A. Amsterdam

Amsterdam, Borgarrölt
Síkishús

Síkishús

17. aldar safn

Miðborg Amsterdam er stærsta safn heims, einstæð vin þúsunda húsa og hundraða brúa frá sautjándu öld, blómaskeiði siglinga og kaupsýslu Hollendinga. Um 7.000 hús í miðborginni hafa beinlínis verið friðuð, svo að sautjánda öldin megi varðveitast um ókomna framtíð.

Kílómetra eftir kílómetra rýfur ekkert samræmið í mjóum húsgöflum, fagursveigðum síkisbrúm og laufskrýddum trjám. Borgarsíkin eru lengri en í Feneyjum og mynda svigrúm og andrúm í annars þröngt byggðri borg. Hið eina, sem truflar myndina, er‚ eru bílarnir, sem komast vart leiðar sinnar.

Síkin eru nú orðið lítið notuð, nema fyrir útsýnisbáta ferðamanna. Hjólhesturinn og fætur postulanna eru samgöngutækin, sem henta borginni. Vegalengdirnar eru raunar svo stuttar, að á annatíma er oft fljótlegra að ganga milli staða en að aka stóran krók einstefnugatna.

Næstu skref