15. Istanbul – Múr Þeódósíusar

Borgarrölt

IMG_0102

Múr Þeódósíusar

Við skiljum við Istanbul með skutli í taxa út að borgarmúr Þeódósíusar og meðfram honum. Hann var reistur 412-422 og varði borgina fyrir innrásum í þúsund ár. Þetta er risavaxið og flókið mannvirki með tveimur múrveggjum með stríðsvagnavegi á milli. Á múrnum eru 11 borgarhlið og 192 turnar.

Múrinn stóðst atlögur Araba, Búlgara, Rússa og Tyrkja. Þegar Feneyingar og krossfarar unnu borgina 1202, komu þeir beint af hafi og klifu ekki landmúrinn. Tyrkir unnu borgina 1452 og klifu ekki heldur múrinn, heldur komust inn um eitt borgarhlið með brögðum.

Múrinn hefur verið lagfærður á köflum í sitt gamla form og ögrar enn öllum aðkomuherjum, sem kynnu að hafa illt í hyggju.

Nú víkur sögunni að landsbyggðinni í Tyrklandi. Við tökum flug til höfuðborgarinnar Ankara og síðan bíl um Kappadókíu í miðju landi og endum síðan á fornum Grikkjaslóðum við vesturströndina. Við förum frá Evrópu til Asíu.

Næstu skref