17. Marokkó – Sahara – Ben-Haddou

Borgarrölt
Atlas Ait Benheddon 4

Ksar of Ait-Ben-Haddou, fræg virkisborg úr kvikmyndum

Sahara

Vinsælt er að fara í ferðir frá Marrakech yfir Atlasfjöll inn í Sahara. Vegalengdin frá Marrakech til Ouarzazate er 200 km. Farið er um Tizi n’Tichka, leið N9, hæsta fjallaskarð Norður-Afríku í 2260 metra hæð. Fleiri leiðir eru yfir fjöllin, en þessi er í senn á góðum vegi og með góðu útsýni. Vegurinn var lagður af franska hernum. Handan skarðsins byrjar Sahara.

Ksar of Ait-Ben-Haddou

Við tökum 9 km krókinn til Ksar of Ait-Ben-Haddou

Þetta er hefðbundinn virkisbær úr sólbrenndum leir á jaðri Sahara, á heimsminjaskrá Unesco, oft notaður í kvikmyndum, svo sem í Lawrence of Arabia. Við innganginn er kaffihús með góðu útsýni yfir bæinn.

Næstu skref