0706 Kennari II

0706

Ritstjórn
Kennari II
Foster Davis & Karen F. Dunlap
The Effective Editor, 2000

1. Einfaldar hversdagsfréttir:
Hver er lágmarkskrafan um frétt? Hún er skýr og laus við villur. Það er vit í henni. Hún er rétt. Tækni tungumálsins er í lagi. Hún spyr ekki spurninga, sem hún svarar ekki. Henni fylgja ekki lögfræðileg eða siðfræðileg vandamál.

Minnislisti hversdagsfrétta:
* Rétt.
* Skýr.
* Upplýsandi.
* Sanngjörn.
* Undirbyggð, grundvölluð
* Fókuseruð.
* Mikilvæg.
* Siðleg.

Af hverju vinnurðu með höfundum, sem ekki ná lágmarki?
* Misritanir. Stafa af leti.
* Mistilvitnanir, rangfærslur, klipptar tilvitnanir.
* Órökstuddar fullyrðingar.

2. Fullgerðar fréttir:
Þær hafa það umfram einfaldar fréttir, að þær eru læsilegar, þéttar, vel skipulagðar. Þær eru faglega unnar.

Minnislisti fullgerðra frétta:
* Skipulag.
* Þétting.
* Hugmyndaflug.
* Virkni.
* Kraftur.
* Vald á tungumálinu.

Þegar frétt er komin í 30 sekúndur eða 60 línur, er hætt við að notandinn gefist upp, nema hún sé skrifuð á grípandi, knýjandi hátt. Notendur hafa nóg annað að gera en að lesa þessa grein.

3. Knýjandi frétt:
Knýjandi frétt vex af óvenjulegu umræðuefni eða af óvenjulegri framsetningu. Það er fréttin, sem fólk talar um, þegar það hittist við kælda vatnið eða kaffivélina.

Minnislisti knýjandi fréttar:
* Nýbreytni.
* Hraði.
* Vald.
* Sagnalist.
* Samþætting.
* Innri gerð.
* Félagslegir þættir.

Í knýjandi frétt keyra smáatriðin söguna áfram. Hvert þeirra segir heila bók, gerir söguna litríka. Þau leyfa notendum að draga ályktanir. Finndu atriði, sem segja eitthvað um persónuna, staðinn eða aðstæðurnar. Settu allt í nótur. Veldu þau, sem segja söguna best.

Rétta sjónarhornið:
Það er sama og ferska hugmyndin. Það sér allt sem aðrir sjá, en nálgast það á nýjan hátt. Það er eins og að finna rétta andartakið og rétta sjónarhornið.

Kraftmiklar og voldugar sögur halda notendum föstum þar til yfir lýkur. Kraftmikil sögulok koma ekki úr afgöngum af upplýsingum. Höfundar þurfa áætlun um að segja eitthvað sérstakt í lokin. Þeir vita endann, þegar þeir semja upphafið.

1. Misst af meiningunni:
Um hvað er sagan? Hvar er fókusinn? Af hverju snertir hún ekki taug hjá okkur. Sumar sögur svara aldrei spurningunni: Um hvað er þessi saga?

2. Ofhleðsla:
Þótt sumir skrifi vel, skrifa þeir of lengi. Notendur þreytast. Þau eru örlög margra sagna, þær halda bara áfram. Sumir ofhlaða líka stíl í sögur, setja inn samlíkingar og orðtök. Segðu það, sem þú ætlar að segja, og hættu svo.

3. Ekki fylgt eftir:
Frásögnin stendur ekki undir fyrirsögn eða væntingum. Atriði eru áhugaverð, en þau hanga ekki saman. Fróðleg saga, en ekki knýjandi. Ekki þurfa allar sögur að vera knýjandi, en þá erum við að tala um nokkra málsliði.

Knýjandi sögur taka ekki meiri tíma en aðrar sögur. Það gengur ekki, að bara einn eða tveir blaðamenn á fréttastofunni geti skrifað knýjandi sögur. Það á að vera á valdi allra að gera slíkt. Láttu þá hæfu kenna hinum.

Kenna þarf starfsfólki að semja knýjandi fréttir. Magna þarf væntingar til starfsfólks. Hér koma nokkrar tillögur um, hvernig auka megi þroska þinn og annarra:

* Lestu mikið.
* Leitaðu hugmynda í bókum.
* Farðu á stórt námskeið árlega.
* Kenndu öðrum.
* Veldu þér braut og fylgdu henni.
* Skrifaðu reglubundið.
* Skrifaðu fyrir sjálfan þig.

Meira frá Roy Peter Clark:
* Lestu rödd.
* Lestu raddir.
* Lestu nákvæmni.
* Lestu göt.
* Lestu rusl.
* Lestu tungumálið.
* Lestu upplýsingar.

* Lestu reynslu.
* Lestu hæð.
* Lestu gerð.
* Lestu skírleika.
* Lestu yfirgrip.
* Lestu samræmi
* Lestu notendur.
* Lestu hvað sé innifalið.

* Lestu tilgang.
* Lestu afleiðingar.
* Lestu hreyfanleika.
* Lestu smáatriði.
* Lestu hraða.
* Lestu áherslu.
* Lestu samtal.
* Lestu tölur.
* Lestu lit.
* Lestu flæði.

Donald M. Murray, Write to Learn:
Þakkaðu, að sagnalist verður aldrei hægt að læra alveg. Hún lætur þig heyrast. Hún lætur þig reyna á hugann. Hún hreyfir við notendum. Sagnalist er leikur og hefur alltaf verið leikur.

Sjá nánar:
Foster Davis & Karen F. Dunlap
The Effective Editor, 2000