0831 Þrýstingur 2000

0831

Fjölmiðlasaga
Þrýstingur 2000

Víða hefur ríkið haft meiri afskipti af útvarpi og sjónvarpi en af prentmiðlum af því að skortur var á rásum, sem þurfti að úthluta. Sums staðar í þriðja heiminum eru stjórnvöld eini aðilinn, sem má útvarpa, væntanlega til að verja völd sín.

Rafrænir miðlar eru líka í bóndabeygju stjórnvalda. Sum stjórnvöld líta á þá sem tæki til að efla þróun eða halda völdum. Í sumum löndum eru stjórnvöld eini aðilinn, sem getur rekið útvarps- og sjónvarpskerfi og símakerfi.

Ríkisútvarp og ríkissjónvarp var víða talið nauðsynlegt til að sameina kraftana, fjárfesta í framþróun og dreifa efninu til afskekktra aðila. Á síðustu árum hefur einkaútvarp og einkasjónvarp verið leyft í mörgum slíkra landa.

Síminn hefur víða verið einkavæddur af því að hann var almennt álitinn illa rekinn og ófær um að leiða fólk inn í tækni framtíðarinnar. Talið var, að einkafyrirtæki hefðu meiri fjármuni og betri stjórnun.

Bandarískar kvikmyndir náðu góðri stöðu á heimsmarkaði, því að þarlendir kvikmyndamenn voru vanir að ná til nýbúa með almennum skemmtunarstíl, sem gerði ólíkum menningarhópum kleift að hafa gaman og gagn af efninu.

Í mörgum löndum kom í ljós, að ódýrara var að sýna bandarískt efni en að framleiða efni innanlands og að auðvelt var að fylla dagskrár með slíku efni. Í seinni tíð hefur bandarískt efni orðið dýrara en það var. Bjork syngur á ensku.

Bandarískt sjónvarp, bandarískar kvikmyndir og bandarísk tónlist njóta vinsælda erlendis, einkum meðal ungs fólks. Margir óttast áhrif þessa á hugmyndir, ímyndir og gildi heima fyrir. Heimafengið efni sækir þó á víðs vegar um heiminn.

Bandarísk forusta í sjónvarpsefni hefur minnkað, af því að fólk í öðrum löndum hefur lært rétt vinnubrögð, af því að það hefur þróað efnistegundir, sem höfða til heimafólks. Erlend fyrirtæki flytja nú efni til Bandaríkjanna.

Sápur, skemmtiþættir, tónlist og umræðuþættir eru meira áberandi í efni erlendis. Sum ríki eru of fátæk til að framleiða annað efni og leggja því áherslu á ódýrt efni af þessu tagi. Heimamarkaðurinn sækir mest á í tónlist og sjónvarpsefni.

Þar sem tekjur bandaríska kvikmyndaiðnaðarins koma eins mikið frá útlöndum og frá heimamarkaði eru bandarísk kvikmyndaver farin að taka meira og meira tillit til væntinga um viðtökur erlendis. Kvikmyndirnar eru því ekki einhliða bandarískar.

Vegna misjafns aðgangs þjóða að internetinu, hefur sá miðill orðið til að víkka gjána milli ríkra og fátækra þjóða. Internetið stuðlar að viðskiptum og hnattvæðingu og vinnur gegn ritskoðun. Það hefur gefið sérhópum nýja vídd.

Helstu eigendur fjölmiðlunar í heiminum eru Time Warner (USA), Disney/ABC (USA), News Corporation (Ástralía), Seagram-Universal (Kanada), Bertelsman (Þýskaland), Comcast (USA) og General Electric/NBC (USA).

Alþjóðalög gilda um flest svið fjölmiðlunar, sett af fjölþjóðlegum og alþjóðlegum stofnunum. Vandinn er sá, að þau treysta öll á stuðning ríkisstjórna, sem kunna að hafa önnur, sértæk áhugamál að leiðarljósi.

Evrópusambandið setur staðla og reglur, sem fá alþjóðlega útbreiðslu vegna stærðar og mikilvægis evrópska markaðarins, og neyðir Bandaríkin til að koma í kjölfarið. Heimsviðskiptastofnunin fylgist með viðskiptum og höfundarétti.

Menningarleg heimsvaldastefna felst í ójafnvægi milli styrkleika menningarsvæða. Kvikmyndir, fréttir, sjónvarpsefni og tónlist koma einkum frá Bandaríkjunum. Fyrirmyndir í miðlun og eignarhald í hnattrænum viðskiptum er hvort tveggja vestrænt.

Bandaríkin mæla með frjálsu flæði upplýsinga sem útvíkkun á gildum ríkisins um tjáningarfrelsi. Önnur ríki kvarta um, að óheft flæði viðhaldi bandarískum yfirráðum. Þau vilja beita fullveldi sínu. Það leiðir óbeint til ritskoðunar.

Opinber stefna reynir að skipuleggja miðla þannig, að þeir stuðli að því, sem kemur fólki vel. Það felur í sér aðgerðir á borð við lög frá þingi og tilheyrandi aðgerðir framkvæmdavaldsins. Þetta snertir fá svið siðferðis á miðlunum.

Fleiri aðilar reyna að sveigja miðla í sína þágu. Svo er um kirkjudeildir, fyrirtæki, samtök fyrirtækja, minnihlutahópa, áhugahópa um þjóðfélagsmál. Þeir reyna að þrýsta á lagasetningu, á miðlana sjálfa. Þeir fylgjast með miðlunum.

Markaðstorg hugmynda endurspeglar þá skoðun, að í skoðanafrelsi muni bestu hugmyndirnar sigra í samkeppni við aðrar. Prentfrelsi er sá hluti málfrelsis, sem snýr að fjölmiðlunum.

Takmörkuð hefur verið birting slíks efnis á þeim tíma sólarhringsins, þegar börn eru talin í meiri hættu en ella, til dæmis í sjónvarpi snemma á kvöldin. Internetið hefur skapað ný vandamál, því að þar er enginn raunverulega ábyrgur.

Margir hafa áhyggjur af verndun einkalífs, verndun upplýsinga í gagnabönkum um fjármál eða heilsu, sem hægt er að fá aðgang að á internetinu. Engin lög eru til í Bandaríkjunum um verndun einkalífs, en reglur eru um notkun opinberra gagna.

Sumar reglur eru algildar, meta þarf aðrar hverju sinni eftir aðstæðum. Hinn gullni meðalvegur er mitt á milli öfganna, samkvæmt Aristótelesi. Mill sagði, að við eigum að stefna að sem mestri hamingju sem flestra.

Sjá nánar:
Joseph Straubhaar & Robert LaRose,
Media Now
Understanding Media, Culture and Technology,
2006