0836 Nýjar tengingar

0836

Árið 2006
Nýjar tengingar
Nieman Report,
Goodbye Gutenberg, 2006
Jane Ellen Stevens og Joe Howry

Jane Ellen Stevens:
Að hrökkva eða stökkva.
Vefurinn er sjálfstæður fjölmiðill með eigin einkennum. Hann er ekki dagblað, hann er ekki sjónvarp, hann er ekki útvarp.

Vefurinn gleypir allt. Dagblöð gera það, sem þau hafa alltaf gert, þegar stórfréttir koma. Þau henda öllu í þær. Fyrir tveimur árum fleygðu þau bloggi í vefinn. Fyrir ári fleygðu þau podcasti. Á þessu ári eru það myndskeið. Vefurinn er allt þetta og ekkert af því.

Ef dagblöð gefa sér tíma til að skilja þróunina, geta þau áfram verið hornsteinar í blaðamennsku. Ef ekki, þá fer fyrir þeim eins og eldsmiðum. Þau hverfa ekki, en lenda á hliðarspori. Athugaðu, að erfitt er að spila fótbolta, ef þú kannt ekki að spila fótbolta.

Vefurinn er sjálfstæður fjölmiðill með eigin einkennum. Hann er ekki dagblað, hann er ekki sjónvarp, hann er ekki útvarp. Fyrir vefinn var til netið. Frá upphafi var netið verkefnamiðaður miðill. Þú spurðir og fékkst svar.

* Sögur leysa verkefni: Fréttastofur geta ekki bara bent á vanda.
* Samhengi: Vefurinn er djúpur. Sögur eru ekki einar, heldur í neti.
* Rauntími: Í fyrsta skipti endurspeglar miðill veruleika. Dauðatími hverfur. Menn stökkva ekki inn, skrifa og hverfa. Málið er.

* Þátttaka, gagnvirkni: Blogg, stigagjöf, wiki, MySpace, Facebook, YouTube, Flickr. Fréttastofur þurfa að faðma samtal samfélagsins. Þær geta útvegað stað fyrir gagnvirkni og flækt íbúa svæðisins inn í fréttaflutning.

* Persónugerð: Sögur í neti staðreynda og heimilda gera fólki kleift að persónugera þær til að fylgja eftir áhugamálum og spurningum, sem vakna við að lesa, sjá eða reyna fréttina. Samanber vefsvæði BBC um Írak. Geta boðið: Allt á sama stað.

* Margmiðlun: Vefurinn gefur kost á henni. Blaðamaðurinn metur, hvaða hlutar sögunnar virka best í myndum, hljóði, vídeói, texta, grafi. Hann raðar síðan upp sögunni og notar bestu þætti hvers miðils. Þetta leiðir til magnaðri og fróðlegri sagnalistar.

Fréttastofnun getur sett vefinn fremstan, búið fyrst til frétt fyrir vefinn og síðan spunnið úr henni texta, myndir, hljóð, myndskeið og gröf, hljóðefni á iPod, myndefni á iPod, í farsíma og aðra miðla.

Blaðamennska sem skiptir máli (JournalismThatMatters) lagði fram þessar tillögur:
1) Losið ykkur við tengslin við Wall Street og kröfuna um 20% arð. Meðalarður þar er 11%. Mismunurinn fari í þjálfun og rannsóknir.

2) Setjið ykkur markmið til eins, tveggja, þriggja, fjögurra og fimm ára um að breytast í veffréttamiðil
3) Samþættið vefinn við prent/sjónvarp/útvarp.

4) Þjálfið blaðamenn og ritstjóra í margmiðlun. Allir þurfa að verða bakpokablaðamenn. Ekki er nóg að ráða millilið framleiðenda til að fríska sögur blaðamanna.
5) Ráðið grafista og forritara, sem skilja fréttir. Þeir eru brýnn þáttur veffréttastofnunar.

6) Setjið upp sívirkan fréttapott, desk. Þar dreifa menn fréttum í misjafna tækni og misjafna miðla.
7) Blaðamenn stýra nýjum fréttum (m.a. frá borgurunum) og upplýsingum í vefskeljar, eru flautublásarar í samfélaginu og hefðbundnir sögumenn.

8) Allar sögur eiga heima í vefskel. Þar eru blaðamenn eins konar framkvæmdastjórar upplýsinga, nota gagnabanka, bakgrunn, kort og krækjur í heimildir, söfn og rannsóknir.

9) Allar sögur eru margmiðlun. Ekki alltaf myndskeið. Sagan og tækifærin stýra leið sögunnar. Sagan segir þér, hvert skal halda.
10) Staðbundnar fréttastofur: Staðbundið, staðbundið, staðbundið. Tengist samfélaginu.

11) Dreifið starfsfólki um samfélagið. Blaðamenn séu nálægir sviðum, sem þeir fjalla um. Ekki allir í einum sal.
12) Fréttir eru samtal. Flækið samfélagið í vefinn með bloggi og wiki, framhaldsfréttum og fréttastefnu.

13) Setjið upp nágrennisvefi, þar sem saman birtast sögur íbúa og blaðamanna. Settu ekki borgaralega blaðamennsku í ghettó.
14) Setjið upp aðskilin vefsvæði fyrir unglinga, börn, mæður, foreldra, þjóðerni, íþróttir. Margir nota slík svæði sem heimasíður.

15) Gefið út prentmiðil einu sinni til fjórum sinnum í viku með breytilegu efni. Þar þarf ekki skúbb. Skúbb í dagblaði er eins og hamborgari, sem þú færð kaldan og bragðlausan eftir tólf tíma.

16) Verið í sambandi við auglýsingafólk, semkann að tengja staðbundna auglýsendur við net fjölmiðilsins.
17) Notið hugbúnað efnisstjórnar til að ná utan um allt þetta.
18) Fylgist með: http://bcs.blogs.com/rejournalism/ (hætt)

Joe Howry: 
Ekki er gaman að umgangast blaðamenn þessa dagana. Menn hafa áhyggjur af framtíð blaðamennsku og hvort hún verði yfirleitt til. Hinir uppgefnu skiptast í þrjá flokka:
* Sumir halda sér fast og vona, að skipið sökkvi ekki fyrr en þeir setjast í helgan stein.

* Sumir reisa flaggið og ætla sér að sökkva með skipinu.
* Sumir hafa von og bíða eftir töframanni, sem komi með Svarið eða eru lamaðir af ótta.

Hinir bjartsýnu sjá framtíð og telja nútímann vera deiglu takmarkalausra tækifæra. Orsök þessarar bjartsýni er reynsla okkar af margmiðlun. Snemma árs 2006 sórum við að þjálfa alla blaðamenn, sem vildu, í margmiðlum, stundum pakkaðri í Flash.

Blaðamennska í margmiðlum felst ekki bara í að nota nýja tækni til að segja sögu. Hún felst í, að blaðamenn hugsi sig vel um, hvernig megi segja sögu á ýmsan hátt og hvernig megi segja alveg nýjar sögur.