0728 Ritstjórar hafa orðið II

0728

Ritstjórn
Ritstjórar hafa orðið II
Michael Robert Evans, The Layers of Magazine Editing, 2004

Craig Cox, ritstjóri Utne Reader: Við fylgjumst með lausasölu, endurnýjunum áskrifta, umsögnum í fagritum. Og við hlustum hvert á annað í gagnrýni á hvert tölublað.

Bonnie Leman, ritstjóri Quilter’s: Þú ættir að gagnrýna öll tímarit á þínu sviði til að sannfærast um, að þitt blað sé samkeppnishæft. Þú ættir að fylgjast með eins mörgum blöðum og þú getur og vita um stíl, form, gröf og efni hvers tíma.

Amy Ulrich, ritstjóri Sail Magazine: “Lesendur kjósa með veskinu. Lausasala og endurnýjun áskrifta, ásamt markaðshlutdeild gefa nokkuð góða mynd af viðtökum blaðsins hjá fólki, sem hefur áhuga á að lesa um siglingar.”

Jean LemMon, ritstjóri Better Homes and Gardens: Þú veist, að þú stendur þig, þegar áskrifendum fjölgar og þegar viðbörgð eru góð við lausum kúponum. Þetta bendir til, að lesandi hafi notað tölublaðið og honum geðjist nógu vel að því.

Susan Ungaro, ritstjóri Family Circle: Við notum póst frá lesendum, fókushópa, könnunarstofnun og hóp 1000 sjálfboðaliða, sem vilja fylla út 100 blaðsíðna spurningalista tvisvar á ári.

Matthew Carolan, ritstjóri National Review: Við fylgjumst með viðbrögðum stjórnvalda og fjölmiðla. Við fylgjumst með fjölda áskrifenda. Við fylgjumst með fjölda lesendabréfa.

Edward Kosner, ritstjóri Esquire: Eru endurnýjanir eru góðar?
Jill Benz, lesendastjóri Ladies’ Home Journal: Lausasala og endurnýjanir.
Frances Huffman, ritstjóri U: Svörun. Viðbrögð nemenda í blaðamennsku.

David J. Eicher, ritstjóri Astronomy: Þegar svörun er góð, áskriftir aukast.
Beth Renaud, ritstjóri National Gardening: Sölutölur, lesendabréf, kannanir.
John H. Johnson, ritstjóri Ebony: Bréf og símtöl. Sölutölur.

Roanne P. Goldfein, ritstjóri American Indian Art Magazine: Við höfum staðið okkur, ef greinarnar hafa meiri sannleika en innantómar alhæfingar, ef við höfum sloppið við pólitíska eða viðskiptalega hlutdrægni, ef sannreynsla er mikil.

Goldfein áfram: Útgefandinn hefur mestan áhuga á áskrifendafjöldanum. Ég mæli árangurinn í sannleika í hverju tölublaði og í því, hvort hvert efni er vel sett fram eða ekki.

Bonnie Leman, ritstjóri Quilter’s: Fylgjumst með viðbrögðum lesenda. Höfum árlega lesendakönnun. Fylgjumst með endurnýjun áskrifta, þær eru hreinasta mælingin.

Tom Slayton, ritstjóri Vermont Life: Endurnýjanir séu yfir 70%. Fókushópar. Verðlaun í gæðasamkeppni.

Ritstjórinn hugsar: “Þessi Bonnie Penn hefur gert góða hluti fyrir okkur. Mér líkar stíllinn og hún er þægileg í símanum. Hún talaði um áhuga sinn á starfi í framtíðinni. Það er best, að ég hringi í hana.”

Jon Wilson, ritstjóri Wooden Boat: Tímarit eru svo áhrifamikil. Þú getur haft svo mikil áhrif á hugsanagang fólks, þótt þú getir ekki stýrt honum. Þú getur séð litlar hugmyndir vaxa í krafti hins ritaða máls. Og þetta er spennandi starf.

Wilson áfram: Það er ekki mikill glaumur í þessu, en dálítið af heiðri, ef stefnan er árangursrík. Og það geta verið sæmilegir peningar fyrir hæfa og reynda menn, sem leggja að sér.

Margot Slade, ritstjóri Consumer Reports: Þú verður að elska það, sem þú ert að gera, því að vinnumarkaðurinn er ekkert frábær. Þú ert hér, af því að þú ert sannfærður um, að fólk þurfi upplýsingar til að geta tekið ákvarðanir í lífinu.

Steve Spence, ritstjóri Car and Driver: “Fókusinn er skýr. Við prófum bíla. Við erum stærsta bílablað í heimi, af því að við erum heiðarlegri en aðrir í skoðunum og kunnum betur að setja þær fram. Við efumst ekki um fókusinn. Við vitum.”

Ed Holm, ritstjóri American History: Mikilvægasta hlutverk ritstjórans er að halda öllu í fókus, vinna með höfundum og starfsmönnum og hönnunarstjóra að samþættingu orða, mynda og hönnunar, sem sameinast þannig, að hvað styðji annað.

John Hamilton, ritstjóri Sierra: Við hittumst uppi í sveit tvisvar á ári og höldum einnig vikulega fundi. Ritstjórarnir eiga að fylgjast með í sínu fagi með því að lesa, nota síma og ferðast. Við tölum mikið saman um hvert tölublað.

Cheryl England, ritstjóri Mac-Addict: Við erum opinská, alltaf endalaust hjálpsöm, með nákvæmum leiðbeiningum um, hvernig megi nota makka í sniðuga hluti. Við ráðum blaðamenn eftir makkaást þeirra ekki síður en eftir reynslu þeirra.

Peggy S. Person, ritstjóri Mature Outlook: “Við fylgjumst stöðugt með samkeppni. Reynum að átta okkur á því, sem greinir okkar efni frá efni annarra og leggja áherslu á það, svo að við verðum ekki eftirmynd annarra tímarita fyrir aldraða.”

Cheryl England, ritstjóri MacAddict: Við höfum þann fókus að vera handvirkur leiðbeinandi fyrir áhugamenn um makkann. Minnst 70% efnisins verða að fela í sér leiðbeiningar skref fyrir skref eða ráðleggingar um innkaup, skiljanlegar fólki.

Sjá nánar: Michael Robert Evans, The Layers of Magazine Editing, 2004