2. Pall Mall – Mayfair

Borgarrölt

Mayfair

Shepherd Market, London

Shepherd Market

Við erum þegar búin að skoða austurhluta Mayfair í fyrstu gönguferðinni, milli frægustu verzlana miðborgarinnar, svo að í þetta sinn getum við látið nægja vesturhliðina og suðurhornið. Þetta er hverfi auðs og glæsibrags með þremur virðulegum gróðurtorgum, Grosvenor Square, Berkeley Square og Hanover Square, sem við sleppum í þessari gönguferð.

Frá Green Park stöðinni göngum við Piccadilly til suðvesturs yfir Half Moon Street og beygjum næstu smágötu. Þar komum við fljótt að Shepherd Market, þar sem svokölluð Mayfair-hátíð var haldin allt frá 17. öld. Þar er nú 19. aldar smáþorp götusunda með hvítum smáhúsum, gömlum verzlunum og veitingastofum, svo og útikaffihúsum, enn ein af mörgum vinjum í nútímaborginni.

Marble Arch, London

Marble Arch

Síðan förum við til vesturs út að Park Lane, sem afmarkar Mayfair og Hyde Park. Þar göngum við framhjá frægum lúxushótelum: Hilton, Dorchester og Grosvenor House, alla leið norður til Marble Arch, sem upphaflega var hlið Buckingham-hallar, en síðan flutt vegna þrengsla. Hér skemmtu menn sér í gamla daga við að horfa á opinberar hengingar, teygingar og sundurlimanir

Næstu skref