0833
Árið 2006
Ný blaðamennska
Nieman Report,
Goodbye Gutenberg, 2006
Bill Kovach og Morris Jones
Bill Kovach:
Leit að nýrri blaðamennsku með sannreynslu.
Þessi blaðamennska verður að átta sig á, að dreifingin, skipulagið og heimildirnar verða að breytast.
Þegar járntjaldið féll streymdu ótritskoðaðar fréttir um löndin. Václav Havel: Þjóðir náðu tungumáli sínu úr höndum áróðursmanna. Þá gat fólk farið að hafa heiðarlegar hugsanir um stjórnmál, um hið sanna ástand heimsins og um stöðu sína í heiminum.
Orð Havels skipta vestrænar þjóðir máli. Við erum í samkeppni um notkun upplýsinga á öllum sviðum mannlífsins. Hún mun leiða í ljós, hvort fjölmiðlar muni þjóna sjálfstæðum borgurum eða valdahópum samfélagsins.
Fyrst kom sú freisting að gefa út, af því að “við getum alltaf leiðrétt það síðar”. Síðan að gefa út “af því að fréttirnar eru þarna”. Nýja fólkið á vefnum telur, að enginn stjórni upplýsingum. Við erum hættulega meðvitundarlaus um tækifæri nýrrar samskiptatækni.
Miðlun á vefnum hefur breytt tveimur þriðju hlutum fólks úr frumkvæðislausum neytendum upplýsinga í frumkvæðisaðila, sem velja sína eigin vitneskju um heiminn. Borgarar eru orðnir sínir eigin ritstjórar og útgefendur.
Spurningin er þessi: Þeir, sem ýta upplýsingum fram um vefinn, hafa þeir tíma, meðvitund og hæfni, sem þarf? Ef ekki, þá er spurning til blaðamanna þessi: Höfum við hæfni og vilja til að hjálpa borgurunum til að fá þessa tækni.
Ríkisstofnanir læða áróðri inn í opinberar upplýsingar til að stýra viðbrögðum fólks við gerðum og tillögum stjórnvalda. Skemmtibransinn og kirkjurnar stuðla að þessu sama.
Innihald blaðamennsku kemur meira frá tilkynningum og fullyrðingum stofnana en á óháð sannreyndum upplýsingum. Nánast enginn dregur opinberar upplýsingar í efa. Þessu fylgir, að fréttastofur skera niður útgjöld sín í kjölfar fækkunar notenda.
Mestu valdastofnanir þjóðfélagsins nota nýja tækni fjölmiðlunar á skipulegan hátt til að gera það, sem þær hafa alltaf gert, stýra umræðunni inn á hagstæðar brautir og halda völdum í samfélaginu.
Breytingar í kjölfar vefsins minna á breytingar í kjölfar prentverks á upplýsingaöld. Þegar fréttir birtast í samskiptakerfi fólks, reynir það að leita samskipta í kerfum, sem orðið hafa til á vefnum. Fólk bregst við fréttum með hliðsjón af sýn þess á eigin veruleika.
Við lifum í fjölmiðlaheimi, þar sem samkeppnisaðilar framleiða veruleika, sem ætlað er að byggja upp samfélag neytenda, samfélag trúar og samfélag trúnaðar.
Hlutverk blaðamanna í þessum heimi er að finna tæki, sem gerir aðferð sannreynslu mögulega í útgáfu borgaranna og að hjálpa fólki til að vega það á móti því, sem daglega er sagt í skemmtimenningu og pólitískum spuna nútímans.
Leitin að sönnum upplýsingum verður að halda áfram, ef upplýst sjálfstjórn borgaranna á að verða samkeppnishæft form á skipulagi samfélagsins. Þetta er mesta ögrun nýrrar fjölmiðlunartækni.
Má nota tækni samþættingar til að hjálpa notendum fjölmiðla til að byggja samfélög á nýjum upplýsingar í fréttum og til að leysa samfélagsvanda? Ef nýr veruleiki er kominn, getum við þá hjálpað fólki til að byggja eigin veruleika á grunni sannreyndra staðreynda.
Sumt var áður aðeins hægt að segja í heilli bók. Er hægt að gera það sama núna með tækjum margmiðlunar? Geta þau sogað notendur inn í söguna og fengið þá til að uppgötva meira spennandi, nærtækari og meira gefandi veruleika en sýndarveruleikann.
Hjálpa þarf almenningi til að hafna áleitnum skilaboðum um ótta og sjálfsást, sem gera fólk ósjálfstætt. Hlutverk blaðamennsku er að veita nákvæmar og áreiðanlegar fréttir, svo að fólk geti tekið upplýstar ákvarðanir í lýðræðisþjóðfélagi.
Bill Kovach:
Leit að nýrri blaðamennsku með sannreynslu.
Þessi blaðamennska verður að átta sig á, að dreifingin, skipulagið og heimildirnar verða að breytast.
Morris Jones:
Munu fréttir finnast á YouTube?
Þar sem lítið birtist af nýjum fréttum á YouTube, getum við lært það af málinu, að tækin gera mann ekki að fagmanni.
YouTube, ókeypis vefsvæði fyrir myndskeið, hefur farið sigurför. Það auðveldar fólki að seta skot sín á vefinn. Lítið er þar hins vegar um gæði. Flest er ómerkilegt. Stundum leka þó inn merkileg atriði, sem fela í sér fréttir, t.d. af hervirkjum í Suður-Ameríku.
Sumir setja inn myndskeið af hugmyndafræðilegum ástæðum. Það efni getur líka verið áhugavert, þótt það feli ekki beinlínis í sér fréttir. Þótt menn hafi fengið tækifæri til blaðamennsku, nota menn það ekki. En mikið er um lítið áhugaverða álitsgjafa.
Tækin gera mann ekki að fagmanni. Ýmislegt hindrar YouTube í að verða gósenland frétta. Kannski er aðgengið of auðvelt og gæðin því svo léleg. Getur nokkur nennt að hanga við skjáinn og horfa á endalausar dellur úr háskólaboðum?
Mest af vinsælustu vídeóklippunum eru um grín og gaman. Þar er líka takmörkun á lengd. Svo virðist sem einhverja ritstjórn skorti til að gera efnið áhugavert. YouTube er núna vöruhús, sem virðist marklaust með öllu eins og raunar flest blogg.
Árið 2006
Ný blaðamennska
Nieman Report,
Goodbye Gutenberg, 2006
Bill Kovach og Morris Jones