Maine, Smith frá Oregon, Sununu frá New Hampshire og Warner frá Virgínu. Þar eru einnig þeir, sem hafa gagnrýnt stefnuna: Alexander frá Tennessee, Dole frá Norður-Karólínu og Domenici frá Nýju-Mexikó. Þeir vilja ekki falla á Írak í kosningunum að ári.