0240 Mynd- & vefhönnun

0240

Blaðamennska
Myndhönnun og vefhönnun
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001

Ljósmyndir og skraut:
Menning okkar er orðin sjónræn. Texti er orðinn veikur, myndefni orðið sterkt. Ljósmyndir geta verið jafn mikilvægar og texti. Til þess að krækja í lesendur eru ljósmyndir jafnvel mikilvægari en texti.

Sérhver mynd á að hafa:
1) Hrein og klár þungamiðja.
2) Eðlilegur svipur.
3) Myndatexti.
4) Strik í kanti, eins konar rammi.
5) Skiptir máli.
6) Andlit er a.m.k. króna að stærð.

Dæmi um slæmar myndir:
1) Aukahlutur stendur úr höfði manns.
2) Harðir skuggar í andliti.
3) Meginefnið er ekki í fókus.

4) Meginefnið kemur illa fyrir.
5) Víxlun hægri-vinstri.
6) Truflanir í bakgrunni.
7) Meginefni ekki fyrir miðju.

Lagfæring slæmra mynda:
1) Skoðaðu myndavalið vel.
2) Skerðu myndina hraustlega.
3) Notaðu röð lítilla mynda.
4) Láttu taka myndina aftur.
5) Fáðu annan ljósmyndara.

6) Notaðu annað skraut, graf, kort, tilvitnun.
7) Lagfærðu (retússeraðu) myndina.
8) Grafðu hana á síðunni.
9) Settu eina mynd ofan í aðra, “mortice”.
10) Fleygðu henni.

1) Allar sögur eru ferhyrndar. Síður eru staflar af ferhyrningum.
2) Ekkert skraut er í miðjum textadálki.
3) Ekkert skraut er neðst í textadálki.

Tékklisti vefblaðs:
Hönnun:
1) Er heimasíðan falleg, gestrisin.
2) Geta notendur auðveldlega greint milli frétta, auglýsinga og tilvísana?
3) Er ljós forgangsröðun frétta á heimasíðunni?

4) Eru fyrirsagnir og hönnun aðalefnis frumleg fremur en hefðbundin?
5) Er stíll hönnunarinnar í samræmi við stíl notenda?
6) Nota síðurnar fallegan, samræmdan lit, sem hæfir.
7) Forðast síðurnar brellur?

8) Er textinn laus við að vera langur og breiður?
9) Er samræmi í hverju undirstöðuatriði: Fyrirsagnir, höfundar, millifyrirsagnir?
10) Er samræmi í stíl hvers aukaatriðis: Grafík, tilvitnanir, hliðarrammar?

Notendaviðmót:
1) Er fljótlegt að hala niður heimasíðuna?
2) Býður netblaðið matseðil af sögum, vídeó, lesendapósti og margmiðlun?

3) Hefur netblaðið þjónustu, sögur og hliðargreinar, sem ekki eru í prentblaðinu?
4) Eru notendur alltaf einu klikki frá heimasíðu eða síðu meginflokks?
5) Er þétt index alltaf sjáanlegt frá öllum síðum?

6) Er blaðheitið efst á öllum síðum til að minna fólk á, hvar það er?
7) Eru allar myndir nauðsynlegar? Nógu mikið klipptar? Þéttar í JPG?
8) Virkar netblaðið, þótt valið sé í vafra að hafa “text only”?

9) Ef einhver leitar að sérstökum hlut, finnst hann auðveldlega?
10) Þegar menn lesa texta, finna þeir tengingar við áhugaverða hluti?
11) Geta notendur leitað í gömlum blöðum? Er safnið sæmilega heildstætt.

12) Tengir netblaðið vel yfir í heimildir utan blaðsins?
13) Er auðvelt að senda viðbrögð í tölvupósti, fréttaskot eða ritstjórnarbréf?
14) Mikilvægast: Munu notendur bókamerkja síðuna og nota hana aftur?

Vefstjórn:
1) Lítur netblaðið nútímalega út, hefur það verið uppfært?
2) Eru allar sögur tímastimplaðar eða dagstimplaðar?

3) Eru allar sögur og fyrirsagnir vel lesnar yfir?
4) Hafa allar síður samræmd stýringartæki, samræmt útlit, samræmdan lit?
5) Eru tæknitruflanir, skaprík grafík, týndar tengingar, síður í “construction”?

6) Hefur netblaðið síma fréttastofu og netföng fréttamanna?
7) Er heiti blaðsins, netfang, dagsetning og höfundaréttur á hverri síðu?
8) Er eitthvað á síðunni, sem stríðir gegn höfundarétti annarra?

Sjá nánar:
Tim Harrower, Newspaper Designer’s Handbook, 2001

Menning okkar er orðin sjónræn. Texti er orðinn veikur, myndefni orðið sterkt. Ljósmyndir geta verið jafn mikilvægar og texti. Til þess að krækja í lesendur eru ljósmyndir jafnvel mikilvægari en texti.