0736 Sannleikur og borgarar

0736

Blaðamennska
Sannleikurinn og borgararnir

1.
Skuldbinding blaðamennsku er fyrst og fremst við sannleikann,
(nákvæmnina?).

Sagan af MacNamara og Vietnam-stríðinu 1963, Pentagon-pappírarnir svokölluðu. 1971.
Krafan er fyrst og fremst um sannleika, hafa staðreyndirnar rétt skráðar. Blaðamenn eru sammála um, að þetta sé meginreglan. Þeir, sem flytja skoðanir eru sammála.

Gula pressan lagði ekki minni áherslu en aðrir á sannleikann. Joseph Pulitzer lagði mikla áherslu á, að æsifréttir, hneykslisfréttir, spennufréttir og fréttir af frægðarfólki skyldu þjóna meginreglunni: “Nákvæmni, nákvæmni, nákvæmni.”

Flestir blaðamenn líta niður á fjölmiðlafræði og kennslu í fjölmiðlafræði, jafnvel kennslu í blaðamennsku. Ted Koppel: “Blaðamannaskólar eru alger og eintóm tímaeyðsla.” Blaðamenn telja akademískar skilgreiningar á fjölmiðlun vera tilgangslitlar.

Við erum ekki að tala um algildan sannleika. Við erum að tala um nákvæmni. Sannleikann um staðreyndir. Við erum að tala um, að menn geri sitt besta við að leita staðreyndanna. Menn starfi í góðri trú og reyni að vanda sig. Það er merking sannleikans.

Orðið “nákvæmni” fjallar um vinnubrgöð, en orðið “sannleikur” fjallar um niðurstöðu. Fyrra orðið er of þröngt, síðara orðið er of vítt. Nákvæmni leiðir ekki alltaf til sannleika.

Notendur eiga að geta séð, þegar pressan hefur komist nálægt sannleikanum.
Það er þegar heimildir pressunnar eru traustar og nafngreindar.
Það er þegar rannsóknir pressunnar eru rækilegar og aðferðafræðin er gegnsæ.

Fyrsta frétt af atburði er erfiðust og um leið mikilvægust. Ef ríkisstjórnin fær þrjá daga án andmæla, getur hún búið til atburð og ákveðið, hvernig hann slær fólk. Heimildamenn eru orðnir valdameiri en sjálfir blaðamennirnir.

Sumir hafa lagt til, að stefnt verði að sanngirni og jafnvægi í stað sannleika. En þessi hugtök eru enn loðnari en sannleikurinn. Sanngjarnt gagnvart hverjum? Jafnvægi milli hverra? Það er þó hægt að staðfesta sannleikann.

Umræðusýningar í sjónvarpi eru í auknum mæli að leysa öflun upplýsinga af hólmi. Vinsælast er að menn séu á öndverðum meiði og hafi hátt. Vinnsla slíks efnis er afar ódýr í samanburði við raunverulega fréttaöflun. Viðmælendur blaðamanna hafa tekið völdin.

Nýjar tegundir blaðamennsku:
1. Rifrildisblaðamennska (Crossfire)
2. Staðfestingarblaðamennska (Fox)
3. Söfnunarblaðamennska (Google)

2.
Hollusta blaðamennsku er
við borgarana.
(Ekki við eigendur, bókhald, auglýsendur, vini, lesendur)

Sums staðar er farið að greiða blaðamönnum eftir fjárhagslegu gengi fyrirtækisins. Þar með er verið að gera þá að kaupsýslumönnum og breyta grundvallarviðhorfum til starfsins. Blaðamenn og borgarar þurfa að átta sig á þessu.

Fréttafólk er ekki eins og aðrir starfsmenn fyrirtækja eða samsteypna. Blaðamenn hafa félagslega ábyrgð, sem getur snúist gegn hagsmunum eigandans. 70% bandarískra blaðamanna lítur á notendur fjölmiðlanna sem yfirmenn sína.

Robert McCormick, eigandi Chicago Tribune, vildi ekki, að blaðamenn og auglýsingamenn notuðu sömu lyftu í húsinu. Henry Luce hjá Time sagðist krefjast aðskilnaðar ríkis (viðskiptadeildin) og kirkju (ritstjórnin).

Þessi veggur dugir ekki lengur. Enda eru notendur fjölmiðla, oft ranglega, sannfærðir um, að samband sé milli auglýsinga og efnis. Sú trú er án efa mikilvægur þáttur í vaxandi ótrú fólks á því sem þar stendur eða er sagt.

Los Angeles Times samdi við íþróttamiðstöð um fréttir. Skipaðar voru samstarfsnefndir blaðamanna og auglýsingafólks um fréttaval. Allt varð vitlaust í Bandaríkjunum. Langtímatraust fjölmiðilsins hafði verið selt í skiptum fyrir skammtímatekjur.

Almenningur telur, að aðrir fjölmiðlar geri það sama og Los Angeles Times. Allt innihald fjölmiðla er skyndilega orðið grunsamlegt. Álit manna á stétt blaðamanna hefur hrapað. Þess vegna þarf að endurreisa gömul gildi þeirra og kynna þau fyrir fólki.

Fyrirtækjasamsteypur þurfa markvisst að sýna gegnsætt, að þær virði hin gömlu gildi trúnaðar við lesendur, og gera öllu starfsfólki grein fyrir því, þar á meðal forstjórunum. Ljóst þarf að vera, hver stýrir fréttum og í þágu hvers. Og básúna þetta út.

Auglýsingar, sem nefnast kynningar eða aukablöð eiga þátt í efasemdum notenda fjölmiðla. Fólk telur samhengið vera náið. Þarna er um að ræða vanda, þar sem ritstjórnir fjölmiðla verða aftur að endurheimta fyrra traust notenda sinna.

Markmið:
Samsteypur, sem eiga fjölmiðla,
1. setji borgara í efsta sæti,
2. ráði forstjóra, sem skilja þetta,
3. setji skýrar vinnureglur,
4. birti þessar vinnureglur,
5. ritstjórnir ráði fréttum

Hollusta blaðamennsku er við borgarana, ekki við niðurstöður bókhalds, ekki við eigendur, ekki við auglýsendur, ekki við aðra vini, ekki við lesendur eða hópa lesenda (Bloomingdale-kúnna). Þetta er mjög erfitt á tíma samdráttar.