18. Írland – Rosserk

Borgarrölt

Rossnowlagh

Frá Donegal förum við N15 í átt til Bundoran og beygjum til hægri í átt til Rossnowlagh-strandar.

Sand House Hotel stendur eitt sér á ströndinni, bjart hús með skrautskotraufum á þaki.

Rosserk

Rosserk Abbey, Írland

Rosserk Abbey

Við förum aftur til baka inn á N15 og höldum áfram suður, um Bundoran og Sligo, og beygjum nokkuð fyrir sunnan Sligo til hægri út á N59 til Ballina. Þaðan getum við farið sama veg beint til Castlebar eða tekið fyrst krók til hægri eftir R314 út að afleggjara til hægri til Rosserk Abbey.
Rústir Fransiskusar-klaustursins Rosserk Abbey frá miðri 15. öld eru tiltölulega vel varðveittar, þótt það hafi verið brennt á 16. öld, þegar Englendingar stökktu munklífi á brott. Ýmsar upprunalegar skreytingar sjást enn á vesturdyrum, austurglugga og suðurþverskipi.

Þetta afskekkta hérað heitir Mayo, þekkt fyrir fábreytilegt mýrlendi og strjála byggð til sveita og sandstrendur og klettahöfða til sjávar.

Næstu skref