0733 Leiðaraefni

0733

Ritstjórn
Leiðaraefni
Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004

Stjórnvöld eru helsta umræðuefni leiðarahöfunda. Minna er skrifað um ópólitísk mál. Höfundum finnst þau sumpart of erfið eða of létt eða kannski ekki nógu alvarleg.

Leiðarahöfundar forðast þetta:
* Efnahagsmál
* Lögfræði
* Alþjóðamál
* Menning
* Læknisfræði og heilsa
* Trúmál
* Íþróttir

Efnahagsmál:
Þau eru talin leiðigjörn og full af tölum. En þau varða líf fólks. Og margir eiga afkomu sína undir sveiflum efnahagslífs.
* Skrifaðu á máli, sem fólk skilur.
* Fáðu þér trausta ráðgjafa, hafðu þá klára fyrirfram.

Tungumál, sem fólk skilur:
Leiðarar eiga að skýra og túlka, ekki spila opinbera rullu. Þeir eiga að segja, hvernig hagfræði snertir fólk. Einbeittu þér að einu máli í einu, forðastu hliðarspor. Settu tölur í töflu/graf til hliðar og rúnnaðu tölur í textanum.

Lögfræði:
Umræða um lögfræði getur orðið svo flókin, að lesendur hætta að reyna að skilja hana. Hafðu vasaorðabók um lögfræðimál við hendina, þegar þú skrifar.

Alþjóðamál:
Einna minnst lesna efnið. Einstaka mál grípa hug fólks. Skrifaðu um fólk í öðrum löndum eins og um fólk. Tengdu erlend mál við innlendan vinkil.

Listir og menning:
Lestur á slíku efni er lítill. Oft vantar rannsóknir, gagnaöflun.

Læknisfræði og heilsa:
Menn þurfa að hafa þekkingu á málinu og skilja ýmis sjónarmið.

Trúarbrögð:
Trúarhópar eru orðnir pólitískt virkir.
Sport:
Íþróttasíður hafa meiri skoðanir en áður. Það þrengir hlutverk leiðara.

Niðurstöður:
Ekki er erfitt að skrifa um þessa málaflokka, ef þú vinnur heimavinnuna, veist hvað þú ert að skrifa um, og skrifar á þann hátt, að lesendur geta skilið það, sem þú ert að skrifa um.

Minning:
De mortuis nil nisi bonum. Gott fyrir minningarræður, en á ekki heima í minningargreinum. Óverðskuldað lof er ekkert lof. Finndu sértækt atriði, sem einkenndi manninn og gerir hann mannlegan. Útskýrðu lofið.

Staðarstolt:
Ekki bara froða. Af hverju viltu búa hérna. Samanburður við aðra.
Uppáhald:
Þegar þér dettur ekkert í hug. Laun alþingismanna. Varaðu þig á alhæfingum.

Skyldurækni:
Jólin, 17. júní, kvennadagurinn. Þú ert búinn að segja allt áður. Það er ögrun að finna nýjar hliðar. Reyndu fyrst að komast undan. Ef ekki, þá gerðu það vel.

Gaman og háð:
Fá dæmi eru um gaman í leiðurum og það gaman er ekki skemmtilegt. Ef þú birtir háð í leiðara, er líklegt, að einhver nái því ekki, misskilji það. Sumir taka það alvarlega. Það skapar vanda, sérstaklega háðið.

Niðurstaða:
Lesendur leiðarasíðu eiga skilið hvíld frá hefðbundnum stjórnmálum og stóratburðum. Höfundar geta leitað víðar fanga, til dæmis í vísindum og auðlindum, í persónulegum skrifum eða gamansömum.

Undirritaðar greinar:
Útgefendur eru fúsari en áður að leyfa starfsmönnum að skrifa undirritaðar skoðanir. Þetta geta verið fréttaskýringar, almennar skoðanir eða fjölmiðlarýni. Oft eru þessar greinar í 1. persónu og óformlegri en leiðarar.

Fréttaskýringar fela í sér skoðanir höfundar, eru oft lengri en leiðarar, en megináhersla þeirra er á að veita upplýsingar og innsæi, svo og að fitja upp á spurningum.
Umbar skrifa oft fjölmiðlarýni.

Kjallaragreinar:
Æ fleiri dagblöð ráða eigin kjallarahöfunda til viðbótar hinum aðkeyptu.
Einkenni kjallara:
* 1. persóna.
* Sagnalist (narrative).
* Upphafsdæmi kemur á óvart.

* Beinar tilvitnanir.
* Samtal.
* Staðbundinn sjónarhóll.
* Er ekki leiðari. Minni rannsókn.
* Oft á fréttasíðum.
* Persónuleiki höfundar.
* Óútreiknanlegur, kemur á óvart.

Umsagnir, rýni:
Leiðarasíðuhöfundar skrifa oft bókarýni. Markmiðið er að segja ekki bara gott/vont, heldur útskýra það. “Blurb” um bíómyndir koma sjaldan í blöðum, oftar í sjónvarpi.

Rýnir þarf að hafa í huga bakgrunn og þekkingu lesenda og fagmennsku listamanna. Hann lýsir fyrst verkinu. Eða byrjar á óvæntu mati. Ekki þykjast vita meira en þú gerir. Rýni á að virðast vera sanngjörn og rökrétt, frekar en niðursallandi.

Bíó- og leikhúsrýnar hafa yfirleitt ekki sérþekkingu. Lesendur vilja einkum vita, um hvað málið snýst. Þeir vilja stutta lýsingu á þræðinum. Mikilvægt er fyrir rýni að byggja upp orðspor.

Hljómleikarýni er að því leyti öðruvísi, að atburðurinn er liðinn. Áheyrendur vilja bera sig saman við rýnina og hinir vilja hrósa happi eða gráta yfir að hafa ekki verið þar. Þessir rýnar þurfa að vita töluvert, t.d. um hljóðfæri.

Veitingarýni er sum byggð á heimsóknum í samráði við veitingahús, þar sem rýnir borgar ekki. Meiri alvara er í rýni, þar sem rýnir kemur óvænt í veitingahúsið. Meiri líkur eru á, að reynsla hans fari saman við reynslu almennings.

Sjá nánar: Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004