0307 Vefhönnun

0307

Nýmiðlun
Vefhönnun

Sjá nánar: 
James C. Foust: 
Online Journalism, 2005

Árið 2013 voru flestir farnir að nota WordPress til að hanna heimasíður og aðrar meðfylgjandi síður. Aragrúi viðbóta er í boði við WordPress. Hvorki forritið né viðbæturnar kosta neitt. Hægt er byggja viðamikil netsvæði á þennan ódýra og einfalda hátt.

Minnkaður góðvilji:
Upplýsingar eru faldar. T.d. verð.
Mér er refsað fyrir sérvisku.
Ég er spurður um óþörf atriði.
Ég mæti hræsni.
Ég þarf að bíða af mér óróa.
Vefsvæðið virkar ófaglega.

Aukinn góðvilji:
Svæðið veit, hvað ég vil.
Svarar spurningum.
Sparar spor.
Hefur fyrir hlutum.
Prentvænar síður.
Auðvelt að rata úr villum.
Biðst afsökunar.

Þú þarft ekki að vera listamaður til að búa til snyrtilegar vefsíður. Grind á vefnum er svipuð grind í dagblaði. Í báðum tilvikum er gott að muna eftir “above the fold”, það er þeim hluta, sem sést strax. Á skjánum er það fyrsta skjámyndin.

Borðtölvur hafa minnst 15 tommu skjái, fartölvur niður í 12 tommu. 15 tommu skjár hefur 800×600 pixla upplausn. Það þýðir í raun, að stærð fyrstu skjámyndar eru 750×420 pixlar. Og nú er upplausn í skjám orðin enn betri.

Nothæfni felst í siglingafræði:
Hvar er ég?
Hvert get ég farið?
Notendur eiga alltaf að vita, hvaða kostir eru í stöðunni.
Tenging á heimasíðu er alls staðar nauðsynleg, ef menn villast.

Vefsíða hefur aðeins örfáar sekúndur til að fanga athygli fólks. Ef ekki, þá kemur tækifæri kannski aldrei aftur.
Haltu þér við grindarkerfi.
Notendur skanna síður, lesa þær ekki. Allt þarf að vera auðfundið.
Andstæður nást með litum.

Virðingarstiginn ofan frá heimasíðu niður í smáatriði þarf að vera ljós. Og einnig leiðin upp til baka aftur.
Á vefnum er það textinn, sem dregur augað til sín, ekki myndir eða grafík.

Antíkva-stungur pappírs sjást verr í lítilli upplausn skjásins. Steinskrift (sans-serif) skaddast minna. Tískustungur gefast illa.
Notaðu algengar stungur á vefnum: Times/Times New Roman (antíkva) og Helvetica/Arial (steinskrift). Einnig Verdana.

Jafnaðu til vinstri á vefnum, ekki beggja vegna.
Besta dálkabreidd er eitt og hálft stafróf letursins: abcdefghijklm nopqrstuvwxyzabcdefghijklm
Einnig má miða við 10-12 orð.
Forðastu orðskiptingar á vefnum.
Forðastu undirstrikanir. Eru links.

Mikið er um ofnotkun lita. Hafðu andstæðu milli grunnlitar og textalitar. Settu ekki texta ofan í órólega mynd eða graf. Notaðu litróf vafranna, 216 litir henta PC og Mac sameiginlega. GIF hentar strikamyndum, JPEG hentar ljósmyndum.

Á prenti er upplausnin yfirleitt 600 ppi, pixlar á tommu. Á vef er upplausnin 72 ppi. Þú getur stillt á 72 ppi í Photoshop. Farðu í Image matseðilinn og dragðu niður í Image Size. Þá kemur upp eyðublað, sem þú fyllir út.

Í stað þess að eyða miklum tíma í HTML er betra að nota Dreamweaver til að búa til box. Notaðu matseðilinn Insert og dragðu niður í Table. Þá kemur upp eyðublað, sem þú fyllir út. Gættu þess að hafa “cell padding”, bil frá efni yfir í rönd. Líka “cell spacing”.

Samhæfni þarf að vera milli síðna á hverju vefsvæði. Menn ramba ekki milli stílsniða.
Stílsnið = Templates.
Hönnunarforrit búa til stílsnið fyrir allan vefinn. Einstökum síðum er hellt ofan í sniðið.

Misræmi kann að vera í útliti hjá notanda með PC og notanda með Mac. Hönnunarforrit gera ráð fyrir að þefað sé af vöfrum (browser sniffing) til að sjá, hvernig síðan lítur út í mismunandi vöfrum, Explorer, Safari, Firefox, Opera o.s.frv.

Tengingar og krækjur ganga næst texta í mikilvægi fyrir notandann. Þær hvetja hann til að ferðast meira á eigin vegum. Þú mátt ekki kaffæra hann í tengingum, heldur velja þær, sem þú telur mestu máli skipta.
<a href=url>lysing</a>

Hægt er að opna tengda síðu í stað síðunnar, sem fyrir var, eða leggja hana sem sérstaka síðu ofan á þá síðu. Alltaf er hægt að komast á fyrri síðuna með því að smella á Back hnappinn. Þess vegna er algengast að láta fyrri síðuna hverfa.

Þú getur þurft leyfi til að krækja í síðu.
Gættu þess, að krækjan virki. Þú þarft að skoða það einnig síðar.
Hætta er fólgin í að draga notandann út úr sögu þinni og fara með hann annað. Það er ekki víst, að hann snúi við.

Tilgangur krækja:
Koma með bakgrunn.
Vitna í heimild.
Koma fleiri sjónarmiðum að.
Hvetja til frekari könnunar.
Með krækju felst óbein viðurkenning á þeirri síðu. Ekki tengja, ef þér finnst sú síða vera veik.

Best er, að tengiorðið segi skýrt, hvert sé verið að fara. Ljóst þarf að vera, hvað notandinn fær, þegar hann notar krækjuna. Hann á ekki að þurfa að velta því fyrir sér. Tengingar geta verið í texta eða í boxi til hliðar til að trufla ekki söguna.

Ekki skrifa: “Smelltu hér”, “potaðu músinni í þessa tengingu”, “vafraðu á þennan stað”, “greinin er hér” eða “fylgdu þessari krækju”. Notendur vita, hvað krækjur eru. Skrifaðu “Öll skýrslan”, “Egill Helgason”, “Knattspyrnusambandið”.