Valencia catedral (Seu) til hægri, yfir henni turninn Micalet, Nuestra Señora de los Desamparados til vinstri, Puerta de los Apóstoles í forgrunni
-
Micalet
Þekktasti hluti dómkirkjunnar í Valencia er Micalet, áttstrendur turn í gotneskum stíl, einkennistákn borgarinnar, byggður um aldamótin 1400. Úr honum er gott útsýni yfir borgina og héraðið í kring.
Sjálf er kirkjan, Seu, frá ýmsum tímum, elztu hlutar frá síðari hluta 13. aldar, reistir í rómönskum stíl, þar á meðal suðurvirkið. Norðurvirkið er hins vegar gotneskt.
Við þær kirkjudyr, Puerta de los Apóstoles, eru enn haldin vatns-dómþing (tribunal de las aguas) á hverjum fimmtudagsmorgni kl.10, þar sem kviðdómur bænda úrskurðar, eftir munnlegan málflutning, í ágreiningsmálum vegna áveituréttinda appelsínubænda. Úrskurði verður ekki áfrýjað.
Vinstra megin við dómkirkjuna er önnur kirkja, Nuestra Señora de los Desamparados.