19. Marokkó – Sahara – Zagora

Borgarrölt
Zagora

Skiltið fræga í Zagora. Boðið í 52 daga úlfaldaferð yfir Sahara til Timbuktu í Malí

Zagora

Leiðin inn í Sahara liggur oftast um Zagora í 120 km fjarlægð frá Ouarzazate. Zagora er ekki nema svipur hjá fyrri sjón, þegar héðan voru 52 daga úlfaldaferðir yfir stærstu eyðimörk heimsins. En auglýsingaskiltið hangir enn uppi.

Tamgroute

Í nágrenni Zagora er Tamgroute. Þar erum við komnir inn í hina klassísku eyðimörk með breytilegum sandöldum. Þar er fljótlegt að skreppa á úlfalda inn í auðnina. Úlfaldinn ratar sem betur fer til baka.

Tamgroute 4

Sandöldur Sahara í Tamgroute

Tamgroute er líka þekkt sem miðstöð Nasiriyya, sem einu sinni var útbreiddasta Sufi dulspeki-sértrúar múslima. Í bókasafni reglunnar er mikið af frægum miðaldahandritum.

Hér lýkur okkar Marokkó-ferð. Við förum til baka til Marrakech og fljúgum þaðan til Evrópu.