0734 Lesendabréf

0734

Ritstjórn
Lesendabréf
Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004

Frægð leiðarasíðu hefur minnkað. Fólk fær ógrynni skoðana á vefnum. Leiðarasíðan drekkir samt ekki lesanda. Hún felur í sér hliðvörslu. Hún er líka staðbundin. Hún skilur dagblöð frá sjónvarpi. Því miður fjölgar þeim, sem ekki lesa dagblöð.

Fljótlegra er að semja nokkra málsliði en að laga aðsent bréf til jafnlangrar birtingar. Mörg bréf eru illa skrifuð, of löng, ramba fram og aftur, eru án samhengis eða eru óprenthæf. Þau eru samt fyrirhafnarinnar virði.

Lesendabréf gefa fjölmiðlinum alþýðlegri svip. Þau eru með því, sem mest er lesið í dagblaði. Lesendur hafa aukinn áhuga á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri.
Reglur um lesendadálk:

* Staðfærðu.
*Vektu áhuga.
* Birtu eins mörg bréf og hægt er.
* Hvettu til umræðu.
* Settu reglur og fylgdu þeim.
* Nafngreindu bréfahöfunda.
* Birtu bréfin fljótt.
* Sannreyndu, sannreyndu.
* Vertu sveigjanlegur.

Settu innsendingarreglur efst í dálk lesendabréfa. Birtu bréf sem eru ósammála blaðinu og leiðurum þess. Flokkaðu þau í hópa. Tölvupóstur er algengasta aðferðin núna, enda kemst bréfið þá hraðast til skila.

Hvatning:
Settu upp sjálfvirkt eyðublað fyrir tölvubréf. Þegar rýmið eykst, fjölgar bréfum. Svaraðu bréfum, sem ekki verða birt, með skýringu, svo sem engin ljóð, engin bréf til fólks, engar kvartanir neytenda, engin blótsyrði.

Reglur um birtingu:
* Nöfn og heimilisföng.
* Sannreynsla nafna.
* Málefnið.
* Lengd og tíðni bréfa.
* Ritskoðun bréfa.
* Athugasemdir ritstjórnar.
* Pólitísk bréf.

Meiri tíma en áður er varið í að sannreyna nöfn, aðallega í síma. Alltaf er eitthvað um fölsuð bréf. Ásakanir séu sendar fréttadeild til skoðunar. Mikill fjöldi bréfa, sem eru stútfull af tilvitnunum í ritninguna. Erfiðara er orðið að standa gegn slíkum bréfum.

Flestir átta sig á, að lesendabréf eru ekki vettvangur ljóðagerðar. Varið ykkur á bréfaherferðum og þakkarbréfum. Stundum verða ritstjórar að stöðva umræðu. Yfirleitt eru takmörk á lengd. Oftast batna bréf við ritskoðun.

Ef gerðar eru athugasemdir aftan við bréf, hætta menn að senda þau. Leiðrétta má staðreyndir, en best er, að aðrir lesendur leiðrétti skoðanir. Lesendadálkurinn á að vera eins konar málfundur lesenda. Ekki birta meðmælabréf með frambjóðendum.

Meiðyrði eru í lesendabréfum og eru jafn saknæm og annað efni. Umsjón lesendasíðu er ekki fyrir byrjendur. Umsjónarmanninum þarf að þykja vænt um bréfin. Hann þarf líka að hafa þykkan skráp.

Niðurstaða:
Góð lesendasíða er mikil vinna. Lagni þarf í umgengni við höfunda. Bréfin eru fyrirhafnar virði. Þau færa lesendur. Höfundum finnst þeir skipta máli. Mikilvægt er, að lesendur tjái sig um leiðara.

* Kannaðu birtingarreglur.
* Berðu fjölmiðla saman.
* Berðu saman við fyrri skrif.
* Finndu fjöldaframleidd bréf.
* Mátti spara athugasemdir.
* Er beðið um ákveðin málefni.
* Skrifaðu lesendabréf.

Tiltölulega ódýrt efni og gagnlegt. Mikið er til af dálkahöfundum á vefnum. Auðvelt er að sjá framboð dagsins. Dálkar eru rólegri og miðlægari en áður. Sumir dálkahöfundar eru bara kranar fyrir opinbera hagsmuni. Aðrir eru betri.

Sömu höfundarnir njóta vinsælda lengi. Konur eru komnar í hópinn. Gamansamir höfundar eru á undanhaldi. Margir skrifa um fleira en pólitík. Stundum eru höfundar valdir já-og-nei, tveir saman á síðu. Um tíu dálkar eru birtir á viku. Netföng eru birt.

Valið bréf mánaðarins, birt viðtal við höfundinn um tilefnið, með æviágripi hans. Einu sinni á ári matarboð með höfundum bréfa mánaðarins.

Niðurstaða:
Lesendur eru hvattir til að hugsa dýpra. Reynt er að fanga athygli þeirra. Skilja skoðanir frá fréttum. Hafa útlitið gott. Fara út fyrir hefðbundinn ramma, t.d. með kjallaragreinum, spurningu vikunnar, með-móti pökkum.

Skopteiknarar:
Fyrst og fremst gagnrýnendur, síðan listamenn. Oft róttækari en ritstjórar, geta vikið af línunni. Sumir eru orðnir að dýrlingum. Mest skop eldist illa. Bjóða þarf ýmsa skopteiknara eins og menn bjóða ýmsa dálkahöfunda.

Fjöldi skopteiknara og álit þeirra hefur minnkað. Margir eru án heimablaðs. Þeir kvarta undan þrýstingi. Gagnrýnið skop er minna eftirsótt. Mikið magn skops er á vefnum, eftir unga höfunda. Valdamenn eru oft hræddastir við skopteikningar.

Niðurstaða:
Dálkahöfundar og skopteiknarar eiga að kynna hugmyndir fyrir lesendum, fá þá til að hugsa. Á leiðarasíðunni eiga lesendur að sjá óvænta hluti.

Umbar geta komið dagblöðum og lesendum að gagni. Þeir eru samviska blaðsins, efla staðla í blaðamennsku, hlusta á lesendur, skrifa vikulegar greinar, eru trúverðugir í samræmi við gæði skrifa sinna.

Flestir telja, að umbar
* hafi áhrif á fréttamenn/ ritstjóra,
* efli sanngirni og nákvæmni,
* efli samband við lesendur,
* sýni þeim, að einhver hlusti.
Þeir
* fjarlægja fréttamenn frá fólki,
* fjölga þeim, sem hræra í potti.

Sjá nánar: Kenneth Rystrom, The Why, Who and How of the Editorial Page, 4th Edition, 2004