0705 Kennari I

0705

Ritstjórn
Kennari I
Foster Davis & Karen F. Dunlap
The Effective Editor, 2000

Sem yfirmaður geturðu lent í gryfju áður en neinn tekur eftir því eða segir neitt eða hjálpar.
Þau atriði, sem valda þér mestum vandræðum, eru ekki rædd. Eins og í vanhæfri fjölskyldu.
Aðferðafræði ritstjórans er þá þessi: Að synda eða sökkva.

Þú ert settur við stýrið, síðar má líta á hugsanleg námskeið. Enginn tekur eftir því, þegar þú ert kominn í vandræði.
Spurðu: Á hvers konar ritstjórn vil ég vinna. Er litið á handrit sem hráefni? Er ekki þorað að rýna í handrit.

Yfirmaður á ritstjórn þarf hvatningu og hjálp. Hann fær slíkt á þremur stöðum:
1. Aðrir ritstjórar á svæðinu.
2. Bækur, sem þú kynnir þér vel.
3. Vinir og kunningar annars staðar.
Notaðu þetta allt.

Góður sögur byggjast á þessu:
* Nákvæmni framarlega í ferli.
* Skilningur á ferli fréttarinnar.
* Kerfisbundin eftirfylgni.
Það dugar ekki að rymja, þú verður að tala tungumál, sem höfundurinn skilur.

Höfundar læra vinnuna oft svona:
* Hvað ekki má í sögu.
* Hvernig sögurnar eru sagðar.
* Skammir og neikvæð tákn yfirmanna.
* Áhugamál og sambönd yfirmanna.
* Kjaftagangur á vinnustað.

Fimm spurningar:
1. Hver eru markmið ritstjórnar?
2. Hverum þjónar þú?
3. Hvers vænta starfsmenn hver af öðrum.
4. Hver eru markmið fréttanna?
5. Hvernig undirbýrð þú stórfrétt?
Svaraðu sérhverri í tíu orðum.

Stórfrétt:
Veldu snemma, hver skrifi aðalfréttina. Settu snemma mann í að skoða vefinn. Hugsaðu um birtingar næstu daga. Hafðu menn í að taka við flóði ljósmynda, sumra af vefnum. Náðu í kort af svæðinu. Mundu: Fólk, fólk, fólk.

Viðbúnaður:
* Aðalatriðið. Hvað gerðist?
* Fórnarlömb?
* Mannlýsingar.
* Skrár um samgöngutæki.
* Rannsókn. Hvað fór úrskeiðis?
* Áhrif. Á bæinn, atvinnuveginn?
* Hetjur?

* Viðbrögð almannavarna.
* Læknisfræðilegar hliðar.
* Sviðsmynd.
* Svipuð mál. Grafík.
* Listi yfir særða, látna.
* Hvað birtist í ljósvakanum?

Ferli textagerðar:
* Hugmynd
* Fréttaöflun
* Skipulag
* Uppkast
* Ritstjórn

1. Hugmyndir að fréttum:
* Eftirtekt ýmiss konar.
* Stjórnvöld, fyrirtæki og samtök.
* Fólk í sögum.
* Nafna- og símaskrár.
* Sveitarfélagið.
* Skýrslur.
* Vefurinn.
* Aðrir fjölmiðlar.
* Daglegt líf.
* Hugarflug.

2. Fréttaöflun:
Láttu hafa samband við fleiri en þá, sem blaðamenn láta sér detta í hug. Af hverju er alltaf talað við þá sömu? Hverjir verða fyrir áhrifum af málinu? Hver hefur óvenjulegt sjónarhorn?

Munið eftir:
* Finna fólk sem fyrsta stigs heimildir.
* Finna skjöl og annars stigs heimildir.
* Finna staðreyndir, tölfræði.
* Komast strax inn í málið.
* Fylgjast með á öllum stigum.

Gene Roberts vann hjá Henry Belk, blindum ritstjóra Goldsboro News-Argus. Sá sagði: “Þú lætur mig ekki sjá. Láttu mig sjá.”
Minntu blaðamenn á að kasta netinu vítt og skrifa þröngt. Allt getur komið til greina, en að lokum er fókusinn þröngur.

3. Skipulag:
Vont er, ef notandinn þarf að puða við að skilja. Um hvað er sagan? Hvernig er best að segja hana? Hver er fókus hennar? Skrifaðu fókus-yfirlýsingu. Vertu viss um, að blaðamaður hafi náð fókus áður en hann byrjar að skrifa.

Tegundir sögu:
* Tímaröð. Hefðbundin.
* Öfugur píramídi. Klipptur.
* Hástig í endanum. Klímax
* Stundaglasið. Píramídi+tímaröð
* Staflaðar blokkir. Margar sögur.
* Dramatískt upphaf. Sértækt.
Fyrirfram þarf að vita tegundina.

4. Uppkast:
Fljótlegt. Flestum finnst best að skrifa án þess að horfa á nótur. Það hjálpar þeim að sjá fókusinn fyrir sér. Freistandi er að skila inn uppkastinu og láta annan um að hreinsa handritið. Það er kolröng aðferð. Höfundurinn er hæfastur.

5. Ritstjórn:
* Staðreyndir.
* Stafsetning.
* Tölur.
* Málfræði.
* Stíll.
* Strikaðu út óþörf orð, óþarfar málsgreinar og óþarfa kafla.
* Notaðu gullmola. One-liners.
* Skoðaðu lögfræðina.
* Lestu söguna upphátt.

Al Tompkins:
* Segðu söguna í þremur orðum.
* Segðu flókna sögu í sögu sterkra persónuleika.
* Hlutlægur texti, hlutdrægt tal.
* Virk sagnorð, ekki óvirk.
* Engin hlutdræg lýsingarorð.
* Gefðu sýn á tíma.
* Hvað svo?

Carole Kneeland:
* Hafðu starfsfólk með í ráðum við nýráðningar og þjálfun.
* Hafðu formlega þjálfun á vinnustað fjórum sinnum á ári fyrir hvern starfsmann.
* Sendu sérhvern á námskeið utan húss einu sinni á ári.

* Gerðu kröfu um, að þeir, sem fara á námskeið, kenni öðrum, þegar þeir koma til baka.
* Leyfðu starfsfólki að taka ákvarðanir um vinnu sína og hvettu það til að taka áhættu.
* Stundaðu þjálfun, fordæmi.

Dee Murphy,
Ráð til blaðamanna:
* Lærðu á reglurnar. Mættu á réttum tíma. Sinntu þegnskyldu.
* Byggðu upp heimildamenn.
* Búðu til hugmyndir að fréttum.
* Framleiddu sögur daglega og helgarblaðsgrein mánaðarlega.

Sjá nánar:
Foster Davis & Karen F. Dunlap
The Effective Editor, 2000