0335 Hliðin opnast

0335

Nýmiðlun
Hliðin opnast …

Þegar Trent Lott hrósaði Strom Thurmond, kveiktu hefðbundnir fjölmiðlar ekki. Það var bloggið, sem slátraði Lott. Framleiðsla fagmanna á fréttum virkar verr en áður. Fréttir verða að samtali. Fréttir leka meira en áður, flæða í nýmiðlum og öðlast nýtt líf.

Á Íslandi velta fjölmiðlar fyrir sér, hverju eigi að hleypa gegnum hliðið. Á að segja fólki, að Davíð Oddsson sé faðir Þorsteins Davíðssonar, sem fékk embætti umfram hæfari umsækjendur? Slíkar vangaveltur eru síðbúnar, þetta er allt komið á vefnum.

Hliðvarsla fjölmiðla er orðin úrelt. Fólk tekur ekki lengur gilt, að stétt atvinnumanna ákveði, hvað það eigi að fá að vita. Fólk tekur sjálft frumkvæði og dreifir leynilegum upplýsingum, til dæmis mannanöfnum í sakamálum.

Dreifing frétta:
SARS farsóttin hófst í nóvember 2002. Stjórnvöld í Kína héldu henni leyndri, en lekinn hófst snemma í febrúar 2003. Hann lak ekki í dagblöð, sjónvarp eða tilkynningar, heldur í SMS-skilaboðum heilbrigðisstétta.

Papparassar hafa betri myndavélar og taka betri myndir, en myndsímar almennings þjóna mestum hluta af þörf fólks fyrir fréttir af frægðarfólki. Það voru líka myndsímar, sem brenndu myndir af misþyrmingum fanga í Abu Ghraib inn í huga fólks.

Sannleikssveitin á vefnum:
Kemur upp um fótósjoppaðar myndir. Kom upp um markaðsstefnu McDonald’s. Kom upp um tóbaksfyrirtæki. Myndir af líkkistum fallinna hermanna birtust fyrst á vefnum.

Yfirburðir seljenda í þekkingu höfðu lengi aukizt. Með nýmiðlum snerist þetta við, þekkingarjafnvægið varð kaupendum í hag. Á vefnum fá menn góð ráð um diskspilara, bíla, hótel. Vefurinn leiddi í ljós, að iPod gat meira en auglýst var.

Dýpri skoðun:
Senn mun öll vara hafa kennitölu, sem veitir aðgang að fortíð hennar. Þetta eykur gegnsæi í viðskiptum, dregur úr valdi fréttauppsprettunnar, ríkisvalds eða fyrirtækis. Gegnsæið hefur svo bæði kosti og galla.

Froða og fals:
Lebed var unglingur í New Jersey, sem sigldi undir fölsku flaggi á spjallborðum, talaði upp hlutabréf og græddi stórfé. Því meira gegnsæi, þeim mun erfiðara er að fara með froðu. Vefurinn lætur ekki að stjórn, hann streymir.

Njósnarar á ferð:
Einkalíf verður úrelt í núverandi mynd. Nútímatækni hindrar einkalíf. Sveitir baráttufólks og álitsgjafa, sem mundu engin áhrif hafa hver fyrir sig, heyrast núna sameiginlega á vefnum.

Blaðamenn horfa á:
Blaðamennska er ógegnsæ grein. En fólk heimtar gegnsæi þar líka. Fólk aflar frétta sjálft, ef blaðamenn gera það ekki. Þetta er áfall fyrir blaðamenn. Jayson Blair málið sýndi ótrúlega slappa stjórn á New York Times.

Umhugsunarefni:
1. Hver skoðar? Sjálfskipaður andstæðingur í flestum tilvikum.
2. Nenna blaðamenn að taka þátt í umræðu á vefnum um starf sitt?
3. Er einhver ástæða til að trúa gagnrýnendum frekar en blaðamönnum?

Dæminu snúið við:
Auðvitað er ástæða til að hafa áhyggjur af breytingunum. Í aðalatriðum eru þær þó jákvæðar. Þær leiða til gegnsæis í stað vænisýki. Og þær eru óhjákvæmilegar, hvort sem mönnum líkar betur eða verr.

Fréttauppsprettur, t.d. varnarmálaráðuneytið, taka upp viðtöl blaðamanna og birta á vefnum, svo að þeir séu ekki eina heimildin um innihald viðtalsins. Blaðamenn eru ósáttir við þetta, en það er einkenni, ekki galli.

Margir blaðamenn eru bara ritarar valdamanna. Fréttauppsprettur stjórna fréttum þeirra. Þegar nýmiðlun breytir fréttum í samtal, er þetta ekki lengur hægt. Kerfi fréttatilkynninga mun deyja. En blaðamenn verða áfram þáttur fréttadæmisins.

Í samgöngum veraldarvefsins munu froða og þoka og lygi virka verr en áður. Baráttufólk og upplýstir notendur munu standa svindlarana að verki og láta þá svara til ábyrgðar. Tölvupóstur, blogg, SMS-skilaboð, RSS-sambirtingar skapa nýtt landslag.

Að læra með því að hlusta:
Fókushópar og kannanir eru ekki aðferðir til að hlusta. Menn eiga að fara á spjallrásir og fréttahópa. Margir nota Feedster, sem leitar að “virkum orðum” og býr til RSS-festar. Slík forrit voru dýr, en kosta núna lítið eða ekkert.

Bloggaðu:
RSS-safnarar gefa færi á að fylgjast með bloggurum, sem birta sjaldan. Yfirmenn eiga að blogga, vera einlægir. Segið sannleikann. Segðu líka slæmar fréttir. Hafðu þykkan skráp. Talaðu fyrst við grasrótina.

Blogg frægðarfólks:
Það hættir að vera markaðsvara og verður að persónu. En það dugar ekki að láta spunakarla skrifa bloggið. Þeir sjást í gegn.

Talað við áheyrendur:
Spurnakarlar hafa þokukennda hugmynd um netið. Þeirr ættu að kynna sér RSS og spara sendingar á yfirfullum tölvupósti. Spam hefur spillt fyrir tölvupósti. RSS-perlufestar koma í stað hans. Fólk sækir efni, lætur ekki senda sér.

Sjá nánar:
Dan Gillmor: We the Media, Grassroots Journalism by the people for the people, 2006