0322 Samþættur ljósvaki II

0322

Nýmiðlun
Samþættur ljósvaki II

Ljósvaki notar þrenns konar hljóð:
*Upplestur.
*Hljóðbitar.
*Umhverfishljóð.
Hljóðbitar færa notanda á vettvang og koma sérfræði á framfæri til að auka traust.

Góður hljóðbiti fæst úr áhugaverðri framsetningu. Leitaðu að fjölbreytni. Hljóðbiti er 6-15 sek.
Góður hljóðbiti er í miðju 30 sek. fréttar og sker sig úr. Setja þarf upp hljóðbita með formála, svo að notendur átti sig á honum.

Skrifað með hljóði:
Þú þarft að vita, hversu langur hljóðbitinn er, hvernig hann byrjar og hvernig hann endar.
Forðastu að nota svipað orðalag í inngangi hljóðbitans og er notað í honum sjálfum.

Endir fréttar eftir hljóðbita lýkur sögunni og segir notendum, að hún sé búin. Þar mega gjarna vera viðbótarupplýsingar, ekki endurtekning þess, sem áður var sagt.

Grafík og ljósmyndir hreyfast ekki. Þær eiga að sýna umræðuefnið og koma því í samhengi.
SWAP = tal og mynd verður að falla saman.

Samsetningin:
Fréttatími í sjónvarpi hefur blöndu af fréttum og einingum. Pakki sameinar allt, orð, myndir og hljóð. Mikið af fréttum í sjónvarpi er sett fram í pökkum. Pakki byrjar með myndum og hljóði, sem gefur tón, sýnir svið.

Pakki byrjar ekki bara sterkt, heldur endar líka sterkt. Stundum flytur endirinn notendur aftur til upphafsins.
Þegar þú ert búinn að skilja söguna, þarftu aðila í mynd, sem segir lykilatriði málsins.

Sjónvarpspakkar fela oftast í sér stand-up blaðamanns, sem talar í myndavélina. Það samsvarar merkingu prentgreina. Oft eru þessi stand-up brýr milli kafla, frásagnir, sem tengja saman punktana. Eða flytja upplýsingar, sem ekki komast öðru vísi að.

Stand-Up:
* Horfðu ekki beint í sólina
* Vertu slakur, ekki stífur
* Vertu á ská við myndavélina
* Passaðu að hafa rétt baksvið
* Notaðu staðinn til upplýsingar
* Láttu þetta hæfa tóni sögunnar
* Vertu í óhlutdrægum fatnaði

Stand-Up: framhald
* Hafðu umhverfishljóð á undan og eftir.
* Haltu stöðunni nokkrar sekúndur eftir að stand-up lýkur

Fréttir eru ekki bíó. Bannað er að sviðsetja fréttir eða breyta aðstæðum. Spennan í fréttinni á að nægja út af fyrri sig.
Farðu varlega í víkkun “pan” og þrengingu “zoom”, ekki of hratt.

Sjónvarpssögur eru einfaldar og flóknar í senn. Notandinn þarf að ná fréttinni í fyrstu tilraun. Notaðu frumlag+umsögn+andlag. Engar styttingar. Germynd og nútíð, engar afbrigðilegar tíðir, myndir. Nafn á undan hljóðbita/tilvitnun.

Hljóðbitar eru kjarninn. Fréttir eru smíðaðar um þá. Þeir veita upplýsingar, trúverðugleika og mannlega þætti. Þeir undirstrika fókusinn. Finndu áhugaverð eða einstæð atriði fyrir hljóðbita. Hver frétt hefur einn hljóðbita.

Myndræn atriði auka vídd við sjónvarp. Þau þurfa að tengjast vel orðum og upplýsingum til að rugla notendur ekki í ríminu. Notaðu breytileg horn og víddir.
Að lokum: Lestu kennslubók um ljósvakann.

Nokkrar þðingar hugtaka:
Active voice = germynd
Donut = sign-off vantar
Hard lead = hörð byrjun
In cue / out cue = lykilorð
Package = pakki
Pan = víkkun, víðsvið

Reader = lesari, upplesin frétt
Soft lead = mjúk byrjun
SoT = rödd á bandi
Tilt = frávik frá andspænis
TRT = heildartími
Voice-over = rödd yfir mynd
Zoom = þrenging

Bætt við hljóði:
Track = upplesin frétt
Sound bite = hljóðbiti
Nat sound = umhverfishljóð
Wraparound = frétt með hljóðbita
Tag =fréttarlok eftir Hljóð á bandi
Sign-off = höfundur, stöð, staður

Bætt við mynd:
BOX = graf í boxi við akkeri
FSG = graf sem fyllir út skjáinn
VO = rödd yfir mynd
VOSOT = rödd yfir hljóðbita
OC = í mynd, beeper = símtal
PKG = tilbúinn pakki

Sjá nánar:
Janet Kolodzy: Convergence Journalism, 2006
Stephen Quinn & Vincent F. Filak: Convergent Journalism, 2005