16. Persía – Isfahan – Naghsh-e-Jahan

Borgarrölt
Imam square 1, Esfahan

Naghsh-e-Jahan (Imam) torgið

Isfahan

Isfahan hefur öldum saman verið ein stærsta borg Persíu, tvisvar höfuðborg landsins og stundum verið ein af stærstu borgum heims. Margir kaupmenn gistu í Isfahan á silkiveginum til Kína.

Þökk sé áveitum er þessi borg í eyðimörkinni eins og skógur, með röðum trjáa við gangstéttar beggja vegna gatna. Zāyande fljótið gaf borginni áður líf, en nú er farvegurinn oftast þurr. Einnig eru þarna margir garðar, þar á meðal eitt af stærstu torgum heims, Naghsh-e-Jahan.

IMG_0507

Naghsh-e-Jahan (Imam) torgið

Naghsh-e-Jahan (Imam) torgið

Þetta torg var lagt um 1600, á valdaskeiði Safavída, rúmlega hálfur kílómetri að lengd og 160 metra breitt. Helztu mannvirki við torgið eru frá sama tíma, Masjed-e-Shah moskan að sunnanverðu, Ali Qapu höllin að vestanverðu, Sheikh Lotf Allah moskan að austanverðu og Qeisarieh hliðið að Stóra bazarnun að norðanverðu. Torgið er á heimsminjaskrá Unesco.

Næstu skref