0344 Byltingunni sjónvarpað II

0344

Nýmiðlun
Byltingunni sjónvarpað? II
Joe Trippi, The Revolution Will Not Be Televised, 2004

Við viljum, að fyrirtæki færi valdið til fólks.
Við viljum, að fyrirtæki hlusti á hluthafa.
Við munum aðeins þola fyrirtæki, sem eru góðir samborgarar.
Google sigraði heiminn. Slagorð þess er: Don’t Be Evil.

Auglýsingar á Google eru fáar, lítið áberandi í kantinum og fjalla um áhugamál þín. Google hefur ókeypis heimasíður með síum fyrir ruglpóst. Google kann að gera það, sem fólk vill. Við þurfum ekki fókushópa, ef allir viðskiptavinir geta tjáð sig.

Þau fyrirtæki munu blómstra, sem skilja, að valdið kemur að neðan á veraldarvefnum. Fólk mun hópast um þau, eins og það gerir um eBay og Google. Þess vegna mun Microsoft lenda í vanda. Það hefur ekki opinn kóða og lendir sí og æ í veirum og ormum.

Veraldarvefurinn fæddist frjáls, fyrir það þökkum við Tim Berners-Lee. Richard Stallman hóf frjálsan kóða. Linus Torvalds hóf frjálst stýrikerfi. Þess vegna er Linus næstum laus við veirur og orma. Google hefur búið til frjálst stýrikerfi fyrir farsíma.

Með því að fara yfir á Linux geta tölvuframleiðendur sparað $150 á hverja tölvu. Þegar hugbúnaður á Linux er orðinn nógu víðtækur, má pakka Windows saman. Linux mun sigra að lokum. Google mun líka bjóða opinn og ókeypis hugbúnað alla leiðina.

Framtíðin er í p2p hugbúnaði, frá-fólki-til-fólks. Hann byggist á samvinnu, sem auðgar alla í senn. Napster var upphafið, iPod skiptir máli. Fólk vill vald til að velja.

Eins og kvikmyndaverin reyndu að stöðva myndböndin, hafa eigendur tónlistarréttar reynt að stöðva p2p og hafa í kjölfarið látið valta yfir sig. Fólk er líka farið að stjórna sjónvarpinu í þáttum af tagi American Idol. Munið líka eftir eBay.

Sjö reglur fyrir fyrirtæki:
1) Vertu fyrstur.
2) Haltu hreyfingu gangandi.
3) Hafðu raunverulegt fólk.
4) Segðu sannleikann.
5) Byggðu upp samfélag.
6) Láttu valdið af hendi.
7) Trúðu á fólk.

Með uppreisn á vefnum gátu hluthafar í Disney árið 2004 hrakið einræðisherrann Michael Eisner úr starfi. Slíkt mun gerast í fleiri fyrirtækjum. Hugsanlega í samtarfi við lífeyrissjóði. Google skilur þetta og hvetur til þess. Athugið líka UPS.

Veraldarvefurinn er frjáls afréttur.
Changeforamerica.com heitir samstarf, sem aðilar að vefframboði Dean hafa stofnað.
Það byggist á, að samfélag á vefnum snýst um, að menn beri traust til ókunnugra.

Með veraldarvefnum er hægt að vekja athygli milljóna á viðleitni stjórnvalda til að taka hagsmuni þrýstihópa fram yfir hagsmuni alemnnings. Hægt er að framkalla hundruð þúsunda mótmælabréfa:

“Ef þú vilt bætta heilbrigðisþjónustu skaltu senda þingmanni þínum bréf og segja honum að hlusta ekki á lyfjafyrirtækin, heldur á þig. Hér er skrá yfir lyfjafyrirtæki, sem eru andvíg þér. Hér er skrá yfir lyf þeirra. Og hér er skrá yfir samheitalyf fyrir okkur.”

Tími þrýstihópanna er liðinn. Þeir frambjóðendur, sem taka þá í nefið, munu uppskera stuðning milljóna á veraldarvefnum. Þá er auðvaldið búið að vera. Kosningarnar árið 2008 verða háðar og unnar á veraldarvefnum.
(Þetta er vafasöm fullyrðing).

Vandamál sjónvarps:
* Borgarar í hlutlausum gír.
* Forheimskun kjósenda.
* Spilling stjórnmála.
* Sjónvarpið er ekki fréttamiðill.
Veraldarvefurinn leysir sjálfur sín vandamál. Er vandamálaleysir.

Ræða Trent Lott til minningar um Strom Thurmond 2002. Sagt var frá lofinu á ABC. Mikil reiðialda reis á vefnum. Lott varð að segja af sér. Byltingin er þegar hafin. Árið 2004 voru fjórir ofurbloggarar komnir með sama upplag samtals og New York Times.

Blaðamenn byrja núna daginn á því að lesa bloggið. Árið 2001 var bloggið fyrsti fréttamiðill 3% fólks, árið 2003 var hlutfallið komið upp í 26%. Hvar voru líka Nightline og 60 Minutes, þegar Bush talaði um gereyðingarvopn í Írak?

Hlutverk hefðbundinna fjölmiðla á tímum stríðsins gegn Írak hefur verið svipað og var í annarri heimsstyrjöldinni. Dagblöð og sjónvarp eru á undanhaldi. Fólk fyrirlítur hefðbundna fjölmiðla og snýr sér að tölvunni.

Veraldarvefurinn færði okkur myndir af líkkistum bandarískra hermanna. Hann færði okkur myndir frá Abu Ghraib. Fólk er farið að sjá sannleikann framhjá hefðbundnum fjölmiðlum. SARS og AIDS í Kína fréttust á vefnum. Estrada var felldur af vefnum.

Fólk bíður ekki lengur eftir skömmtun frétta hjá fjölmiðlum. Það sættir sig ekki við, að risafyrirtæki ráði þjóðfélaginu. Það endurheimtir vald sitt með hjálp veraldarvefsins. Tvær milljónir borgara munu hver greiða $100 og fella auðvaldið.

Joe Trippi komst aldrei gegnum hirð gamalla ráðgjafa Dean. Þeir efuðust um veraldarvefinn og reyndu að hamla gegn honum. Á endanum leiddi ósamkomulagið til, að Trippi var látinn hætta. En þá var framboðið í andarslitrunum.

Sjá nánar: Joe Trippi, The Revolution Will Not Be Televised, 2004