0338 Amatörarnir

0338

Nýmiðlun
Amatörarnir

Spurning um traust:
Áfram þarf að varðveita forsendur á borð við sanngirni, nákvæmni. Og áfram þurfum við ritstjóra. Fólk treystir ekki bloggi, sem lýtur ekki aga.

Til skjalanna hafa komið þungavigtarbloggarar, vefsíðuhönnuðir, póstlistaeigendur og SMS-sérfræðingar, sem eru orðnir lykilfréttamiðlar fyrir aðra, þar með fyrir hefðbundna fjölmiðla og fagmenn í blaðamennsku.

Bloggarar eru alls staðar: Tilgangslaust er orðið að segja fréttir “off the record” í stórum hópum, þar sem er fólk, sem ekki þekkir eða vill ekki þekkja hugtök í blaðamennsku, en bloggar.

Helsta gagnrýnin á blogg felst í, að það sé sjálfmiðjað raus, aðeins áhugavert fyrir ættingja og vini. En vaxandi fjöldi blogga er skrifaður af fólki, sem vill tala greindarlega á sínu sérsviði. Groklaw er helsta fréttauppspretta um lagaflækjur SCO Group.

Þróun og bylting: Derakhshan breytti stillingum í Blogger og gat póstað á persnesku. PersianBlog. com var stofnað 2002 og hafði 100.000 notendur á innan við 2 árum. Það er vefur fyrir kúgaða þjóð, segir margt um stjórn, sem reynir að ná stjórn á tækninni.

Harðstjórnir geta þaggað niður í einstaklingum og gera það. Kínversk stjórnvöld áttuðu sig á þessu fyrir löngu og reyna að útiloka vinsælustu gagnrýnisraddirnar frá almennri dreifingu. En slíkar raddir heyrast samt. Árið 2007 heyrðust þær í Burma.

Hagnaðarlaus útgáfa borgaranna: Dæmi: Melrose Mirror, SilverStringer, Junior Journal. Þetta er ekki mikil samkeppni við hefðbundna fjölmiðla, en hefur kraft, sem vantar í hefðbundna fjölmiðlun. Þetta er útvíkkun fréttamennskunnar.

Annars konar miðlar blómstra: Jaðarmiðlar í Bandaríkjunum hafa ekki nýtt sér netið vel. Eitt besta dæmið er Indymedia, stofnað 1999 af andstæðingum hnattvæðingar. Var orðið öflugur miðill um allan heim árið 2003. Vantar þó ritstjórn og skortir áreiðanleika.

Fleiri dæmi: Democracy Now! Kuro5hin. Þar kjósa notendur og færa fréttir upp og niður. Command Post birtir efni um Írak. Center for Public Integrity hefur fína rannsóknablaðamennsku. T.d. The Buying of the President 2004.

Ef hefðbundnir fjölmiðlar dala, munu áhugahópar, áhugastofnanir og auðugir einstaklingar líta á fyrirbæri á borð við Center for Public Integrity sem leiðina til að veita upplýstum borgurum vald. Rannsóknablaðamenn munu fá vinnu hjá slíkum stofnunum.

Hér á Íslandi hefur þessi þróun ekki enn orðið. Hefðbundnir fjölmiðlar sjá enn um rannsóknir og aðra tímafreka blaðamennsku. Bloggarar eru enn einkum í skoðunum. Hér eru ekki enn til sjóðir, sem ráða blaðamenn til rannsókna til birtingar á vefnum.

Wiki-miðla fyrirbærið: Ein merkasta birtingarmynd hinnar stafrænu aldar. Varð mikilvægt á þremur árum. Allir geta ritstýrt öllu. Skemmdarvargar spilla, en samt hefur Wiki náð fótfestu. Allt er lagað samstundis, eins og gert er við brotna rúðu í góðu hverfi.

Skemmdarvargar á Wiki átta sig á, að skemmdirnar eru lagfærðar innan fárra mínútna. Þeir gefast því upp. Sum atriði eru umdeilanleg. Og stundum eru menn bannfærðir. Venjulega er fólk gott.

Wiki Travel sýnir möguleika stefnunnar við réttar aðstæður. Það er leiðsögusafn skrifað af fólki, sem býr á staðnum eða hefur dvalist þar lengi.
Wiki þarf ekki að vera opinn, getur verið að baki eldvarnaveggs.

Viðskiptamynstur persónulegrar blaðamennsku framtíðarinnar: Áhugaverðir möguleikar eru að koma í ljós. Auglýsingar og áskriftir. Bloggið er auglýsing á höfundinum. Þetta er örútgáfa, byggist á lágum og engum kostnaði.

Örútgáfan nýtir holur, sem eru of litlar fyrir tímarit. Weblogs Inc. greiðir höfundum óskipt $ 1.000 á mánuði og 50-50 eftir það. Google getur sett auglýsingar á vefsíður eftir efni þeirra. Það gefur sumum dálitlar tekjur. Blogads miðar bara við blogg.

Blogg getur auðveldað höfundum að koma freelance greinum á framfæri við hefðbundna fjölmiðla. Það gerir þekktan bloggara að viðurkenndum sérfræðingi á afmörkuðu sviði.

Nýtt viðskiptamynstur, samskotabaukurinn: Andrew Sullivan safnaði fé frá lesendum, svipað og Public Radio. Sendu mér peninga og ég fer til Írak. Þetta er erfitt, menn þurfa að vera fókuseraðir og skrifa um ágreiningsefni.

Josha Marshall safnaði fé til að fylgjast með forkosningu í New Hampshire.
Sennilega verða fáir ríkir á að blogga nema þeir hafi að baki sér sjóði, velgerðarmenn eða aðra tekjupósta.

Í stað þess að reka fréttaflutning í samkeppni við einkamiðla, getur Rúv breyst í sjóð, sem fjármagnar rannsóknir óháðra blaðamanna til birtingar á vefnum. Þannig má fyrir óbreytt fjármagn fá miklu virkari leið til að veita aðhald hefðbundnum fjölmiðlum.

Sjá nánar:
Dan Gillmor: We the Media, Grassroots Journalism by the people for the people, 2006