0345 Skríllinn er kominn

0345

Nýmiðlun
Skríllinn er kominn
Howard Rheingold: Smart Mobs, The Next Social Revolution,2002

Hvernig á að þekkja framtíðina, þegar hún lendir á þér?
Farsímar, maður-til-manns tækni, tölvutækni. Þessi tækni gerir hópum kleift að skipuleggja sameiginlegar aðgerðir í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Þessir hópar eru samtals “klári skríllinn”

Klár skríll myndast, þegar tækni samskipta og tölva magnar hæfni fólks til samvinnu. Getur verið til góðs eða ills. Sumir nota þetta til að efla lýðræði, aðrir til að stunda hryðjuverk. Tækni klára skrílsins eru farsímar og altölvun, ódýrar örflögur í daglegu umhverfi fólks.

Þegar hafa ríkisstjórnir fallið og undirheimar ungs fólks blómstrað frá Asíu til Skandinavíu. Nýjar atvinnugreinar hafa fæðst og gamlar hafið gagnsókn. Óeirðir árið 1999 notuðu síuppfærðar vefsíður, farsíma og flugnager. Estrada var felldur með SMS.

Við sjáum alls staðar spjöld úr pússluspilinu, en þau hafa enn ekki verið tengd. Útvarpsörflögur skipta þar máli. Þráðlaust samband á kaffihúsum, hótelum og í hverfum eru þáttur. Einkunnir kaupenda og seljenda á eBay eru einnig þáttur af pússluspilinu.

Rannsóknir líffræðinga, félagsfræðinga og hagfræðinga á samvinnu skýra rammann. Ein alþjóðleg spurning skiptir máli. Af hverju græðir DoCoMo, meðan þráðlaus fyrirtæki á vesturlöndum eiga í erfiðleikum?

Fólkið í klára skrílnum vinnur saman á nýjan hátt, af því að það ber tæki, sem fela í sér samskipti og tölvur. Farsíminn tengir það öðrum upplýsingatækjum í umhverfinu og símum annarra. Hræódýrar örflögur gegnsýra umhverfið.
Farsíminn er fjarstýring.

Fjölmiðlunarhringir og opinberar stofnanir reyna að hemja frelsi fólks. Valdabaráttan um skjalaskipti, afritunarvernd, skömmtun útvarpsbylgja. Verður farsímafólk neytendur gróinna hagsmuna eða notendur eins og þeir, sem nota tölvur og veraldarvefinn?

Moore’s Law: Öflögur lækka um helming í verði á 18 mán. fresti.
Metcalfe’s Law: Fjölgun eininga í neti eykur mátt þess í 2ru veldi.
Reed’s Law: Fjölgun vefhópa eykur mátt vefsins í n-ta veldi.

Vefsíður eBay, Epinions, Amazon TripAdvisor og Slashdot eru sumpart framleiddar af notendunum. Þar er komin gagnvirkni. Fólk tjáir reynslu sína og skoðanir sínar og aðrir gefa einkunn þessum skoðunum og þessari reynslu.

Vitrun á Shibuya-gatnamótunum: Að tengja farsíma við veraldarvefinn er meira en að fá kauphallarskráningu í símann. Stutt skilaboð ollu ungmennabyltingu í Tokyo og Helsinki og pólitískri byltingu í Manila.

Fyrst héldu menn, að sími væri ritsími með tali, en hann varð allt annað og meira. Núna halda menn, að þráðlausar tölvur/símar séu sama og þráðtengdartölvur og -símar, en þær verða allt annað og meira. Þráðleysið hefur t.d. frelsað unga fólkið frá heimilunum.

Farsímar gera fólki kleift að finnast það vera á stað, sem það er í sambandi við. Tilfinning fyrir tíma hefur orðið þokukenndari. Unga fólkið kemur ekki á tilsettum tíma, en það er í símasambandi. Fólk skiptir ekki tíma sínum í fyrirfram ákveðin tímabil.

I-mode ofar öllu:
Mörg evrópsk fyrirtæki hafa varið miklum fjárhæðum til að taka þátt í 3G tíðninni. Erfitt verður að ná því til baka.
Málið er að skilja, að farsími er ekki tæki til að tala í. Hann er fjarstýring þín á tilverunni.

Fólk notar SMS í sífellu til að halda sambandi við hópinn. “Hvar ertu”, “hvað ertu að gera”. Þetta fólk hefur ekki áhuga á internet-kaffihúsum. Staðsetningar eru orðnar mikilvægur þáttur farsíma. Hver er nálægt mér og vill koma í kaffi með mér?

Txt-kynslóðin:
Ef ég sé ekki SMS skilaboð að morgni og fæ bara fá yfir daginn, finnst mér, að enginn elski mig.
Múslimar eru skelfingu lostnir yfir að strákar og stelpur séu í sambandi í farsíma. Þar geta þau verið ein saman.

SMS hefur gengið hægar í Bandaríkjunum en í Evrópu og Asíu, af því að þar ekki staðall. Hinir hafa GSM-staðalinn.
Persónuvefir, staðlausir staðir og aðrir félagsárekstrar:

Farsímar hafa áhrif á persónuleika ungs fólks, þegar það er að reyna að losna undan valdi fjölskyldunnar. Þeir hafa áhrif á félagshópa og nágrenni. Þeir hafa áhrif á samfélagið allt, menningu, völd, siðmenningu. Innihaldið er ekki mikilvægt, heldur miðillinn.

Notkun farsíma í almenni hefur valdið deilum, einkum talið. Sá, sem talar í síma, truflar fólk í kringum sig. Hann er á tveimur stöðum í einu og tekur símann fram yfir nágrennið. Fólki finnst hann tillitslaus. Hegðun hans truflar siðareglur samfélagsins.

Samstarfstækni: Fartækni og altækni. Og gullgerðartækni:
Farsíminn mun sem snjallsími breyta lífi okkar meira en veraldarvefurinn. Fleira fólk sameinar félagslegan auð sinn á nýjan hátt en áður hefur gerst í sögunni. Fleiri nota síma en tölvu.

Sjá nánar:
Howard Rheingold: Smart Mobs, The Next Social Revolution, 2002