0319 Að finna sögur

0319

Nýmiðlun
Að finna sögur

Góðar sögur koma úr góðri fréttaöflun og góð fréttaöflun kemur úr góðri heimildavinnu og skipulagi. Fyrst þarf höfundurinn að vinna heimavinnu, finna bakgrunn, skilja samhengi, finna fólk og heimildir, finna sjónarhorn, gera söguna áhugaverða misjöfnu fólki

Blaðamaðurinn þarf að kunna söguna (skilja fókusinn) til að geta sagt hana, þekkja áheyrendur (skilja þarfir þeirra) til að ná sambandi við þá, þekkja miðilinn (vita hvernig hann nýtist fólki) til að nota hann á virkan hátt.

Að þekkja söguna: Þú verður að vita, hvað þú ert að tala eða skrifa um, áður en þú byrjar. Það er ekki nóg að vita staðreyndirnar, þú verður líka að vita samhengið og hafa innsæið. Þú verður að vita bakgrunn, kunna viðtöl og veita eftirtekt.

Vefurinn er frábær heimild fyrir blaðamenn, af því að auðvelt er að leita og finna á honum. Þeir þurfa að vita, hvar á að leita. Blaðamenn þurfa að vita, hver er partur af sögunni og hver ekki. Þeir þurfa að fara úr blöðru tölva og sérfræðinga og finna fólkið.

Að þekkja notendur: Til að þekkja notendur, þarftu að þekkja samfélag þitt. Notendur eru að breytast, sækja upplýsingar á ýmsan hátt, oft í litlum bitum. Fréttablöð, sem þjóna litlum hópum, auka við lestur, en stórir fjölmiðlar tapa lestri á sama tíma.

Að þekkja miðlana: Fólk snýr sér að ýmsum tegundum fjölmiðla á ýmsum tímum til að fá ýmsar tegundir upplýsinga. Krafan er, að allt gerist hér og nú. Fólk notar sjónvarp til að sjá og heyra og fer á netið, sem gefur kost á gagnvirkni og tengingum.

Hver saga hefur lög af upplýsingum, sýnanlegt lag, heyranlegt, lesanlegt, leikið, leitanlegt, gagnvirkt, samtvinnað. Fólk vill blanda þessu saman eftir þörfum sínum hverju sinni.

Að finna sögur: Hæfni til að finna sögur er kölluð fréttanef. Hugmyndir fara gegnum síu fréttagilda: Núið, nálægð, áhrif, spenna, óvenja, mikilvægi, frægð. Hugmyndir koma úr forvitni, blaðamenn taka eftir umheiminum, lesa mikið, sjá teikn á lofti.

Hinir venjulega grunuðu:
Fréttastofur hafa lista yfir fólk og staði. Þær hafa tilkynningar, sem sía þarf. Það er slæm venja í stað fréttaöflunar að nota fréttatilkynningar í texta, hljóði eða vídeó, án þess að endurskoða þær, laga og geta heimildar.

Vegna ólíkra skilatíma og ólíkra notenda bregðast útvarp og sjónvarp sérstaklega hratt við því, sem kemur á skannann. Þau lifa í núinu. Blöð og vefur setja meira samhengi inn, af því að þau hafa meira pláss og meiri tíma.

Fundarboð og fundir geta gefið mikilvægar upplýsingar um bakgrunn, jafnvel þótt fundurinn sjálfur sé ekki fréttnæmur. Hann getur hins vegar gefið hugmyndir að fréttum úti í bæ.

Fréttir:
Finna má fréttir í birtum fréttum. Viðamikil frétt gefur tilefni til smáfrétta. Erlendar fréttir hafa innlenda vinkla. Innlendar fréttir hafa vinkla, sem snerta minnihlutahópa. Sumar fréttir á eftir að persónugera. Sumar í smáramma.

Netið:
Umræðuhópar, blogg, fréttahópar gefa tilefni frétta. Þangað leita blaðamenn til að finna, hvað er verið að tala um. Þar eru engar síur, svo að blaðamaðurinn þarf að átta sig á, hvað er signal og hvað er hávaði (noise).

Varúð á vefnum:
1. Hver er bak við upplýsinguna.
2. Hefur hann ákveðin markmið.
3. Hvenær var það sett á netið.
4. Hver er trúverðugleikinn.
5. Get ég staðfest upplýsinguna.
Stattu upp, farðu út í bæ, þar sem lífið fer fram.

Þú getur heilastormað um fókus, viðrað hann við samstarfsfólk. Best er, að úr því komi nokkrir kostir, sem þú velur milli. Gott er að hafa fókusinn sjónrænan, búa til sögukort. Erfiðast fyrir flesta er að skilja hluti eftir utan við fókus.

Fókusmálsgrein skipuleggur söguna og selur hana ritstjóra.
1. Af hverju er sagan mikilvæg?
2. Hver er punktur sögunnar?
3. Hvers vegna segja söguna?
4. Hvað segir sagan um okkur og umheiminn.
5. Um hvað er sagan, í einu orði.

Tom Farrey:
Hefur í huga sagnalist hvers miðils. Tímarit þurfa sögusvið. Vefurinn þarf efni í spjallrásir.
“Við þurfum að losna úr viðjum eigingirni samkeppninnar, ekki hafa áhyggjur af, hvaða miðill skúbbi fréttinni.”

Kevin Sites:
Altmúligmaður í Afganistan og Írak. Samþætting allra þátta. Sumt efni hans fer í sjónvarp, annað í blöð og tímarit eða bara á vefinn. Hefur öll tæki með, gervihnattasíma, myndavél, vídeóvél, hljóðnema, fartölvu. Er sjálfstæður.

Að finna fókus: Oft er fókusinn loðinn eða að ýmsir möguleikar eru í stöðunni. Margar leiðir eru notaðar til að finna hann. Lykillinn er að hugsa um söguna, áður en hún er sett saman. Þegar blaðamaðurinn hefur fundið fókusinn, renna brotin saman í mynd.

Sjá nánar:
Janet Kolodzy: Convergence Journalism, 2006
Stephen Quinn & Vincent F. Filak: Convergent Journalism, 2005