0343 Byltingunni sjónvarpað I

0343

Nýmiðlun
Byltingunni sjónvarpað? I
Joe Trippi, The Revolution Will Not Be Televised, 2004

Framboð Howard Dean kom á réttum tíma. Fjórir áratugir spillingar höfðu breytt lýðræðinu í auðræði, þar sem 0,25% íbúanna stjórnuðu öllu í krafti fjármagns til kosningabaráttu. Sérhagsmunir réðu öllu og fólk hafði misst áhuga á pólitík.

Hundruð þúsunda manna tóku á vefnum þátt í kosningabaráttu Dean. Þetta var krafaverk. Öll fyrirtæki, sem verja $20 millj. í sjónvarpsauglýsingar og $20 þús. í vefsíðu, sem lítið breytist, ættu að gæta að sér.

Þegar sjónvarpið kom til sögunnar, hófst spírall niðurlægingar stjórnmálanna. Hann endaði svo, þegar internetið kom. Napster. American Idol. Manila 2001. Kína og sjúkdómarnir. Howard Dean 2003. Tími almannavalds (ekki upplýsingavalds).

Internetið bjargar lýðræðinu. Ekki í framtíðinni, heldur á morgun, í dag. Þú ert næstum að missa af lestinni. Internetið er stofnað af hugsjónanördum til að vera ókeypis afréttur, tilraunastöð í tækniþróun. Bloggið. eBay hefur núna 45 milljónir áskrifenda.

Áhrif sjónvarpsauglýsinga hafa minnkað, af því að þær virkja ekki notandann. Neikvæðar auglýsingar virka neikvætt fyrir báða aðila. Þær eru gagnkvæmt sjálfsmorð frambjóðenda og skilja eftir sviðna jörð.

Hefðbundnir fjölmiðlar tóku ekki eftir Howard Dean. Þeir töldu hann vera marklausan skrítningja. Þeir voru lokaðir inni í hugarheimi, þar sem eingöngu milljarðamæringar eiga séns. Þeir skildu ekki almannavald veraldarvefsins.

Dean-baráttan byrjaði með Meetup.com, sem hélt sambandi fylgismanna á hverjum stað og ákvað mánaðarlegan fundarstað þeirra, t.d. Starbucks. Meetup gerði fólki með sama áhugamál kleift að hittast til að ræða það. Fólkið tók yfir kosningabaráttuna.

Umræðan á blogginu var sjálf kosningabaráttan. Upphafið var andstaða ungs fólks við stríðið gegn Írak, sem pólitíkusar og fjölmiðlar studdu. Fjölmiðlar komu af fjöllum Einkunnarorð bloggsins hjá Dean voru: The Revolution Will Not Be Televised.

Dean endaði allar ræður á: Ef þú vilt gera eitthvað, farðu þá á Meetup.com. Við leyfðum vefnum að taka völdin. Á hverjum stað skipulagði fólk sjálft kosningabaráttuna. Aldrei hefur önnur eins undiralda komið upp. Enginn fjölmiðill sá undirölduna.

Meðan aðrir frambjóðendur hlustuðu ekki á fólk og reyndu að nota veraldarvefinn til að koma skilaboðum sínum á framfæri, notaði Dean hann til að gera fólki kleift að koma sínum skilaboðum á framfæri.

Veraldarvefurinn er tæki fyrir andmælahreyfingar. Rætur hans liggja í ARPA og hjá hökkurum, sem vildu dreift kerfi, sem enginn gæti stjórnað. Og valdið hatar kerfi, sem það getur ekki stjórnað. Svæðum á borð við Drudge fylgir uppreisnarlykt.

Samhliða samtalinu á netinu gat framboð Dean komið á framfæri óskum um framlög. Ótrúlega háar upphæðir komu samanlagt út úr fjölda smáupphæða.
Ekki er hægt að stýra uppreisn. Hún er fellibylur. Þú getur siglt öldufaldinn og lifað hana af.

Forritið GetLocal var síðar notað í stað Meetup. Fólk gat hlaðið því niður til að slá inn hverfistölu sína og fundið næsta stuðningsfund Dean eða fundið stuðningsmann í hverfinu. Þannig vatt kerfið upp á sig.

Í blogginu fengum við allt, gagnvirkni, stuðning, peninga, allt sem framboð þarf til að lifa af.
Allt efni á blogginu þarf að vera skrifað af einhverjum. Fólk er þreytt á stofnanalegum dreifibréfum frambjóðenda. Í blogginu þarf að vera mannleg rödd.

Hefðbundnir fjölmiðlar eru undir slæðu. Fólk er sannfært um, að þeir segi ekki allan sannleikann. Bloggið er gegnsætt. Ef einhver gerir vitleysu, er strax bent á það. Bloggarinn er samnefnari skoðana og fordóma, það er málið. Hann er klárari en blaðamaður.

Við tókum ekki rugl tröllanna af vefnum. Engin tækni leysir allan vanda. En notendur snerust gegn tröllunum og hófu herferðir fjársafnana merktar viðkomandi trölli. Og þökkuðu síðan tröllinu fyrir að gera þessa peninga kleifa. Sumir hópar fóru í félagsþjónustu

Stuðningur Al Gore sameinaði aðra frambjóðendur gegn Dean, sem var ekki undir það búinn. Árásir Gephardt á Dean leiddu til falls beggja, en Kerry og Edwards fóru framúr. Gamalt, hefðbundið sjónvarp sýndi klærnar og veraldarvefurinn missti fótfestuna.

Meðan allir álitsgjafar sögðu frá andláti baráttu Dean, var hún fyrst að komast á flug. Bloggið varð brjálað. Fólk tók ekkert mark á álitsgjöfunum. Það vann ekki hjá fjölmiðlunum og bjó ekki innan Beltway í Washington. Allt í einu komst fylgið í fremstu röð.

Þótt framboð Dean hafi kunnað að beita veraldarvefnum, kunni það aldrei á aðra þætti kosningabaráttu. Þar var til dæmis enginn kosningastjóri. Smám saman glutraðist baráttan niður. Menn töluðu af sér á viðkvæmum póstum. Ferð Dean var stórslys.

Skammvinnt framboð Dean vakti fjölmiðla og pólitíkusa af draumi, sýndi þeim, að það væri hægt að gagnrýna stríðið gegn Írak.
Nýr þrýstihópur hefur bæst við alla hina, þrýstihópur almennings. Veraldarvefurinn er voldugri en sjónvarpið og auglýsingar þess.

* David Weinberger: Small Pieces Loosely Joined.
* Lawrence Lessig: The Future of Ideas.
* Howard Rheingold: The Virtual Community. Smart Mobs
* Doc Searles, Chris Locke, Rick Levine:The Clue Train Manifesto.

Næst mun sá frambjóðandi sigra, sem kann að skipuleggja SMS-skilaboð.