0308 Allir nota WordPress

0308

Nýmiðlun
Allir nota WordPress

Árið 2013 voru flestir farnir að nota WordPress til að hanna heimasíður og aðrar meðfylgjandi síður. Aragrúi viðbóta er í boði við WordPress. Hvorki forritið né viðbæturnar kosta neitt. Hægt er byggja viðamikil netsvæði á þennan ódýra og einfalda hátt.

Flestar síður skortir samræmi, þegar texti er stækkaður. Vefsíður eru fyrir alla, líka þá sem sjá illa. Hugbúnaður á borð við Dreamweaver þarf að gera ráð fyrir slíku. Sveigjanleiki þarf að vera í hönnun vefsvæða. Þurfa að haga sér eins í mismunandi vöfrum.

Skeljar eru safn skyldra tenginga og upplýsinga, sem raðað er í pakka á vefsíðu. T.d. Allt um kosningarnar.
Skeljar flokkast í sviðsskeljar, málefnaskeljar, söguskeljar og notendaskeljar.

Sviðsskel: T.d. Stjórnmál.
Málefnaskel: T.d. Kosningarnar.
Söguskel: T.d. Fyrri fréttir.
Notendaskel: Notandinn hefur pantað af eyðublaði, hvaða tegundir af fréttum hann vill fá.
Fréttamiðlar á vefnum hafa farið of hægt í notendaskeljar.

Gagnvirkni gerir þér kleift að segja sögu á nýjan og spennandi hátt, komast yfir takmarkanir prents og ljósvaka. Til dæmis getur þú klippt söguna í pakka og leyft notendanum að ráða, hvernig hann nálgast hana og hvernig hann fer gegnum hana (mósaík).

Þannig leggur notandinn sitt til sögunnar. Hann getur brugðist við henni í tölvupósti. Þetta getur kostað tíma og fyrirhöfn og krefst sérstakrar hæfni og tækni á ritstjórn vefsvæðisins. Blaðamenn kvarta stundum um, að samskipti taki of mikla orku frá skrifum.

Efnisþættir margmiðlunar á vefnum:
Texti
Grafík og ljósmyndir.
Hljóðskeið og myndskeið.
Margs konar innihald samþætt (rich content)

Grafík: Photoshop er notað. Gættu þess, að skjölin verði ekki of þung. Þetta geta verið ljósmyndir, kort, tækniteikningar, upplýsingagröf (infographics). Það síðasta sýnir tengsli milli talna og hugtaka. Kökur, súlurit, línurit, punktarit. Forðist kraðak.

Hljóð: Hljóðbitar eða heil viðtöl. Hafa meiri tilfinningu en texti. Stundum “nat sound”. Vafri getur þurft plug-in. Java eða Flash gerir þátt hljóðsins í fréttinni meira fljótandi. Hljóðvinnsla fylgir með stýrikerfum Windows og Mac.

Þrjár breytur, parametrar, eru í hljóði:
Sampling rate, bit depth, channels.
Notaðu “streaming” form, t.d. RealAudio, Quick Time. MP3 kemur líka til greina.

Myndskeið: Notuð svipað og hljóð. Eru knýjandi miðill. Mega ekki bara vera skraut. Mikilvægt er, að flæðið sé eðlilegt, ekki skrykkjótt. Myndskeið eru þung, gagnast ekki mótöldum. Streaming er í RealVideo, QuickTime og Windows Media.

Ritstjórn myndskeiða fer fram í Premiere, iMovie eða Final Cut Pro.
Þegar myndskeið eru orðin til, eru þau meðhöndluð á sama hátt og hljóðskeið. Krækt er frá síðunni til þeirra.

Rich content: Java og Flash.
Java er orðinn iðngreinarstaðall. Þú þarft samt Flash Player plug-in. Flash styður margmiðlun og “streaming” og er fallega smíðað. Það gengur mjög vel með Dreamweaver. En þetta eru þung skjöl, sem þarf að hlaða inn.

Gagnvirkni skapar hættur. Er miðillinn ábyrgur fyrir innsendu efni? Í hefðbundnum miðlum lýkur sögum, á vefnum lifa þær áfram.
Tölvupóstur, chat og umræðuhópar. Blaðamaðurinn tekur þátt á tilgreindum tíma.

Oftast ritstýra fjölmiðlar þessari gagnvirkni. Það tekur tíma. Sumir blaðamenn kvarta um álag.
Gagnabankar með leitarmöguleikum (t.d. Google) eru í auknum mæli opnir á vefsvæðum fjölmiðla.

Eðli sögunnar ræður aðkomu aðferðanna. Skrifaður texti er undirstaðan. Hann segir: Hvaða skeið er þetta? Hvaðan er það? Hvað þýðir það? Aðeins texti getur skýrt þetta.
Ekki þarf að segja allt í frétt, bara allt sem máli skiptir.

Hvað vill og þarf notandinn?
Hversu hröð er tölvan hans?
Er hann með Flash Player?
Miðlar nýta sér margmiðlun ekki nógu vel. Athuga þó Agence France-Presse (t.d. Formúla 1), MSNBC og fleiri. Leikir: Slate.com. Budget Balancer.

Vefurinn er enn hliðarafurð hefðbundinna fjölmiðla, stundum rekinn meira af vilja en mætti. Með aukinni samþættingu hinna ýmsu tegunda fjölmiðlunar mun vefurinn hætta að vera jaðaratriði. Hann verður miðlægur í fjölmiðlun framtíðarinnar.

Í náinni framtíð mun fjölmiðlun líkjast smokkfiski, þar sem vefurinn er í miðju. Frá honum munu liggja armar i allar áttir. Í einum er prentið, i öðrum sjónvarp, útvarpi hinum þriðja, síminn í fjórða arminum og svo framvegis.

Sjá nánar: 
James C. Foust: 
Online Journalism, 
2005

Árið 2013 voru flestir farnir að nota WordPress til að hanna heimasíður og aðrar meðfylgjandi síður. Aragrúi viðbóta er í boði við WordPress. Hvorki forritið né viðbæturnar kosta neitt. Hægt er byggja viðamikil netsvæði á þennan ódýra og einfalda hátt.