0333 Grasrótin

0333

Nýmiðlun
Grasrótin

Dan Gillmor
We the Media
Grassroots Journalism
by the people for the people,
2006

2004-2006 grasrótarmiðlar þróast hratt.
2004: Gerðu-Það-Sjálfur útvarp með POD-casting. Bloggarar vefengdu Dan Rather um herþjónustu Bush. Tsunami myndskeið.
2005: Sprengjumynd frá London. Katrina hvirfilbylur. Weblogs Inc.

Grasrótar-blaðamennska er hluti víðtækara fyrirbæris, fjölmiðlunar borgaranna. Notendur eru í alheimssamtali. Tekjumynstur er enn loðið, mynstur hefðbundinna fjölmiðla raknar upp. Smáauglýsingar eru farnar. Sumir horfa ekki lengur á auglýsingar í sjónvarpi.

Hefðbundnir fjölmiðlar reyna að halda stöðu sinni með því að taka þátt í byltingunni. Með þv í að fá fólk til samstarfs, fá það til að blogga hjá miðlinum, fá það til að senda myndir og myndskeið. Með því að fá það til samtals um efni fjölmiðilsins.

Fyrirtæki taka þátt í þessu samtali notenda. Tæknin vex hröðum skrefum. Stjórnvöld og fyrirtæki reyna að ná tökum á þróuninni. Við lifum á dásamlegum og uggvænlegum tíma. Hafin er ný öld læsis á nýja miðla. Aðgerðastefna (aktívismi) í fréttum er hafin.

Blaðamenn skrifa ekki lengur fyrsta uppkast sagnfræðinnar. Það er fólkið, sem gerir það. Dæmið um Joe Nacchio á PC Forum árið 2002. Þar myndaði bloggið samtímis aðra ráðstefnu utan um, gegnum og yfir hina skipulögðu.

Gillmor fjallar um breytingu á blaðamennsku úr fjölmiðlun 20. aldar yfir í lýðræðislega grasrót. Á 20 öld voru fréttir undir stjórn blaðamanna, umfjöllunarefna og almannatengla. Fréttir voru fyrirlestur. Þetta var gróðavænlegt um tíma, en var ekki sjálfbært.

Fréttaflutningur framtíðarinnar er ekki fyrirlestur, heldur samtal eða málþing. Fréttir ekki lengur vara á vegum risastofnana. Kröfur markaðarins forheimska fjölmiðla. Í stað renna blaðamenn, umræðuefni og notendur saman í eitt. Sumir amatörar verða fagfólk.

Hefðbundin blaðamennska er eigin óvinur. Gæði minnka vegna kröfu um skammtímaarð. Fjölmiðlafyrirtæki stækka og mynda opnun fyrir litla kalla. Tekjupóstum er ógnað af eBay og fleirum. En hver fer í Watergate nú? Hver er Katharine Graham?

Nú höfum við ótal sápukassa, en áfram verður spurt eftir ábyrgum fréttum og samhengi. Við vitum ekki, hvort grasrótin mun blómstra. Vonandi verður nýtt jafnvægi. Enn er borgaraleg blaðamennska forréttindi fárra. En við skulum hefja samtalið.

Dagblöð blómstruðu á 19. öld. Rannsóknablaðamenn komu upp í lok aldarinnar og einkenndu 20. öld. Einstaklingar hurfu í skugga stórfyrirtækja. Markaðslögmál kalla á stór fyrirtæki. Fjölmiðlar fóru úr fjölskyldueigu í eigu samsteypna á hlutabréfamarkaði.

Risafyrirtæki:
Fyrirtæki á borð við General Electric og Loews keyptu fjölmiðla án þess að hafa áhuga á öðru en gróða. Aukinn hraði og athyglisbrestur fólks. Áhugalaus almenningur er hættulegur. Fagmennska fjölmiðla er þó enn fín.

Bestu fjölmiðlarnir eru enn með gamaldags eignarhald, New York Times, Wall Street Journal, Washington Post. Sótt hefur verið að fjölskyldu New York Times og Rupert Murdoch hefur eignast Wall Street Journal. Nýtt eignarhald hefur holað blöð að innan.

Inn í nýmiðlun:
Gillmor eignaðist fyrstu tölvuna í lok áttunda áratugarins. 1985 var Compuserve orðið útbreitt. Þá voru komnir fréttahópar á Usenet. Um svipað leyti kom umbrot á skrifborði (desktop publishing) með Mac og leysiprenturum.

Hávaðasamt útvarp (Talk Radio) var fyrirrennari bloggsins. Árið 1990 kom svo Tim Berners-Lee með hypertext, sem gerði vafra mögulega. Hann tók ekki einkaleyfi. Mosaic var fyrsti útbreiddi vafrinn. Kominn var miðill, þar sem margir náðu til margra.

Hávaði fólks fær útrás á tvennan hátt. Þeir, sem ekki nota tölvur, hringja í hávaðasama útvarpið. Hinir nota bloggið, einkum athugasemdir við fréttir og blogg annarra. Margir fjölmiðlungar hafa áhyggjur af fanatík þessara athugasemda.

Internetið hefur gert alla að útgefendum og ristjórum. Fólk finnur nýjar leiðir til að skiptast á þekkingun með ógnarhraða. Internetið hefur líka breytt viðskiptum. Markaðir eru samtal og netið er samtal. Með netinu hefur blaðamennska breyst í samtal.

Opin kerfi hafa komið til sögunnar. Linux kom 1990. Allur grunnur netsins er opinn. Vélbúnaður og hugbúnaður þess er dreifður úti um allt. Allir eru ritstjórar, en aðeins stórfyrirtæki fjölmiðlunar hafa þó ráð á rannsóknablaðamennsku.

Fólk er ritstjórar og lítur á netið sem fréttastofu sína. Menn ákveða, hver fyrir sig, hvað þeir birta og birta ekki. Menn velja sjálfir. Bloggarar hafa haft áhrif: “Ekki er hægt að sprengja Afganistan til steinaldar. Landið er þegar komið á steinöld.”

Tæki grasrótarinnar ná frá einföldum póstlistum, þar sem allir á listanum fá öll skilaboð; yfir blogg, þar sem nýjasta færsla er efst; yfir flókin kerfi innihaldsstjórnar til að stýra birtingu; yfir sambirtingar, þar sem allir geta gerst áskrifendur að öllu; GSM.

Sjá nánar:
Dan Gillmor: We the Media, Grassroots Journalism by the people for the people, 2006