0702 Stjórnun II

0702

Ritstjórn
Stjórnun II
Poynter Institute Series: Leadership: Personal & Powerful, 2003
Poynter Institute: Essential Skills & Values, 2002

Til athugunar fyrir yfirmenn:
* Hvað veistu um væntingar starfsmanna?
* Skilurðu eitthvað af þér eftir fyrir utan dyr, þegar þú kemur?
* Skilurðu möguleikana, sem fylgja misjöfnum aðferðum starfsmanna, neti eða línu?

Horfðu yfir fréttastofuna. Vantar þar fjölbreytni? Eru konur þar eða minnihlutahópar? Mun nýliðum líða vel þar? Endurspeglar ritstjórnin fjölbreytni samfélagsins. Mun hún hjálpa til, þegar þú ræður nýliða, sem eru aðeins til “í einu eintaki”.

Hvernig fer um homma og lesbíur á ritstjórninni? Nýtur fólkið sannmælis og jafnréttis? Hvernig orð eru notuð á ritstjórn? Hvað telst vera fyndni þar? Láttu alla vita, að þú metir fjölbreytni. Hafðu samráð við hagsmunaaðila. Gefðu kost á þjálfun í umgengni.

* Stjórn á skrifstofu er list.
* Vertu viss um smáatriðin.
* Hreinsaðu misskilning strax.
* Sjáðu fyrir þarfirnar.
* Segðu frá því skemmtilega.
* Láttu ekki misskilja þig.
* Segðu vondu og góðu fréttirnar.
* Haltu tímaáætlun.
* Spurðu.

Það fer í taugarnar á mörgum, sem þurfa að annast fullt af starfsfólki að þurfa líka að verja tíma daglega í yfirmann sinn. En það samband er afar mikilvægt.

* Áttaðu þig á vinnudegi hans.
* Talaðu þannig, að hann skilji.
* Vertu viss um markmið hans.
* Gættu vel hagsmuna ritstjórnar.
* Byggðu upp traust.
* Sjáðu fyrir þarfir hans.
* Vertu jákvætt ósammála.
* Passaðu upp á fjárveitingarnar.

Hluti af starfi yfirmanns er að vera fyrirmynd, meistarinn.
* Hann hjálpar fólki, þjálfar það.
* Hann gefur sér tíma fyrir fólk.
* Hann hlustar og hlustar.
* Hann er heiðarlegur.
* Hann ræðir málin.
* Hann boðar váleg tíðindi.

* Ertu tilbúinn að hætta að vera leikmaður, jafnvel stjörnuleikmaður og verða þjálfari?
* Líður þér eins vel með vald stjórnunartitils og þér leið sem viðurkenndum starfsmanni?
* Hefurðu áhuga á stóru línunum, allri starfsemi fréttastofnunarinnar

* Sérð þú fyrir þér að hafa mesta ánægju af velgengni annarra?
* Nærðu góðu sambandi við fólk og ertu fús að veita viðbrögð?
* Hefurðu metnað og markmið um, hvernig hópurinn batni?
* Mundir þú njóta þess að byggja upp andrúmsloft á ritstjórninni?

* Ertu reiðubúinn að kanna, hvort skipulagið styður andrúmsloftið?
* Ertu reiðubúinn að stýra mannauði stofnunarinnar?
* Ertu trausts verður, þekktur fyrir að láta gerðir tala?
* Hefurðu orku í langan vinnudag og mikið taugastríð?

* Sérð þú fyrir þér að geta byggt upp jafnvægi milli starfs og lífs?
* Ertu tilbúinn að sætta þig við, að ekki öllum líki ákvarðanirnar?
* Hefurðu áhuga á að hlusta á fólk og bregðast við þörfum þess?
* Þykir þér vænt um samfélagið?
* Viltu bæta blaðamennsku?

* Skipandinn.
* Foreldrið.
* Liðsstjórinn.
* Þjálfarinn.
* Sérfræðingurinn.
* Vinur allra.
* Fjarstýrandinn.

Skipandinn:
* Trúir á valdið og skipuritið.
* Velur eða velur ekki samstarf.
* Ver ritstjórnina fyrir áreiti.
* Er góður undir þrýstingi.
* Veit, hvar ábyrgðin er.
* Getur framkallað ótta.

Foreldrið:
* Trúir á foreldravaldið.
* Lítur á starfslið sem unglinga.
* Dreifir ábyrgð til að kenna.
* Hefur áhuga á persónu fólks.
* Talar betur en hann hlustar.
* Gagnrýnir fyrir opnum tjöldum.
* Finnur til ábyrgðar á fólki.

Liðsstjórinn:
* Trúir á liðsheildina.
* Vill þroska fólk sem keppnislið.
* Hvetur til samstarfs.
* Rammar lof í heildarmyndinni.
* Áætlar og fylgist með, hlustar.
* Horfir á ferlið eins og vöruna.
* Yfirmáta bjartsýnn á gengi liðs.

Þjálfarinn:
* Vill liðsheild og einstaklinga.
* Þekkir plúsa og mínusa allra.
* Talar mikið við starfsmenn.
* Er þekktur sem góður hlustandi.
* Svarar með leiðandi spurningu.
* Pirrar þá, sem vilja skjót svör.
* Reynir að lyfta þeim lélegu.

Sérfræðingurinn.
* Telur sig vera sérfræðing.
* Heldur áfram á gólfinu.
* Vanrækir stjórnun.
* Kallaður til vegna sérþekkingar.
* Þarf að læra að þjálfa aðra.
* Þarf að fresta álitsgjöf.

Vinur allra:
* Telur, að allir eigi að vera vinir.
* Vill njóta virðingar og vináttu.
* Fer framhjá skipuritinu.
* Stundar félagslíf með fólkinu.
* Framkallar mikla tryggð fólks.
* Fær ekki að heyra sannleikann.
* Tekur sjálfur að sér uppvaskið.

Fjarstýrandinn:
* Lokar sig af.
* Gott samband við næstu þrep.
* Vill skrifleg samskipti.
* Gefur skriflegt mat.
* Lítur á sig sem herfræðing.
* Er vel skipulagður.
* Dreifir völdum niður á við.

Spurðu þessara spurninga:
* Hvað er mikilvægast?
* Hvað nota ég mikinn tíma í það?
* Hverju þarf ég að koma á aðra?
* Hverjir geta bætt á sig aukinni ábyrgð?

Reyndir blaðamenn respektera oft ekki nýjan og ungan yfirmann.
Gamlir fréttahundar vilja þetta:
* Að þú ögrir þeim.
* Að þú ræðir málin.
* Að fá að hjálpa nýliðum.
* Þeir óttast aldurinn.

Sjá nánar:
Poynter Institute Series: Leadership: Personal & Powerful, 2003
Poynter Institute: Essential Skills & Values, 2002