0731 Leiðarahöfundur II

0731

Ritstjórn
Leiðarahöfundur II
Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004

Sex atriði skipta mestu:
* Háskólapróf
* Framhaldsnám
* Lífsreynsla
* Lestur
* Menning
* Blaðamennska

Samkeppni hefur leitt til krafna um háskólapróf. Nám í blaðamennsku er viðurkennt. Þá eru 25% í blaðamennsku og 75% í öðrum greinum. Oft er meistaranám alls 4-5 ára og felur í sér hagfræði, listir, heilsufræði, lögfræði.

Sumir telja, að próf í blaðamennsku sé marklaust. Þeir segja, að menntun sé góð í öðrum greinum. Betra sé að fræðast um bókmenntir, sagnfræði, stjórnmálafræði, listfræði og hagfræði. Þriggja mánaða verklegt nám á fjölmiðli hjálpar í atvinnuleit.

Gott er fyrir leiðarahöfunda að hlaða batterí á námskeiði. Hvíldarár við háskóla eru mikilvæg. Vikunámskeið um ýmsa þætti skipta máli, um nýja og sveigjanlega hugsun, um nýja tækni, um siðfræði, samskipti við samfélagið. Helgarnámskeið eru í boði.

Við suma háskóla í Bandaríkjunum býðst leiðarahöfundum að vera gestaprófessorar í til dæmis eitt ár. Bókarhöfundur telur vera af því góða reynslu.

Leiðarahöfundur þarf að fara út af skrifstofunni. Það jafnast ekkert á við að hita fólk. Fílabeinsturninn er fallinn. Margir freistast til að skrifa leiðara á grundvelli þess, sem birst hefur í fréttum og í samræmi við leiðarahefðir. Þetta kemur ekki í stað samfélagsins.

Leiðarahöfundar efla traust sitt með því að sækja fundi stofnana og samtaka og með því að hitta fólki í hádegisverði, til dæmis andstæða málsaðila, hvorn í sínu lagi. Sum dagblöð bjóða fólki á fund leiðarahöfunda. Þeir þurfa líka að sýna sig í sölum Alþingis.

Veraldarvefurinn kemur ekki í stað persónulegra viðkynna. Leiðarahöfundur þurfa að rækta heimildir í ráðuneytum og embættum, í stjórnmálum. Þeir þurfa líka að hittast innbyrðis, til dæmis á hálfs dags námskeiðum.

Leiðarahöfundar lesa sjaldnast nógu mikið af fagurbókmenntum, svo sem sést af yfirborðslegri umfjöllun þeirra. Þeir eiga líka að lesa fréttablöð á pappír eða vefnum. Þeir eiga að sækjast eftir ýmsum sjónarhornum. Þeir eiga að nota Google og uppsláttarrit.

Ed Holm, ritstjóri American History: Þetta er lærdómur, sem aldrei endar. Alltaf er meira og meira að vita um málin í hverju eintaki, um hæfni í skrifum, ritstjórn, grafík, tölvutækni og prentun. Það gerir ritstjórn einstaklega spennandi.

Leiðarahöfundar þurfa að horfa á sjónvarp til þess að vita um, hvað almenningur sér og hugsar. Þeir þurfa líka að vita um eyðimörk útvarps og um kvikmyndir.

Ritstuldur:
Leiðararhöfundar reiða sig á aðgengilegar upplýsingar í fréttablöðum, tímaritum og vefnum. Gildi upplýsinganna fer eftir áreiðanleika miðilsins. Leiðarahöfundar þurfa að átta sig á eignarhaldi höfunda á orðalagi.

Niðurstaða:
Leiðarahöfundar færa með sér forvitni og gott minni. Ef atriði fara inn um annað eyrað og út um hitt, hefur tími þeirra farið til einskis. Þeir þurfa að muna atriði eða að minnsta kosti að muna, hvar þeir geti fundið þau aftur.

* Heppilegt háskólanám.
* Flestir punktar í öðrum greinum
* Hvaða miðlar henta best.
* Hvaða uppsláttarbækur.
* Hvaða bækur um stíl.
* Hvaða gagnabankar.

Með nafnleysi fluttust leiðarahöfundar inn í fílabeinsturn. Flestir lesendur vilja vita, hver skrifar leiðara, enda eru þeir í raun flestir eins manns verk. “Editorial transubstantiation” hefur sætt gagnrýni, sögð vera rugl, ekki kraftaverk. “Við” er sagt vera lygi.

Með nafnbirtingu:
* Nafnleysi leiðarahöfundar er bara einnar aldar gamalt.
* Allir höfundar ættu að undirrita.
* Það er sagt forða höfundi frá áreitni, sem hann á skilið.
* Það forðar frá vantrausti.
* Nafnleysi er litlaust, leiðinlegt.

Með nafnleysi:
* Flestir fjölmiðlar (70%) nota nafnleysi og þeim fjölgar.
* Endurspegla skoðanir útgefanda
* Búið er að breyta leiðaranum.
Með færslu fjölmiðla í “groups” hafa afskipti útgefenda af leiðurum minnkað.

Ritnefndir:
Sums staðar eru ritnefndir, stundum skipaðar að hluta fólki utan ritstjórnar. Að sumu leyti eru þær blekking. Flestir leiðarar eru skrifaðir af einni persónu.

Sátt í stöðunni:
Það dregur úr deilum um nafnleysi, að meira er um kjallara, merkta höfundi. Þeir gera leiðaraopnuna mannlegri og leyfa höfundi að hafa aðra skoðun en fjölmiðillinn. Stundum eru samhliða birtir kjallarar með og móti.

Fólk vinnur á tímaritum af því að það hefur trú á efni þeirra eða af því að það hefur trú á aðferðinni, list og vísindum fjölmiðlunar. Ef þér geðjast að hugmyndum og hugmyndum annarra, er tímaritið réttur staður fyrir þig.

Ritstjórastarf leyfir þér að hitta áhugavert fólk, leyfir þér að hitta frægt fólk. Sumt frægt fólk er jafnvel áhugavert. Það leyfir þér að ferðast, leyfir þér að sjá það, sem aðrir sjá ekki. Það leyfir þér að hugsa og fá borgað fyrir það.

Niðurstaða:
Frelsi leiðarahöfunda hefur aukist með stækkun fyrirtækja. Það er þjónusta við lesendur að segja, hver skrifar leiðara. Trúverðugleiki. Ef of mikið ósamkomulag er um skoðanir, eiga höfundar að fá sér aðra vinnu.

Sjá nánar: Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004