0336 Þú tekur völdin

0336

Nýmiðlun
… og þið takið völdin

Blogg frægðarfólks:
Það hættir að vera markaðsvara og verður að persónu. En það dugar ekki að láta spunakarla skrifa bloggið. Þeir sjást í gegn.

Talað við áheyrendur:
Spurnakarlar hafa þokukennda hugmynd um netið. Þeirr ættu að kynna sér RSS og spara sendingar á yfirfullum tölvupósti. Spam hefur spillt fyrir tölvupósti. RSS-perlufestar koma í stað hans. Fólk sækir efni, lætur ekki senda sér.

Örmiðlar: Litlar síður, stjórnað af einum eða fáum, snúast um þröng svið. Þær eru ekki eins sterkar og fjölmiðill, en þær skipta máli. Fyrir lesendur þeirra eru þær merkari en fjölmiðill. Þannig er Gizmodo málgagn ákveðins hóps manna. Sjá Technorati, Feedster.

Spunakerlingar nútímans:
1. Hlusta vel. 2. Tala opinskátt.
3. Spyrja. 4. Sammiðla með RSS.
5. Bjóða meira, ekki minna.
6. Krækja í yfirlýsingar.
7. Ná til áhugafólks.
8. Leiðrétta mistök hratt.
9. Þakka fólki. 10. Gera tilraunir.

Ben Chandler er dæmi um, að hægt er að safna fé til framboðs á vefnum og ná kjöri. Dæmi Howard Dean sýnir líka, að menn komast með slíku ekki endilega á leiðarenda. En vefurinn hefur aftur flutt borgaralega þátttöku inn í spil auðmanna og valdafólks

Business as usual: Einn maður, eitt atkvæði. Hefur breyst í: Einn dollar, eitt atkvæði. Dæmi A: Auglýsingarnar, sem drekktu Howard Dean. Dæmi B: Barátta Schwarzenegger í Kaliforníu. Dæmi C: Endurkjör George W. Bush 2004. Jaðarpólitík fellur.

Það nýja er orðið gamalt: Farsímar og SMS, ekki tölvur, voru notaðir til að fella ríkisstjórn Filippseyja árið 2001.
Fjársöfnun á vefnum hefur verið ein ör í örvapoka stjórnmálanna síðan 2000, McCain.

Gallinn við þetta er, að almennt er fólk ekki upptekið af slíku. Frambjóðendur risafjármagnsins eru kosnir fram yfir frambjóðendur, sem byggja á framlögum fólks. Þótt sannleikur komi í ljós, er ekki víst, að fólk hafi áhuga á honum, telji hann skipta máli.

Að kjósa forseta: Netið var sterkasta aflið í kjöri Roh Moo Hyun sem forseta Suður-Kóreu árið 2002. OhmyNews.com er dagblað á vefnum, einkum skrifað af lesendum. Kom inn í samfélag, þar sem þrjú blöð tengd stjórnvöldum höfðu 80% allrar dreifingar.

Fundir, blogg og fé (Dean): Pólitík í sjónvarpi segir fólki, að það sé áhrifalaust. Fundir Deans voru skipulagðir á vefnum. Hann hafði karisma. Netið var orðið þroskað. Menn kunnu að leggjast ekki ofan á grasrótina.

Skoðanir á bloggi Deans voru 2000 á dag, voru yfirleitt kurteisar, tröllin voru fjarri. Þetta var ekta samfélag. Sumir sögðu bergmál. Fátt var um tillögur, Fátt var um hugmyndir Deans.

Peningauppspretta: Blogg og vefsíða Deans áttu að safna fé í smáum upphæðum. Gífurlegt fjármagn safnaðist. Litlu munaði, að Dean tækist að ná tilnefningunni þegar í upphafi. Sumir telja vefinn vera vinstra svar við talstöðvum, sem hægri menn einoka.

Stjórnmál opinna heimilda: Árið 2004 sáum við fyrst glitta í stjórnmál opinna heimilda. Þau snúast um aðild kjósenda. Dean var dæmi. Líka MoveOn.org, sem efndi til samkeppni: Bush á 30 sekúndum. Það var dæmi um, að fólk gat bylt sjónvarpspólitíkinni.

Gerður hefur verið hugbúnaður, sem heldur utan um innihald, póstlista, fréttahópa, blogg og fleira til að reka kosningabaráttu. Kosningabarátta á vefnum verður orðin þroskuð 2008 og það verða minni spámenn, sem fyrstir koma.

Nú eru SMS-skilaboð notuð til að hvetja fólk til að mæta á kjörstað og til að bjóða því flutning. Þetta er ný tækni við gamla aðferð. SMS nýtist fólki, sem kann vel á farsíma, en forðast fartölvur. Það er stór hluti samfélagsins.

Breytt hlutverk blaðamanna: Þeir áttuðu sig ekki á baráttu Deans. Örblaðamennska hefur náð stöðu í stjórnmálum. Framboð fá litla athygli í hefðbundnum fjölmiðlum. Þeir gefa einfaldaða mynd af heiminum. Þeir veita ekki næga samkeppni í pólitík.

Ef þér er annt um heilsugæzlu, byrjarðu að blogga um hana, t.d. um skoðanir frambjóðandans á henni. Þú krækir í skjöl, sem koma málinu við. Þú krækir í fréttir og viðtöl. Þú opnar fyrir umræðu notenda um málaflokkinn og frambjóðandann.

Þessa aðferð geturðu klónað í öðrum málaflokkum. Sumt af þessum upplýsingum verður vafasamt eða rangt. Blaðamenn geta hjálpað fólki til að rata á rétt blogg. BBC hefur komið upp samtengingu staðreynda og bloggs áhugafólks.

Tæki betri stjórnsýslu: Tilvist stjórnsýslu á vefnum er enn mjög takmörkuð. Mikið er um eyðublöð, en lítið er um gagnvirkni. Earth 911 er þó orðin mikilvæg heimild, safn heimilda, sem þjónar stjórnvöldum og almenningi. Líka Pets 911.

Mikill sparnaður er við að gera hluti á vefnum. Þar þarf líka að vera tillögubox, þar sem stjórnsýsla hlustar á fólk. Á tíma “assymmetrical warfare” þurfa gögn að vera dreifð. Hvernig er hægt að finna fólk, sem talar pushtu?

Sjá nánar:
Dan Gillmor: We the Media, Grassroots Journalism by the people for the people, 2006