0707 Endurbætur I

0707

Ritstjórn
Endurbætur I
Foster Davis & Karen F. Dunlap,
The Effective Editor, 2000

Skilafrestur nálgast. Handritið kemur inn og er alger þvæla. Klukkan tifar. Þú gerir það eina, sem þú kannt: Þú fixar söguna. Hvað á önnum kafinn vaktstjóri eða ritstjóri að gera? Hann á að þjálfa. Það er eina leiðin til að lifa ekki bara af, heldur lifa góðu lífi.

Þjálfun er stíll á forustu á fréttastofu. Sá stíll segir, að meiri arður fáist af þjálfun fólks en af því að einblína á afurðir þess, þótt það tvennt verði að vísu ekki aðskilið. Með þessum stíl bætir þú líka andrúmsloftið á fréttastofunni.

Þjálfun virkar, af því að þú tekur tíma með höfundinum snemma á ferli fréttar og sparar þannig tíma seint á ferli hennar. Góð vinna við framendann sparar vinnu við bakendann. Í stað þess að garga á fíflin fara ritstjórar og blaðamenn að tala saman um söguna.

Fjórar reglur þjálfunar:
* Láttu höfundinn hafa eignarhald
* Spurðu nytsamlegra spurninga.
* Hlustaðu.
* Finndu atriði til að hrósa eins og atriði til að gagnrýna.

Hefðbundið:
Ritstjórinn kafar ofan í handrit, strikar út orð og setningar, spyr spurninga, sem svarað er í ólesna hlutanum. Höfundurinn stendur rauðglóandi við hliðina. En ritstjórinn á að lesa allt handritið, áður en hann setur puttann í það.

Samræður ritstjórans:
* Hvernig gengur?
* Hvað er næst?
* Hvað er best?
* Hver er fókusinn?
* Hverning er endirinn?
* Hvað er efst?
* Hvað virkar?
* Hvað þarf að laga?
* Hvað efast þú um?

Hvað er þjálfun?
Það er aðferð við að bæta fréttaskrif með því að hjálpa höfundum við að vinna vel. Hún fókuserar á að bæta höfunda fremur en að bæta verk þeirra.

Þjálfun stríðir gegn hefðum fréttastofa. Ritstjórar og vaktstjórar fixa handrit, af því að það er fljótlegt og virkar. Því miður þarftu að fixa það sama dag eftir dag, ár eftir ár.

Munur á þjálfun og fixun:
* Fixun er harðstjórn yfirmanns. Þjálfun er þroski undirmanns.
* Fixun er ósjálfstæði og pirringur. Þjálfun eflir sjálfstraust.
* Fixun leysir skammtímavanda. Þjálfun sparar tíma til lengdar.
*Fixun er stríð. Þjálfun er teymi.

Hvað á ritstjórinn að gera:
* Hlusta af áhuga.
* Hvetja höfund með því að finna hrósefni.
* Spyrja gagnlegra spurninga.
* Hjálpa höfundi að þróa söguna en leyfa honum eignarhaldið.

Persónuleg markmið ritstjórans:
* Bæta samgöngur til að bæta blaðamennsku.
* Taka ábyrgð á þroska sínum.
* Finna hetjur á fréttastofunni og læra af þeim.

Lagerkönnun:
* Hvernig hjálpar ritstjóri eða höfundur þér að vinna best?
* Hvernig hindrar hann þetta?
* Hvernig hjálpar þú honum?
* Hverju mundi hann vilja, að þú breyttir af vinnu þinni?

Spurningar yfirmanns hjálpa höfundi við að hugsa skýrar um söguna. Lærðu að hlusta á höfundinn. Spurðu ekki spurninga, sem fela í sér svör. Spurðu heldur opinna spurninga. Höfundar vilja tala, þegar þeir átta sig á, að þetta er ekki enn ein stjórnunaraðferðin.

Flest okkar þurfa að læra að hlusta. Ertu í raun að hlusta? Er fókusinn á höfundinum. Hvar þjálfar þú? Hjá þér? Hjá höfundi? Heyra aðrir? Hverju hrósar þú? Hvernig talarðu um vandamál? Ertu hreinn og beinn?
Einveldi er 20 mín fyrir skilalok.

Þjálfun fer fram á þremur stigum ferils handrits:
* Hugmynd.
* Fréttaöflunarlok.
* Ritunartími.
Markmiðið er að fækka óvæntum uppákomum í lok ferilsins.

Þú spyrð: Hvað vonarðu? Hvað er nýtt í stöðunni? Hvernig lítur þetta út?
Því meira sem þú þjálfar, þeim mun meira þjálfa höfundar sig.
Þjálfaðu stóru línurnar. Fylgstu með verklagi manna. Takmarkið er fréttastofa með samstarfi.

Dagleg ritstjórnartækni:
Þú reynir að verða sjálfur óþarfur. Þú sýnir fólki, hvernig það á að vinna, í stað þess að gera það sjálfur. Þitt hlutverk er, að ferlið virki.
* Stattu fyrir eitthvað.
* Náðu tökum á texta, fréttagerð.

* Lestu öll handrit til botns.
* Láttu höfund hafa sitt fram.
* Endurtaktu sjálfan þig.
* Ekki senda neinn tómhentan frá þér.
* Ekki kippa þér upp við neitt.
* Legðu áherslu á höfundinn.
* Vertu gamansamur.

* Skýrðu ritstjórn þína.
* Endurtaktu þig endalaust.
* Ekki “taka apann á bakið”.
* Vertu sannfærandi, þótt þú sért ekki sannfærður.
* Farðu yfir, hvað var rétt gert.
* Taktu ákvörðun um, hvort fréttar skuli vera aflað.

* Fáðu fólk til að gera yfirlit.
* Sýndu höfundi villur í stíl.
* Gættu orða þinna.
* Láttu þau heyrast.
* Segðu úrdrátt úr sögunni.
* Byrjaðu fallega.
* Bentu fingri á skjá á vandamál.
* Forðastu samanburð.

Sjá nánar:
Foster Davis & Karen F. Dunlap,
The Effective Editor, 2000