0701 Stjórnun I

0701

Ritstjórn
Stjórnun I
Poynter Institute Series: Leadership: Personal & Powerful, 2003
Poynter Institute: Essential Skills & Values, 2002

* Góður stjórnandi lýsir mikilvægum stöðlum og gildum og sýnir þessi atriði í verki.
* Góður stjórnandi sýnir persónulegan áhuga á fylgismanni sínum.

* Góðir ritstjórar reyna að búa til góðan fjölmiðil.
* Miklir ritstjórar reyna að búa til góða starfsmenn, sem búa til góðan fjölmiðil.

Ert þú á réttu róli?
* Ertu viss um langtíma- og skammtíma vaxtarmarkmið þín?
* Er auðvelt fyrir starfsmenn að fá að ræða við þig um mál, sem þeir hafa áhuga á?

* Hvað er mikið af samræðum um þig, um fyrirtækið, um starfsmanninn?
* Ertu líklegri til að tala eða hlusta í samræðum? Að spyrja eða gefa yfirlýsingar?

* Hversu vel heldurðu utan um sigra starfsmanna, vinnu, sem sýnir sérstakt framtak og hæfni?
* Hvernig heldurðu utan um mistök þeirra? Gerirðu greinarmun á áhættu og ábyrgðarleysi? Tekurðu tillit til góðrar meiningar?

* Ertu einlægur í viðbrögðum? Segirðu sannleikann, þegar aðrir fara undan í flæmingi? Biður þú um framfarir og tekurðu eftir þeim, ef þær verða?
* Biðst þú afsökunar persónulega eða opinbert eftir aðstæðum?

* Hvað veistu um líf starfsmanna utan vinnu? Um fjölskylduna, áhugamál?
* Þegar starfsmenn eiga tímamót eða lenda í sorg, kemur þú þá óboðinn til að sýna stuðning?
Forusta er persónuleg.

Góður stjórnandi:
* Ræður forvitið, áhugasamt fólk.
* Fer út úr skrifstofu sinni.
* Heldur sambandi utan vinnu.
* Tekur þátt í lífi starfsfólksins.
* Gleymir ekki að þakka gott verk
* Býr til andrúmsloft viðbragða án ótta um refsingu.

Vondur stjórnandi:
* Er ekki í sambandi.
* Tekur ekki á erfiðu fólki.
* Veitir ekki verkefni, sem gera fólki kleift að vaxa.
* Stundar ekki þjálfun.
* Virðir ekki sérþekkingu fólks.
* Segir ekki fólki, hvernig gengur

Þægileg umgengni felst í litlum og að því er virðist lítilvægum orðaskiptum utan verkefna. Þau opna glugga og bæta andrúmið. Það er ekki nóg að segja: Ég þarf að fá þetta klukkan fimm. Hraði og spenna einkenna ritstjórnir og þar þarf því stundum að létta tón.

Afkastafólk hefur áhuga á starfi, lætur hvetja sig til gæða og framleiðir mikið efni. Taktu eftir því.
* Flýttu fyrir framabraut þess. Talaðu við það og hlustaðu á það.
* Fylgstu með afrekum afkastafólks og launaðu framlag þess.

* Sýndu viðbrögð við styrk og veikleika afkastafólks. Hrósaðu sértækt og gagnrýndu sértækt. Á því sértæka lærir fólk.
*Passaðu að það ofgeri sér ekki.
* Hvettu afkastafólk til að taka að sér verkefni utan starfs og í samstarfi innan fyrirtækisins.

Hrósaðu ekki með almennum orðum eins og “fínt”. Útskýrðu frekar, hvað var svona gott. Fólk vill fá sértækt lof og það vill líka fá sértæka gagnrýni. Hvað var gott/vont, hvernig, hvers vegna og hvað svo.

Fáir eru óhæfir í rauninni. Þeir hafa flestir bara ekki fengið rétta meðferð. Erfitt er að segja fólki, að verk þess sé ekki nothæft, en þú verður að gera það. Fylgstu með hinum illa hæfa og athugaðu, hvort hann hafi jákvæðar hliðar til að rækta.

Jafnvægið milli lífs og starfs er viðkvæmt, en eigi að síður kleift. Hafðu áhuga á öllu lífi fólksins, sem þú starfar með og sem starfar fyrir þig. Þú verður betri leiðtogi, ef þú finnur rétta jafnvægið.

Sumir hugsa í neti og aðrir hugsa í skrefum, línulega. Það tekur meiri tíma að hugsa í neti og það getur pirrað yfirmenn. En línulaga hugsun getur líka misst af mikilvægum þætti. Yfirmenn verða að þekkja muninn á fólki, sem hugsar á neti og á línu.

Algengt er, að konur hugsi á neti og þrífist ekki undir stjórn, sem hugsar á línu. Það er ein af stóru ástæðum fyrir því, að konur haldast ekki lengi í starfi. Samt er nethugsun oft betri en línuhugsun.

Ástand, sem veldur óánægju kvenna í starfi, lýsir sér þannig:
* Slæm samskipti við yfirmenn.
* Of lág laun.
* Karllægar skilgreiningar fréttastofunnar á því, hvað séu fréttir.

Til athugunar fyrir yfirmenn:
* Hvað veistu um væntingar starfsmanna?
* Skilurðu eitthvað af þér eftir fyrir utan dyr, þegar þú kemur?
* Skilurðu möguleikana, sem fylgja misjöfnum aðferðum starfsmanna, neti eða línu?

Reyndir blaðamenn respektera oft ekki nýjan og ungan yfirmann.
Gamlir fréttahundar vilja þetta:
* Að þú ögrir þeim.
* Að þú ræðir málin.
* Að fá að hjálpa nýliðum.
* Þeir óttast aldurinn.

Horfðu yfir fréttastofuna. Vantar þar fjölbreytni? Eru konur þar eða minnihlutahópar? Mun nýliðum líða vel þar? Endurspeglar ritstjórnin fjölbreytni samfélagsins. Mun hún hjálpa til, þegar þú ræður nýliða, sem eru aðeins til “í einu eintaki”.

Sjá nánar:
Poynter Institute Series: Leadership: Personal & Powerful, 2003
Poynter Institute: Essential Skills & Values, 2002