0708 Endurbætur II

0708

Ritstjórn
Endurbætur II
Foster Davis & Karen F. Dunlap,
The Effective Editor, 2000

Hvað er þjálfun?
Það er aðferð við að bæta fréttaskrif með því að hjálpa höfundum við að vinna vel. Hún fókuserar á að bæta höfunda fremur en að bæta verk þeirra.

Þjálfun fer fram á þremur stigum ferils handrits:
* Hugmynd.
* Fréttaöflunarlok.
* Ritunartími.
Markmiðið er að fækka óvæntum uppákomum í lok ferilsins.

Jill Geisler: Þjálfun í ljósvaka:
* Passaðu puttana.
* Biddu höfund að segja þér sögu.
* Lestu söguna með klofinn huga.
* Spurðu höfund spurninga, þig.
* Finndu órökstuddar fullyrðingar
* Beittu siðfræði við ákvarðanir.
* Málefnalegt hrós er gott.

Þú átt ekki að reyna að verða hreinn og beinn á einni nóttu. Það er tveggja ára verkefni. Settu þér þetta markmið: Ég ætla að verða hreinn og beinn, kryddað með visku. Ég ætla að vera yfirmaður, sem fólk treystir, að sé heiðarlegur og diplómatískur.

Hreint og beint tal er erfitt, en kemur með þjálfun. Fólk óttast hreint og beint tal og þráir það um leið. Þú þarft að tala út við fólk, en þó á diplómatískan hátt. Þeir sem vafra kringum heita grautinn og segja eitthvað óljóst, skilja fólk eftir hissa og reitt.

Þú þarft meira á að halda virðingu en kærleika, en best er að hafa hvort tveggja.
Stutt samtöl snemma hindra þörf á löngum samtölum síðar. Samtöl eru þrenns konar:
Áður. Meðan. Eftir

1. Samtöl áður:
Hugsaðu þig um. Spurðu þig um tilgang þinn. Ertu sanngjarn? Hafðu fókus á hegðun, ekki persónu. Hafðu heimavinnu í lagi. Byggðu ekki á grun, heldur vissu. Hugsaðu um lykilorð þess, sem þú þarft að segja.

2. Samtöl meðan:
Vertu kurteis en komdu að kjarna málsins. Spurðu. Fáðu upplýsingar. Sjáðu hina hliðina. Spurðu hann, hvað hann hafi heyrt þig segja. Fólk lætur ekki sannfærast gegn vilja sínum. Þú vilt lagfæringu, sættir þig við aðeins minna.

3. Samtöl eftir:
Spurðu, hvernig gangi. Efndu loforð. Flestir vilja gera vel. Notaðu sértæk orð um ástæðu lofs og lasts. Þú skuldar öllum hreint og beint tal.

Innan árs eða tveggja veistu, hvort yfirmennska hentar þér. Þú vex inn í hlutverkið. Fólk sættir sig við stjórn þína. Þú pirrar þig minna á fólki. Þú hefur stjórn á pappírsvinnunni og fundunum. Þú heldur áfram að læra.

Lærdómur þinn felst í:
* Þú bætir skilning þinn á mannlegu eðli og sjálfum þér.
* Þú breikkar og dýpkar skoðun þína á fyrirtækinu og samfélaginu
* Þú styrkir hæfnina, sem var ástæða þess, að þú fékkst starfið.

1. Mannlegt eðli:
Þú ritstýrir fólki, ekki texta. Yfirmenn bila á skorti á þekkingu á mannlegu eðli. Gerðu hluti gegnum fólk. Hæfni í mannlegum samskiptum er mikilvægust. Þú verður að láta þig varða um fólk. Þeir, sem trufla, fatta það ekki.

2. Fyrirtækið og samfélagið:
Hafðu efasemdir um félagslegan réttrúnað. Skoðaðu málin sjálfur.

3. Styrking hæfninnar:
Ritstjóri verður þekktur fyrir fá atriði. Vertu góður í sumu. Þú getur nokkurn veginn valið, hvað það er. Settu markið hátt. Góður ritstjóri er eilífðarstúdent.

Ýmsar forsendur:
* Hver eru gildin, sem þú trúir á?
* Hvaða gildi ráða fréttastofunni?
* Hvaða gildi eru allra?
* Hvaða gildum vilt þú koma inn á ritstjórninni, í fyrirtækinu?

Roy Peter Clark:
Höfundar læra á fjóra vegu:
* Skrifa.
* Lesa um að skrifa.
* Lesa höfunda.
* Tala um að lesa og skrifa.

Sjálfshjálp hins óskipulagða:
* Skrifaðu það niður.
* Skrifaðu daglegan minnislista.
* Notaðu dagbókina.
* Notaðu skjalamöppurnar.
* Skrifaðu það niður.

Þú ert alltaf í þrengslum.
* Settu fókusinn á markmiðin.
* Finndu valdform, sem henta þér
* Finndu takmörk þín.
* Finndu stuðning á fréttastofu.

Hvað þarftu að gera?
* Skildu sjálfan þig og hlutverkið.
* Skildu vald þitt, áhrifamátt þinn.
* Skerptu hæfni þína í starfi.
* Stækkaðu sem leiðtogi.

Líttu sjálfan þig jákvæðum en raunsæjum augum. Ofarlega í huganum ætti að vera skipulagið. Annars koma atriði í bakið á þér á versta tíma, t.d. beiðni um fjárhagsáætlun.

Sjá nánar:
Foster Davis & Karen F. Dunlap,
The Effective Editor, 2000