0724 Beinagrind greina

0724

Ritstjórn
Beinagrind greina
Michael Robert Evans, The Layers of Magazine Editing, 2004

Nú kemur að skoðun stoðkerfis greinarinnar. Þú skoðar beinagrindina og fullvissar þig um, að allt hangi rétt saman. Þú lítur á megingerðina, upphafið, endann, án þess að krota neitt í handritið. Af þessu er megingerðin erfiðust viðureignar.

Góð beinagrind:
1. Veitir lesendum upplýsingar, þegar þeir þurfa þær.
2. Veitir upplýsingar á náttúrulegan hátt.
3. Gefur greininni samheldni og öryggi.

4. Sýnir afstöðu staðreynda, persóna og atburða.
5. Byggir upp spennu og kemur á óvart.
6. Gefur greininni rökréttan og eðlilegan enda.

Michael Bawaya, ritstjóri American Archaeology: Vel skipulögð grein flæðir eðlilega milli atriða og fer yfir öll atriði. Ég legg áherslu á flæðið milli atriða, margir höfundar eiga erfitt með það. Áhersluatriði mega ekki týnast.

Þegar markvissa beinagrind vantar, freistast höfundurinn oft til að skrifa textann í þeirri röð, sem hann fékk upplýsingarnar. eða til að skrifa hann í þeirri röð, sem honum datt hann í hug. Hvorugt dugar.

Grein á ekki að gefa upplýsingar á klossaðan og tilviljanakenndan hátt, heldur láta þær flæða eðlilega í textanum. Lesendur mega slaka á og njóta ferðarinnar. Þeir skilja, hvar þeir eru, og vita, á hvaða leið þeir eru.

Í brotinni frásögn kemur allt á óvart. Hvers vegna segirðu þetta? Hver er þessi maður? Hvað er að gerast hér? Greinin á að enda sterkt. Beinagrind greinar er það, sem skilur milli áhugamanns og atvinnumanns í skrifum.

Góðir ritstjórar gefa sér tíma til að velta fyrir sér beinagrindinni. Er hún skýr? Örugg með sig? Sterk? Hreyfir hún söguna fram eftir vegi? Vill ég halda áfram að lesa? Er eitthvað pirrandi, eitthvað óviðkomandi? Vantar upplýsingu?

1. Virkar greinin löng, þótt hún sé það ekki?
2. Ruglar greinin okkur í ríminu.
3. Finnst okkur greinin enda aftur og aftur eða aldrei.

Þú getur gefið höfundi forskrift að beinagrind:
1. Tímaröð. Algengust og auðveldust. Hentar frásögn.
2. Skref fyrir skref. “How to do” greinar.

3. Öfugi píramídinn. Hefðbundinn dagblaðastíll.
4. Frá almennu til sértæks. Súmmað inn.
5. Frá sértæku til almenns. Súmmað út.

6. Landafræði. Frá einum stað til annars.
7. Rammi. Byrjað á örsögu, hún frosin og síðan afþýdd í endann.
8. Mæna. Fylgt beinni línu, en farið í útúrdúra.

9. e-aðferðin. Byrjað er á örsögu. Síðan kemur samhengi og bakgrunnur, sem skýra örsöguna. Þar á eftir koma upplýsingar um málefnið.

Ef þú getur ekki lýst beinagrind sögu, er ekki víst, að hún hafi beinagrind, og þú getur lent í vanda. Talaðu um málið við höfundinn og leyfðu honum að leysa vandann.

Augað færir okkur fyrst að myndunum, síðan myndatextunum og í þriðja lagi að fyrirsögnunum. Í fjórða lagi kemur röðin að innganginum, sem hefur það meginhlutverk að fá lesandann til að halda áfram.

Hlutverk inngangs:
1. Selur greinina.
2. Kynnir málið.
3. Setur tóninn.
4. Setur upp þægilega yfirfærslu frá einum punkti til annars.

Tegundir inngangs:
1. Örsaga.
2. Auðug lýsing.
3. Spenna eða ráðgáta.
4. Gamansemi.

5. Áhugaverð persóna.
6. Þá og nú.
7. Kemur á óvart.
8. Tilvitnun.
9. Listi.

Hættur:
Spennan er leyst.
Lesandinn er blekktur.
Óþarfa “sex & violence”.
Of miklu er lofað.
Gamalþreyttar aðferðir.

“The nut graf” er “nutshell paragraph”, sem segir kjarna málsins. Hver gerði hvað, hvenær, hvar, hvernig, hvers vegna og hvað svo. Venjulega kemur þessi kjarni málsins beint eftir innganginn.

Endirinn:
1. Lokun málsins.
2. Samantekt þess.
3. Mikilvægi þess.
4. Minnishjálp.
5. Tónn, persóna, stíll.

Endirinn tekur saman alla greinina, ekki bara síðasta punktinn. Endirinn er valdamiðstöð greinarinnar. Lesendur muna hann best. Höfundar mega ekki eyða þeim krafti á linan og óvirkan endi.

Sjá nánar: Michael Robert Evans, The Layers of Magazine Editing, 2004