2. Írland – Trim

Borgarrölt
Trim Castle, Ireland

Trim Castle

Við förum N3 norður frá Dublin og beygjum í Black Bull á R154 til kastalans í Trim á bakka árinnar Boyne.

Rústir Trim Castle eru einna fyrirferðarmestar í öllu landinu, nærri hektari að flatarmáli. Enskir landvinningamenn reistu kastalann á miðöldum. Hann er lauslega normanskur að stíl, miðturninn frá 1220-1225 og útveggirnir frá 1250. Héðan slapp Hinrik IV úr fangavist á vegum Ríkharðs II og vann af honum ensku krúnuna.

Gengið er úr þorpsmiðju upp í kastalann að vestanverðu. Í miðturninum voru tveir veizlusalir og svefnherbergi þar fyrir ofan. Aðalhlið kastalans var áður að austanverðu, þar sem voru tvær vindubrýr og  útvirkisturn með dýflissum.

Næstu skref