0326 Samþættur vefur II

0326

Nýmiðlun
Samþættur vefur II

Blaðamenn þurfa að átta sig á, hvaða tenglar eru áreiðanlegir og nákvæmir.
Við samningu fyrirsagnar og inngangs þarf blaðamaðurinn að þræða fína línu milli of mikils og of lítils hluta sögunnar.

Augnarannsókn sýnir:
* Fyrirsagnir helst efst til vinstri.
* Textablokkir litlar og stuttar.
* Áhugaleysi er á litlum myndum.
* Tvö-þrjú fyrstu orðin ákveða, hvort athygli notandans vaknar.

Að finna HTML:
1. Smelltu á vefsíðuna.
2. Veldu matseðilinn View.
3. Klikkaðu á Page Source eða Source.
.is, .com, .edu, .gov, .net, .org.

Dreamweaver og FrontPage búa sjálfkrafa til kóða fyrir vefinn. Einnig eru til flóknari og dýrari forrit til útgáfu á vefnum. Þessi forrit búa til hólf og skúffur fyrir ýmiss konar efni. Mikið af hönnun á vefnum minnir á hönnun fréttablaða. Heimasíðu oft breytt.

Tengingar:
Tengingar á vefnum eru kallaðar hypertext. Þær eru litaðar eða undirstrikaðar. Gott er fyrir blaðamenn að læra smávegis um kóða. En í sjálfu sér er kunnátta í kóða orðin óþörf. Textagerð fyrir vef er bara hluti af möguleikum vefsins.

Gagnvirkni:
Fréttir eru ekki lengur línulaga eintal. Þær eru samtal margra radda með margs konar vali, þær eru gagnvirkar. Blaðamenn verða samt að meta, hversu miklum tíma og orku megi verja í að framkalla gagnvirkni á vefnum.

Gagnvirkni hefur ýmsar myndir. Í margmiðlum velur fólk um kosti í stöðunni. Umræðuhópar og blogg gefa líka færi. Gagnvirk grafík er oft notuð. Kannanir eru hér líka. Blaðamenn mega ekki drukkna í gagnvirkni og missa sjónar á hefðbundinni vinnu.

Gagnvirkni:
* Höfundarlína með tölvupósti (kallar á skítapóst geðsjúklinga)
* Álitshnappur (þáttaka í umræðu)
* Kannanir
* Fréttahópar (forums)
* Samræðuhópar (chat)
* Myndasöfn

Smellt á gagnvirkni-hnappa:
* Kort
* Tímalínur.
* Getraunir og reiknivélar.
Slideshow: Raðað er saman nokkrum ljósmyndum og texta til að segja sögu. Stundum línulaga, stundum mósaík. Eykur gegnsæi.

Margmiðlun tengist oft gagnvirkni, bætir nýrri vídd við fréttir.
Margmiðlun felur í sér, að fleiri en einn miðill er notaður í einu. Skrifað, talað, ljósmynd, vídeó, grafík, kvikmynd. Margmiðlun nýtist best til að sýna upplýsingar. Slideshow, leikir, podcasting.

Hreyfimyndir:
Endurflytja atburð, til dæmis hrun turnanna. Eða sýna atriði, sem erfitt er að sjá, til dæmis DNA. Mikið notað í fréttum úr læknisfræði, vísindum og tækni.

Webcast og Podcast:
Straumur lifandi hljóð- og myndskeiða. Podcast hleður inn á litlar hljóðtölvur á borð við iPod. Þessi tækni byrjaði utan fjölmiðla, en nú eru þeir farnir að nálgast hana. Boðið er upp á streymi, “streaming” á vefsíðum fjölmiðla.

Samstarf
Samræming
Samþætting

Nýjar fréttabrautir eru margar. Vefurinn bætir við gagnvirkni og margmiðlun. Þessi tækni þarf að henta aðstæðum. Margmiðlun er of oft “gee whiz” til að töfra fólk fremur en upplýsa það.

Hvað á að segja? Í hvaða formi? Ýmis lög eru í boði.
* Notaðu prent til að útskýra
* Notaðu margmiðlun til að sýna
* Notaðu gagnvirkni til að sýna og virkja.
Hugsaðu um notandann og hvað honum muni finnast.

Frásagnarkort (storyboarding) kemur að gagni. Þau skýra fókus, sýna meginatriði sögunnar og ákveða röð þeirra. Þessi kort eru sjónrænt yfirlit sögunnar.

Gott er að brjóta niður söguna í atriði á borð við fókus, fólk, viðburði, aðstæður, sögu, hliðstæð atvik, sjónarhóla, sjónarhorn. Einnig þarf að brjóta hana niður í tegundir miðla, sem henta hverju sinni.

Fréttablað og vefur leyfa notanda að nálgast upplýsingar á margan hátt í mörgum blöndum, frá mörgum sjónarhornum. Það er notandinn, sem fyrst og fremst ákveður, hvaða lög sögunnar hann notar.

Vefur felur í sér ný frásagnarform: gagnvirkni og margmiðlun. Fólk skannar og leitar, les ekki. Textar eru í stuttum bútum. Fyrirsagnir eru einfaldar. Tengingar leyfa gagnvirkni og notkun, sem ekki er línulaga. Gagnvirkni getur líka verið tölvupóstur.

Sjá nánar:
Janet Kolodzy: Convergence Journalism, 2006
Stephen Quinn & Vincent F. Filak: Convergent Journalism, 2005