16. Midtown – Greenacre Park

Borgarrölt

Greenacre Park, New York

Greenacre Park

Við eigum þess líka kost að ljúka ferðinni á annan hátt. Þá beygjum við til hægri eftir 57th Street og göngum suður 3rd Avenue. Þegar við komum að 51st Street, beygjum við til vinstri. 

Þar vinstra megin götunnar er garðurinn Greenacre Park, örlítill að flatarmáli eins og áðurnefndur Paley Park. Þar getum við hvílst á stólum við lítil borð innan um tré og með notalegan foss að bakgrunni. Rennandi vatnið drekkir umferðarhávaðanum í kring.

Roosevelt Island

Loks eigum við þess kost að ganga 57th Street alla leið vestur að 2nd Avenue og beygja þar til vinstri. Við 60th Street komum við að endastöð Roosevelt Island Tramway, opnaður 1976.

Gaman er að skreppa með skartlitum loftvíravögnum yfir vesturkvísl East River og njóta útsýnisins. Athugið að hafa með ykkur farseðil neðanjarðarlestakerfisins, því að miðar eru ekki seldir á þessari stöð.

Ferðin út í Roosevelt Island, sem er eyja í miðri East River, tekur aðeins fjórar mínútur. Þar í eyjunni hefur verið skipulagt nýtízku íbúðahverfi án bílaumferðar. Af bökkum eyjarinnar er gott útsýni til miðbæjarins.

Þar með lýkur göngum okkar um Manhattan, nafla alheimsins.

Góða ferð!