0710 Hendur í vösum II

0710

Ritstjórn
Hendur í vösum II
Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa, 2003

Bókin er skrifuð af starfsmönnum Poynter Institute, þekktustu stofnunar Bandaríkjanna á sviði blaðamennsku og ritstjórnar. Hún kom fyrst út árið 1993. Hér er fjallað um aðra útgáfu bókarinnar, frá 2003.

Ruddalegt orðbragð er algengt á ritstjórnarskrifstofum, einkum í tímahrakinu. Slíkt orðbragð ber að forðast. Betra er að segja: “Þú ert rekinn”, en að ausa ókvæðisorðum yfir höfund. Fimm mínútur af vinsamlegri þjálfun koma í stað lengri tíma í lagfæringar í reiði.

Við búum við kynslóð efnisstjóra, sem halda, að þeir kunni ekki að þjálfa, sem eru hræddir við að þjálfa, sem vilja ekki þjálfa, eða sem halda, að þeir hafi ekki tíma til að þjálfa. Flestar kennslubækur um ritstjórn hafa sleppt mannlega þættinum.

* Þjálfun eflir sjálfstraust.
Lagfæring rýrir sjálfstraust.
* Þjálfun byggist á styrk.
Lagfæring sýnir veikleika.
* Þjálfun sameinar fólk.
Lagfæring sundrar fólki.
* Þjálfun eykur sjálfstæði.
Lagfæring veldur óánægju.

* Þjálfun stuðlar að áhættu.
Lagfæring stuðlar að hefðum.
* Þjálfari spyr og hlustar.
Lagfærandinn stýrir sögunni.
* Þjálfari deilir ábyrgðinni.
Lagfærandinn tekur ábyrgðina.

Höfundar við fjölmiðla vilja svörun. Þeir vilja, að stjórinn hlusti á sig. Þeir vilja einlægt lof. Þeir vilja sértæk ráð og gagnrýni. Þeir vilja, að stjórar séu tilraunalesendur. Þeir vilja fá útskýringar á lagfæringum. Þeir vilja hafa aðgang að yfirmanni.

Orðalagið hér að framan vísar til prentmiðla. Þjálfun á þó ekki síður við miðla í ljósvakanum eða á vefnum. Í bókinni eru kaflar um sérstök atriði þjálfunar á hverri tegund vinnustaðar, prentmiðli, ljósvakamiðli, netmiðli.

Samráðaritstjórn (Donald Murray):
* Nýtir þekkingu og reynslu höfundar.
* Gefur höfundi ábyrgð á sögunni.
* Skapar umhverfi góðrar vinnu.
* Þjálfar höfundinn, svo að lagfæringar verða óþarfar.

Yfirmenn hafa mikið að gera, vinna við margt í senn. En margt er hægt að gera á 2 mínútum. “Hvað gerðist?” “Hvað vilja lesendur vita?” “Hversu mikið pláss þarftu?” “Hvenær fæ ég textann?”

Í samtölum aðila er það einkum höfundurinn, sem talar. Hann veit ekki, hvað hann veit, fyrr en hann segir það. Góðir ritstjórar hlusta, sýna líkams- og andlitstjáningu. “Hvernig gengur”, spyr stjórinn og gefur höfundinum orðið.

Þótt höfundur hafi skilað handriti, er ekki víst, að hann sé ánægður með það. Samtal leiðir til skilnings á vandamálum í sögunni. Þessi vandamál þarf að finna snemma í ferli hennar, áður en henni er skilað. Skortur á fókus er algengasta vandamálið.

Sögur eiga að “gúmma”. Höfundurinn á að fá söguna í hausinn aftur. Það sparar vaktstjóra tíma í lokin og eykur skilning höfundarins á verki sínu. Smám saman fer hann að skila góðu verki.

Samráð þarf:
* Við úthlutun verkefna.
* Meðan fréttaöflun stendur.
* Fyrir fyrsta uppkast.
* Þegar uppkasti er skilað.
* Eftir birtingu.

Spurningar stjórans:
* Hvað gerðist?
* Um hvað er fréttin?
* Hvað þarf lesandinn að vita?
* Hverning gerir þú það ljóst?
* Hefurðu fundið fókus?
* Hver er besta tilvitnunin?
* Hvaða fólk er áhugaverðast?

* Hvað væri gott niðurlag?
* Hvernig veistu það?
* Hvernig leit málið út?
* Hvað verðurðu lengi að þessu?
* Hvenær fæ ég fréttina?

Hlustun:
* Finndu réttan stað til að tala.
* Skildu táknræna landafræði
(hlið við hlið).
* Forðastu truflanir (símans).
* Skildu markmið þín.

Tækni í samræðu:
* Áhugi: “Ég skil.” “Hmmm.”
* Endurtekning. Þú hefur heyrt.
* Mat á orðum hins: “Þér finnst…”
* Niðurstaða: “Eins og ég skil þig.
* Augnsamband. Þú hefur áhuga.
* Andlitstjáning. Þú hefur áhuga.
* Líkamstjáning. Þú hefur áhuga.

Ekki láta augun flakka yfir salinn. Ekki kalla yfir öxl höfundarins í annan starfsmann og segja síðan: “Hvað varstu að segja?”
Ekki taka við handritinu, láttu höfundinn um að laga það. Ekki taka apann á öxlina.

Góðar aðstæður samtals eru, þegar stjóri og höfundur sitja hlið við hlið framan við skjáinn og höfundurinn er með fingur á lyklaborðinu. Ekkert er athugavert við, að menn leiki sér fram og aftur í ýmsum útgáfum textans. Gott er að benda á ýmsar leiðir, ekki eina.

Minnisatriði:
* Starfaðu hratt.
* Láttu höfundinn tala fyrst.
* Hlustaðu á höfundinn.
* Finndu út, hvað honum finnst.
* Hjálpaðu við að finna vandann.
* Spurðu til að uppgötva göt.
* Vertu með í öllu ferlinu.

* Gerðu höfundinn ábyrgan fyrir lagfæringum.
* Ekki vera langminnugur á ósamkomulag.
* Vertu sjálfum þér samkvæmur og áreiðanlegur.
* Notaðu ýmsa samræðutækni.
* Þjálfaðu án þess að lesa söguna.

Taktu ekki hendur úr vösum.
Sjá nánar:
Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa, 2003