0318 Myndir og hreyfimyndir

0318

Nýmiðlun
Myndir og hreyfimyndir

Ekkert slær út afl andartaks, sem er frosið í tíma á ljósmynd. Það er eins konar eilífð í ljósmyndum. Afl myndskeiða felst hins vegar í hverfulleika þeirra. Margmiðlun getur beislað hvort tveggja aflið, eilífðina og hverfulleikann.

Myndataka hófst á fjórða áratug tuttugustu aldar, stafræn myndataka á níunda áratugnum. Nú starfa saman ljósmyndari, blaðamaður og fréttastjóri og skipuleggja myndatökur.
Vídeó er línulaga. Gagnvirkni er möguleg. Hliðvarsla er minni.

Milli myndskeiða í misjöfnu sjónarhorni er oft milliskot (cutaway) af öðru myndefni. Ljósmyndarar, sem vinna við margmiðlun, þurfa að kunna að taka milliskot. Víðátta, nærmynd, millimyndir og andlitsmyndir vinna saman í margmiðlun.

Ljósmyndarar fyrir prent fylgja oftast siðfræði lágmarks í lagfæringu á myndum. Flestir miðlar vilja, að mynd endurspegli það, sem sást í myndkíkinum. Þessi fiktlausa stefna á ekki eins við í vídeói. Þar eru svörin oft mynduð á undan spurningunum.

Margir ljósmyndarar kyrrmynda hafa fært sig yfir í vídeó eða bætt því í vopnabúrið. Í framtíðinni munu menn ekki nota myndavélar, heldur hágæða DVD vídeó. Oft rekast þó á hagsmunir miðla og altmúligmaðurinn nær oft ekki bestu skotunum. Kyrrmyndir lifa.

Vídeótaka er myndataka (photography) í myndskeiði.
Sérhver rammi af vídeói á að geta verið sjálfstæð mynd.
Myndaröð (sequence) segir sögu, til dæmis í millimynd, nærmynd og þröngmynd (extreme close-up).

Myndefnið er ekki í miðjum fleti. Honum er skipt í þriðjunga. Aðalatriðum myndefnis er raðað á mörk og horn þriðjunganna. Til dæmis er sjóndeildarhringur ofan eða neðan við miðju, andlit hægra eða vinstra megin við miðju.

Líktu eftir auganu. Súmmaðu ekki, augað gerir það ekki.
Myndaraðir (sequences) gera þér kleift að þrengja tímann og ná smáatriðum, þótt tími sé sparaður. Myndaraðir halda trúverðugleika.
Hljóðið er oft mikilvægara en myndin, svo að þar þarf hágæði.

Þrenns konar hljóðnemar:
Stafur í hendinni.
Fiðrildi klemmt á föt, þráðlaust.
Byssan, fjölþarfa, hljóð næst úr fjarlægð.
Notaðu heyrnartól líka.

Fjögur tæki myndvinnslu:
Myndavélin.
Hljóðneminn.
Ritstjórnarforritið.
Ritaða orðið.
Myndin kemur fyrst, hljóðið segir annað og textinn segir afganginn.
Myndin þarf að vera stöðug.

Hugsaðu um alla söguna, þegar þú myndar. Ímyndaðu þér vin og láttu mynd, hljóð og texta segja honum söguna. Með því að hafa notendur í huga, muntu finna og segja áhugaverðari sögur.

Hreyfimyndum ritstýrt: Notaðu Final Cut Pro frá Apple til myndstjórnar. Það hentar vídeó. Gildir jafnt um stórar deildir og smáar. Vasaútgáfan heitir Final Cut Express, notuð af mörgum.

Á vettvangi:
Notaðu fyrstu 10 sek í ekkert.
Láttu vídeó fyrst renna í 5 sek.
Haltu áfram í 5 sek eftir töku.
Notaðu byssu-hljóðnema.
Lærðu að setja hvítt jafnvægi handvirkt.

Margmiðlari verður að skilja mátt sérhvers miðils og magna hann. Hugarfarið skiptir meira máli en tæknin. Hann hugsar sögur, sem sprengja mörk hvers miðils fyrir sig. Margmiðlun var fátíð fyrir 2005, en hér eftir verður beðið um fólk, sem skilur margmiðlun.

Prent er færanlegt og eilíft.
Ljósvaki hefur núið, tilfinningar.
Vefurinn sameinar hvort tveggja og er gagnvirkur.
Saga á vef hefur upphaf, miðju og endi. Hún er samt ekki línuleg, hún er gagnvirk.

Framtak stjórnenda þarf til að auka færni í margmiðlun.
Fréttir samþættra nýmiðla eru drifnir af atburðum.
Tvenns konar viðmið, framleiðenda-drifnar sögur (nýjar fréttir) og fréttamanns-drifnar sögur.

Vídeó-blaðamaðurinn (VJ):
Námskeið hjá BBC: Ein persóna á vettvangi, sem skýtur og skrifar. Nú notað Sony PD170 vídeó, Final Cut Pro hugbúnaður, Sennheiser 416 hljóðnemi.
Í kjölfarið hefur fjölgað altmúligmönnum í fréttum.

Altmúligmaðurinn getur ekki skilað gæðavinnu á öllum sviðum. Hann hentar þó vel á litlum vinnustöðum og til að brúa bil, áður en teymin komast á vettvang. Menn þurfa að kunna öll svið margmiðlunar og kunna að fara með tækni á þeim.

Úrelt er að tala um prentmenn og ljósvakamenn. Nær væri að tala um textafólk og myndfólk. Þrátt fyrir altmúligmenn og fjórþættingu miðlunar (prent – vídeó – vefur – farsími) mun sérhæfing áfram vera algengari.

Aukinn hraði breytinga í miðlun. Fjórar starfslýsingar í nýmiðlun:
Fréttaflæðisstjóri (framleiðandi).
Sagnasmiður (rithöfundur).
Gagnasafnari (safnvörður).
Fjölhæfur fréttamaður (innihald).

Samhliða þessari fjórþættingu verða alltaf til frílansarar, sem eru sjálfum sér nógir og hafa nef fyrir því að vera fyrstir á staðinn, þegar eitthvað gerist. Þeir vita í hvaða röð þeir eiga að afgreiða miðlana og hvernig á að afgreiða hvern þeirra fyrir sig.

Sjá nánar:
Janet Kolodzy: Convergence Journalism, 2006
Stephen Quinn & Vincent F. Filak: Convergent Journalism, 2005