12. Marokkó – Marrakech

Borgarrölt
Marrakesh La Mamounia hótel Útsýni

Horft frá hótelinu La Mamounia, leitið að og finnið íslenzka fánann við innkeyrsluna á miðri mynd

Marrakech

Það er löng 390 km leið frá Fez til Marrakech. Borgin liggur miklu sunnar en aðrar konungsborgir Marokkó. Borgin er nálægt rótum Atlas fjallgarðsins og Sahara handan hans.

Borgin skiptist í tvennt, hina fornu borg og hina yngri frönsku borg. Þegar Frakkar réðu þarna ríkjum, vildu þeir ekki spilla hinni sérstæðu borg, heldur byggðu við hlið hennar aðra borg, Gueliz, með breiðstrætum í frönskum stíl.

Næstu skref