20% fall dollarans

Punktar

David Ignatius segir í dag í Washington Post, að bandarískir forstjórar deili evrópskum áhyggjum af fjármálum vestanhafs. Bandaríkjamenn nota 6% meira en þeir framleiða og borga mismuninn með 600 milljarða dollara viðskiptahalla árlega. Ignatius segir þetta hljóta að taka enda. Bandarískar skuldir við umheiminn nema núna um þremur trilljónum dollara. Eftir tíu ár verði vextirnir einir orðnir 500 milljarðar dollara á ári og það sé háð því, að Kína og Japan séu enn fáanleg til að fjármagna sukkið í Bandaríkjunum. Hann vitnar í sérfræðing, sem spáir 20% falli dollarans.