0712 Þjálfuð textagerð II

0712

Ritstjórn
Þjálfuð textagerð II
Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa, 2003

Fókus í sögu þýðir, að höfundurinn veit, um hvað hún snýst.
Hver ritstjórn þarf að hafa mynstur textagerðar, t.d. það, sem hér er notað: Hugmynd, fréttaöflun, skipulag, uppkast, endurskoðun, endanleg útgáfa.

Mynstur textavinnslu felur í sér:
*Sameiginlegt orðalag um sögur.
*Vinnubekkur fyrir textatæki.
*Smásjá á styrkleika og galla.
*Rammi um skilning allra.
Þjálfun felur í sér, að ekki þarf að ritstýra, að nýjar villur eru ekki settar inn, menn komast í háttinn.

Margir skrifa innganginn of snemma og eiga svo erfitt með að láta hann virka. Ekki þarf að skrifa innganginn fyrst. Ekki þarf heldur að hafa allar upplýsingar efst. Sumar sögur hafa engan inngang, bara flæði. Inngangur er mikilvægur, hann þarf að ræða.

Inngangur:
*Stuttur.
*Mundu fréttina.
*Óbeinn inngangur er hættulegur.
*Heiðarlegur.
*Tilvitnun framarlega.
*Áhrifsorð fremst og aftast.
*Þarf ekki að vera einstæður.

*Beinn inngangur oftast bestur.
*Lestu hann upp til að finna tón.
*Hann má brjóta þessar reglur.
Miðja:
Margar sögur byrja vel, lenda í pollum í miðjunni, enda svo vel.

Miðja:
*Hver er fréttin? Hver er fókus?
*Hvað þarftu að vita, í hvaða röð?
*Frásögn: Byrjun, miðja, endir.
*Millifyrirsagnir á köflum.
*Listaðu upp leikendur, aðkomu.
*Stígur frá upphafi til enda.
*Hvernig, hvers vegna, hvað svo?

*Strikaðu út helming punktanna.
*Skrifaðu tvo skjái, búðu til plan.
*Raðaðu efninu í senur, kafla.
*Útskýrðu fyrir ímynduðum vini.
*Spurðu: “Hvað vil ég segja?”
*Spurðu: “Hvað gerðist?”
*Settu tilvitnun í málslið, síðan inngang og inngang tilvitnunar.

Endir:
Fréttamenn skrifa oft ekki endi. Við þurfum samt endi. Öfugi píramídinn hefur að þessu leyti spillt fyrir. Endir er ekki skraut. Umbrot má ekki klippa af endi. Lesendur muna endinn best. Ný umbrotstækni auðveldar endi.

Ýmsar tegundir enda:
*Tilvitnun.
*Framtíðin.
*Efi eða von.
*Spurning í ræðustíl.
Er næstsíðasti málsliður betri endir? Á að skipta á endi og inngangi?

Minnisatriði:
*Þjálfaðu inngang, miðju, endi.
*Láttu höfunda skilja sögugerð.
*Ekki nota skóhorn á upplýsingar.
*Ekki nota alla orkuna í inngang.
*Láttu söguna ekki síga í miðju.
*Ekki skera sjálfvirkt aftan frá.
*Bjargaðu endi, bentu á annað.

Tæki endurskoðunar:
Málsgreinar og málsliðir:
*Sem víðast punktur, stór stafur.
*Fyrst frumlag, síðan umsögn.
*Einföld nútíð eða þátíð sagna.
*Forðastu lýsingar-, atviksorð.
*Sterk orð eftir og fyrir punkt.

Tungumál:
*Gefðu orðum svigrúm.
*Leiktu með orð.
*Finndu hlutlæg, sértæk orð.
*Forðastu klisjur, finndu orð.
*Einföld orð, ekki tæknileg.
*Táknræn orð (heimkoma, sigur,
hindrun, missir, endurnýjun).

Áhrif:
*Hægðu. Stuttar málsgreinar.
*Hafðu tök á flæði. Langt-stutt.
*Sýndu og segðu frá. Ekki kalla
árið ársgrundvöll.
*Forðastu lýsingarorð. Lýstu.
*Finndu röddina. Talaðu við fólk.

Sögugerð:
*Hugsaðu um hreyfiafl, svið.
*Settu út leiðarpunkta.
*Notaðu millifyrirsagnir.
*Endurtaktu lykilorð.
*Hver er heildartala dæmanna?
*Láttu endann loka skríninu.

Taktu eftir:
*Samræður án handrits.
*Ein spurning gerbreytir texta.
*Höfundurinn breytti sjálfur.
*Sagan varð styttri.

Minnisatriði:
*Vinnupallar hjálpa flæðinu.
*Samtal án pappírs.
*Bein tillaga.
*Þjálfaðu án þess að hafa textann.
*Efldu styrk og veikleikar hverfa.
*Spurðu: “Hvað gerðist svo?”

*Þýddu fagmál á íslensku.
*Leitaðu að mannlegum þætti.
*Sýndu gildi sögunnar.
“Hvað með það.”
*Hafðu söguna stutta.
*Lestu söguna upphátt.

Skipulagið:
*Hvað gerðist? (Dýfarinn)
*Um hvað er sagan? (Outline)
*Hverjir eru kaflarnir?
*Hvað þarftu mikið pláss?
Dæmi á bls.90 um 70 sekúndna samtal.

Það, sem hentaði yfirmanninum, þegar hann var ungur, þarf ekki að henta höfundi núna.
Margir vita um einn skaðlegan galla, sem þeir hafa, eru t.d. háðir segulbandi.
Þjálfun: Með því að eyða tíma núna sparast tími seinna.

Minnisatriði:
*Sjáðu fyrir þér almenning.
*Hafðu stjórn á hraða upplýsinga.
*Kynntu menn og málefni eitt í einu.
*Endurtaktu það mikilvægasta.
*Hafðu söguna einfalda.
*Notaðu fáar tölur.

Þjálfun felst í, að höfundurinn lagar sjálfur sinn texta. Yfirmaður spyr spurninga og svarar spurningum, en tekur ekki hendur úr vösum. Hann þarf ekki einu sinni að sjá handritið.
Þjálfun felst í, að höfundurinn lagar sjálfur sinn texta. Yfirmaður spyr spurninga og svarar spurningum, en tekur ekki hendur úr vösum. Hann þarf ekki einu sinni að sjá handritið.

Sjá nánar:
Roy Peter Clark & Don Fry, Coaching Writers, 2. útgáfa, 2003