0739 Skemmtilegt jafnvægi

0739

Blaðamennska
Skemmtilegt jafnvægi
Bill Kovach og Tom Rosenstiel,
The Elements of Journalism,2001

7.
Blaðamennska reynir að
gera það mikilvæga
áhugavert og viðeigandi.
(Ekki þó Infotainment)
(Má vera skemmtileg)

Það að segja sögu og stunda blaðamennsku er engin andstæða, heldur tvær hliðar sama máls. Blaðamennska felur í sér að segja sanna sögu í þeim tilgangi að færa notendum fjölmiðilsins, almenningi, upplýsingar, sem hann þarf á að halda.

Í fyrsta lagi þarf að finna þessar upplýsingar og fá þær staðfestar. Í öðru lagi þarf að birta fólki þetta á viðeigandi og áhugaverðan hátt. Í þriðja lagi þarf blaðamaðurinn að átta sig á, að oft er enn ekki öll sagan sögð.

Rannsókn á 22 kápusíðum Newsweek leiddi í ljós, að einungis ein fjallaði um alþjóðamál, tvær um stjórnmál. Sautján af þeim fjölluðu um skemmtiblandin mál á borð við fólk í skemmtibransanum, kynlíf eða um persónulegar uppljóstranir.

Þetta er mikil breyting. Hún hefur samt ekki leitt til aukins lestrar eða aukins áhorfs. Athyglisvert er að blaðastríðin á sjötta áratug síðustu aldar leiddu ekki til sigurs útbreiddra smábrotsblaða, heldur breiðsíðublaðanna. Getur infotainment keppt við entertainment?

Mikið framboð á hégóma og skemmtun dregur úr áhuga notenda á öðru efni. Fimm af sjö ástæðum fyrir því að fólk hættir að horfa á sjónvarp snúast um, að þar sé lítið efni. Hinar tvær snúast um að fólk var ekki heima eða of önnum kafið.

Nútimavandi fjölmiðlunar:
Vantar persónur, fólk.
Tíminn er frosinn í “gær”.
Ei miðað við fjölbreytni notenda.
Fréttir eru samtal innvígðra.
Lítið samspil af smáu og stóru.
Sagnalist frýs í formúlum.
Gömlu efni er hlaðið á vefinn.

Gamla reglan hljómar: hver (gerði, sagði) hvað, hvar, hvenær, hvernig, hvers vegna og hvað svo. Nýja reglan hljómar: A person did the plot in a scene or setting with this narrative with these results and that forecast into the future.

Persónur eða karakterar eru lykillinn að því að draga fólk inn í sögur. Einnig þarf að finna falið efni í sögunum, eitthvað sem er minnisstætt og ekta. Við þurfum að líta á hverja sögu sem sjálfstæða og skrifa ekki eftir formúlu.

Allar þessar sögur þurfa að lúta lögmálum nákvæmni og sannleika. Hvað sem gert er til að gera sögu heillandi, þá má ekki gleyma að muna eftir því mikilvægasta: Að sagan sé sönn. Án þess er öll vinnan við söguna fyrir gýg. Ekki er vont, að sönn saga sé heillandi.

8.
Blaðamennska er víðtæk
og í réttum hlutföllum.
(Minnihlutahópar)

Blaðamennska, sem lítur framhjá mörgum mikilvægum fréttum, er eins og kort, sem sýnir fólki ekki alla aðra vegi á svæðinu. Við þurfum að segja frá landakorti friðar í miðausturlöndum, ekki frá vegvísi til friðar.

Er forsíðan eða inngangur fréttanna með blöndu af því, sem margir notendur munu telja áhugavert eða mikilvægt? Getum við séð allt samfélagið speglast í fréttunum. Getur sérhver séð sjálfan sig? Tími og rúm takmarka möguleikana.

Dagblöðin hafa búið til landakort sumra hverfa í samfélaginu og ekki annarra.
Þeir, sem ekki hafa getað notað kortið til að ferðast um í sínu hverfi, hafa hafnað dagblaðinu. Þetta eru dæmi um, að fjölmiðlar sjá ekki alla heildina.

Sjónvarpskeðjur hafa fært sig frá fréttaflutningi yfir í efnismeðferð, sem ekki er byggð á blaðamennsku í hefðbundnum skilningi. Í stað blaðamanna koma fyrrverandi stjórnmálamenn, sem velta vöngum yfir, hvað gæti verið að gerast.

Þegar blaðamennska er sett fram sem skemmtun, Infotainment, er oft reynt að láta söguna líta út eins og leyndarmál, sem blaðamaðurinn ljóstri upp (Walters-Lewinsky). Úr þessu verður samspil milli fréttar og skemmtunar, sem flækir blaðamennskuna.

Meðan sjónvarpskeðjur hafa fært sig frá fréttaflutningi hafa skemmtideildir sjónvarps flutt sig að fréttum, til dæmis með Reality þáttum, þar sem gefið er í skyn, að verið sé að segja veruleikann og á sama tíma búinn til líkan af veruleika.

Rannsóknir sýna, að fólk er ekki að horfa á sjónvarpsfréttir, þótt þær séu í gangi. Það er að lesa blöð og kíkja á sjónvarpið, þegar það heyrir eitthvað, sem það telur skipta sig máli. Því er misráðið í sjónvarpi að byggja bara á myndefni.

Svonefndir Teasers eru misráðnir. Fólk bíður ekki. Það lætur ekki segja sér að bíða eftir veðurfréttum í sjö mínútur. Það skiptir bara um stöð. Betra er að segja veðurfréttir jafnóðum og segja þá lykilfréttir hvers tíma.

Sjá nánar:
Bill Kovach og Tom Rosenstiel,
The Elements of Journalism,2001