0332 Notendalýðræði

0332

Nýmiðlun
Notendalýðræði

Þegar 60 Minutes sagði, að Bush hefði vikist undan herþjónustu, var þátturinn samstundis leiðréttur í bloggi. Hefðbundnir fjölmiðlar notuðu bloggið og þannig hafa fréttamál flætt fram í samstarfi gamalla og nýrra miðla. Vefur er fínn, en sjónvarp er nauðsynlegt.

Eins og Survivor var “skemmdur,” þá eru bloggarar stöðugt að “skemma” stjórnvöld með því að safna saman gögnum, virkja þekkingu grasrótarinnar og með því að ögra hefðbundnum fullyrðingum. Með þessu hafa bloggarar áhrif á framvindu mála.

Kosningabarátta hefur í auknum mæli snúist um spuna, sem er endurtekinn af stórum hópi. Spuni er barn sjónvarpsaldar. Fólk er farið að kunna á spuna. Sumir vefstjórar lofa spunafríu svæði. Spuni slátraði varaforsetaefninu Edwards á örskammri stund.

Spunahópar höfðu mikil áhrif í kosningunum 2004. Þeir ruddust fram og stýrðu umræðunni, áður en menn fengu rönd við reist. Þannig var hetjuskapur Kerry í Víetnam dreginn í efa. Þannig var búin til keppni: “Bush á þrjátíu sekúndum”.

Photoshop er mikið notað til að falsa myndir í spuna. Sumir áhugamenn hafa með þeim hætti haft mikil áhrif á gengi frambjóðenda í kosningunum í Bandaríkjunum. Spuni hefur enn haft lítil áhrif á Íslandi.

Notendum kosningafrétta í bandarísku sjónvarpi hefur fækkað úr 39% árið 2000 í 23% árið 2004. Notendum gamanþátta í sama skyni hefur fjölgað úr 9% í 21%. Ungu fólki finnst skemmtiþættir fremur en hefðbundnir fjölmiðlar höfða til sjónarmiða þess.

Hefðbundið sjónvarp er sakað um að magna rifrildi, búa til æsing, í stað þess að ræða málin. The Daily Show gerir grín að hefðbundnu sjónvarpi og tökum stórfyrirtækja á því. Slíkir þættir koma í stað frétta hjá mörgum notendum.

Börnum finnst tungumál stjórnmála vera framandi. Þeim finnst þau sjálf vera valdalaus. Í Alphaville, borg í leikjakerfinu Sims, hafa þau hins vegar hlutverki að gegna, hugsa flóknar hugsanir og taka siðferðilegar ákvarðanir.

Gjáin milli rauðra og blárra hefur breikkað í USA. Stjórnmál hafa gert fólki ókleift að tala saman í hverfum, skólum, kirkjum og vinnustöðum. Allir geta núna fundið verustaði á vefnum, þar sem eingöngu eru skoðanabræður þeirra. Blár og rauður sannleikur.

Að þessu leyti hefur nýmiðlun orðið til að skerpa andstæður í samfélaginu. Hún gerir fólki kleift að velja eingöngu efni, sem fellur að hugmyndum þess. Það eflir trú þess á réttmæti hins eina sanna og stóra málstaðar. Fólk lokast fyrir öðrum upplýsingum.

Slashdot gerði tilraunir með stjórn notenda. Þeir lögðu inn sögur og unnu saman að mati á sögum annarra. 250.000 manns á dag.
Vefsvæðum fjölgar, sem auðvelda áhugafólki að sýna sig og verk sín á vefnum, án þess að afhenda höfundarréttinn stórfyrirtækjum.

Current.com er hugmynd Al Gore að fréttastofu fyrir ungt fólk. Það er ungt fólk hvatt til að taka þátt í mótun frétta og annars efnis. Ætlunin er að hvetja til meiri þáttöku í pólitík, í póltískri umræðu og að afhenda fjölmiðlavald í hendur ungs fólks.

Athugið líka: ourmedia.org,
participatoryculture.org
Þar geta menn prófað sig áfram án þess að afhenda höfundarétt.
BBC hefur gengið langt til móts við notendur. Stöðin hefur sett notað efni á vefinn og gert fólki kleift að gera athugasemdir.

Samþætting markar skipti úr miðilslægu innihaldi yfir í innihald, sem flæðir milli tegunda miðla. Efnahagsástæður valda því, ekki ást á notendum. Samþætting eflir tryggð notenda. Spurning er, hvort þeir eru tilbúnir til að taka meiri völd.

Sjónvarp hefur tapað áhorfi ungs fólks 18-27 ára yfir á vefinn. Í stað einsklingsbundinnar sjónvarpsneyslu er komin netvædd vefneysla. Maður með eina vél (TV) er einangraður, en maður með tvær vélar (PC) getur lifað í samfélagi.

Niðurstaða þessara dæma er enn óljós. Merki eru um meiri aðild notenda en áður. Samþætting risafyrirtækja er vandamál. Klári skríllinn “the smart mob” sýnir, að fólk, sem ekki þekkist, getur tekið saman höndum eftir efnum og ástæðum, “adhocracies”.

Gott dæmi um nýja tíma er iPod. Það byrjaði sem tónlistartæki, en er í yngstu útgáfum farið að flytja vídeó. Til viðbótar er kominn iPhone. Þar er búið að sameina hljóð, mynd og síma í eitt tæki. Samkeppni er að harðna á þessu sviði samþættrar tækni.

Nú þegar er hægt að fá hundruð þúsunda sjónvarpsþátta fyrir tæki á borð við iPod og iPhone. Þrátt fyrir þrönga skjámynd.
Nú er hægt að fá óklipptar kvikmyndir með skýringum og nótum. Og fátækir framleiðendur komast í beint samband við notendur.

Wikipedia sýnir, að hægt er að búa til vandaða alfræðiorðabók, þótt höfundar hafi gerólíkar skoðanir og gerólíka siðfræði. Wikipedia hefur í prófunum reynst vera jafn nákvæm og Britannica.

Adhocracy nýtist í fleiri og fleiri dæmum innan samþætta heimsins. Á jaðri kaupsýslusiðmenningar þrífst grasrót og sérhæfð miðlun. Þegar hefðbundnir fjölmiðlar örvænta, fara þeir að makka rétt.

Sjá nánar: Henry Jenkins: Convergence Culture, 2006