0341 Lögmenn ógna

0341

Nýmiðlun
Lögmenn ógna

Brock Meeks var fyrsti kærði netblaðamaðurinn. Hann vann málið, en það var aðvörun. Hætta er á meiðyrðum, höfundarétti, krækjum, dómsvaldi og ábyrgð á því, sem aðrir skrifa á þína síðu.

Meiðyrði og rógur: Blaðamenn á vefnum þurfa að fara að lögum eins og aðrir. Matt Drudge baðst afsökunar, en Sidney Blumenthal kærði hann samt. Allir, sem skrifa á netið, þurfa að fá sér tryggingu gegn ákæru um meiðyrði. Athugið, hverjir eru viðkvæmir.

Blogg snýst meira um skoðanir en fréttir. Menn eru oftast álitsgjafar. Og ekki er auðvelt að kæra slíka. En málflutningskostnaður getur orðið mikill. Bandarískur dómstóll hefur fríað menn við ábyrgð á því, sem aðrir skrifa. Meiri hætta er á kærum v. fréttahópa.

Dómsvald: Í London var höfðað mál gegn Hannesi Hólmsteini. Menn geta valið sér land, af því að netið nær yfir landamæri. Það er gert á grundvelli þess, hvar textinn var lesinn, ekki hvar hann var skrifaður. Er ávísun á misnotkun. Hefur leitt til vandræða.

Franskur dómstóll bannaði Yahoo 2001 að bjóða upp minjagripi frá nazistum. Yahoo varð að hætta við uppboð í Evrópu.
Löndin í heiminum eru nærri 200 og sum hafa róttæk lög gegn ritfrelsi. Harðstjórar hafa áttað sig á þessu til að stöðva gagnrýni.

Tölvupóstur og málfrelsi: Intel kærði fyrrverandi starfsmann fyrir að senda núv. starfsmönnum tölvupóst gegn Intel. Pósturinn væri án leyfis á tölvum fyrirtækisins. Var sýknaður, en minnihluti dómsins taldi þó, að hann hefði brotist inn í pósthús Intel.

Verk annarra misnotuð: Jayson Blair á NYT stal ritverkum annarra. Fleiri dæmi frá fjölmiðlum. Einnig dæmi um verkefni háskólanema. Svindl er útbreitt. En netið gefur okkur tæki til að fylgjast með því. Við getum notað leitarvélar, Google, Turnitin.

Höfundaréttur: Höfundaréttur hefur verið víkkaður út. Menn kæra út af vörumerkjum, vefföngum. Einkaréttareftirlit, svo sem World Intellectual Property Organization, WIPO, hefur ekki áhyggjur af prentfrelsi, bara af einkarétti. Það hallar á frelsið.

Sumar ákvarðanir WIPO teygja á ímyndunaraflinu. Það hefur t.d. bannað notkun veffanga á borð við “companynamesucks.com”. Þetta stríðir greinilega gegn málfrelsi. National Debate gerði grín að leiðréttingadálki New York Times og blaðið kærði það.

Bannaðar krækjur og annað svínarí: Vefurinn hefur krækjur að markmiði. En Ticketmaster kærði Microsoft fyrir að krækja djúpt í síður þess framhjá heimasíðunni. Dómstóll úrskurðaði, að þetta væri leyfilegt. Athugið, að hægt er að hindra slíkar djúpkrækjur.

DVD-formið átti að hindra afritun. Jon Johansen fann upp forrit gegn þessu, DeCSS og póstlagði það á netinu. Málaferli hlutust, en Johansen var sýknaður í Noregi. Verr hefur farið í USA. Baráttuglaðir tölvumenn eru í bolum með áprentuðum DeCSS kóða.

Dómstóll í USA úrskurðaði, að ólöglegt væri að setja upp krækjur í ólöglegan kóða, jafnvel utan USA. Þetta getur haft alvarlegar afleiðingar. Enn hefur ekki reynt á þetta, en vont er, að dómstólar fjalli um fráleit mál af þessu tagi.

Margir héldu, að netið yrði löglaust. Það mundi frelsa okkur frá harðstjórn miðstýrðra fjölmiðla og neysluhyggju. En bakslagið er komið. Alls staðar eru öfl miðstýringar að hægja á frelsinu eða stöðva það: Stjórnvöld, símafyrirtækin, skemmtanaiðnaðurinn.

Taugaveikluð stjórnvöld – hávær risafyrirtæki: Kína er ekki eitt um að ritstýra. Sádi-Arabía er annað dæmi. Jafnvel í Frakklandi og Singapúr. Lögregla heimtar tækni til eftirlits með vefnum. En það eru fyrirtæki, sem eru mest sek um að beita tækni til eftirlits.

Netscape bjó til “cookies”, sem koma að gagni, en eru orðnar að plágu á netinu. Þær leyfa fyrirtækjum að skoða allt, sem notandinn gerir á vefnum. Filtrun á ruslpósti hefur stöðvað innihald. Filtrun getur falið í sér “IP Mapping”. Fólk sér þá misjafnar útgáfur.

Höfundarréttar-einokunin: Hingað til hefur verið leyft “fair use”, sem felur líka í sér afritun texta og sjónvarpsþátta. En nú tilkynna aðilar, að þeir leyfi ekki “fair use”. Samt var tilgangur “fair use” að skilgreina svæði, þar sem handhafar réttinda stjórnuðu ekki.

Upphaflega náði höfundavernd til fjórtán ára. Sá tími hefur hvað eftir annað verið lengdur og nær núna í Bandaríkjunum til ævi höfundar plús 70 ár eða í 95 ár, þegar fyrirtæki er orðinn rétthafi. Þetta er mjög slæmt fyrir grasrótina.

Sínum augum lítur hver á silfrið: Hollywood reyndi að drepa vídeó-upptökuvélar. Innreið stafrænnar tækni skelfdi skemmtiiðnaðinn. Hann talar um stuld og eignarétt. Fékk 1998 samþykkt lögin DMCA, sem stórauka réttindi rétthafa. Mikið misnotuð lög.

Sjarmi og harka: Skemmtiiðnaðurinn berst einkum á þremur sviðum:
1. The broadcast flag.
2. The analog hole.
3. Peer-to-peer file sharing.
Hann heimtar, að tölvubúnaður sé takmörkunum háður frá öndverðu

Ef áhugafólk verður þvingað til að biðja leyfis til að fá að vitna í texta, mun fólk ekki vitna í texta. En það eru ekki bara kvikmyndamenn og tónlistarmenn, sem þrengja sviðið, heldur einnig bókaútgefendur. Bókasöfn eru í hættu stödd, útlán þeirra í hættu.

Sjá nánar:
Dan Gillmor: We the Media, Grassroots Journalism by the people for the people, 2006