2. Canal Grande – Ponte Scalzi

Borgarrölt

Ponte Scalzi

Ponte Scalzi, Feneyjar

Ponte Scalzi

Fyrst förum við frá járnbrautarstöðinni undir Ponte Scalzi. Hér var áður smíðajárnsbrú yfir Canal Grande, en 1934 var þessi steinbrú lögð.

Palazzo Labia

San Geremia turninn & Palazzo Labia, Feneyjar

San Geremia turninn & Palazzo Labia

Brátt komum við að breiðum skurði vinstra megin, Canale di Cannaregio. Við hann, nálægt horninu er fyrsta höllin, sem við ræðum hér. 

Labiarnir voru auðug kaupmannaætt, sem keypti sig inn í aðalinn á sautjándu öld. Höll þeirra er frá lokum aldarinnar.

Giambattista Tiepolo skreytti danssal hallarinnar veggmálverkum um miðja átjándu öld. Þau er unnt að sjá með því að fara á hljómleika í höllinni.

Framan við höllina er San Geremia, grísk krosskirkja, sem geymir jarðneskar leifar heilagrar Lúsíu.

Næstu skref